Framboðið hafi ekkert með Katrínu að gera Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2024 20:24 Steinunn Ólína vill á Bessastaði. arnar halldórsson Allt bendir til þess að Katrín Jakobsdóttir bjóði sig fram til forseta á morgun. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem tilkynnti um forsetaframboð í dag, segir framboð sitt ekkert hafa með forsætisráðherra að gera. Baráttan um Bessastaði stigmagnast með hverjum deginum sem líður. Í dag bættist Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona í hóp þeirra sem vilja setjast í stól forseta og á sama tíma er beðið eftir ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur. Hvenær tókstu þessa ákvörðun? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum dögum síðan en ákvað að greina ekki frá þessu fyrr en í dag.“ Hvers vegna í dag? „Vegna þess að mér þykir pínulítið vænt um þennan dag, af ástæðum sem ég get ekki deilt með þér núna,“ segir Steinunn Ólína og bætir við að vonandi geti hún gefið það upp síðar. Vill gera gagn Hana segist langa til að gera gagn í samfélaginu og telur sig búa yfir margvíslegri reynslu. „Og geti haft töluvert fram að færa.“ Aðspurð út í áherslur segir hún forsetaembættið ekki vettvangur fyrir persónuleg mál þess sem situr í forsetastól. „En ég hef áhuga á ótrúlegustu hlutum og er fljót að setja mig inn í það sem ég þekki lítið. Mér finnst að forseti eigi að veita því áhuga sem er merkilegt og vel er gert.“ Sjálfstæð ákvörðun Steinunn hafði lýst því yfir að hún myndi örugglega fara fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra myndi lýsa yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Þetta er engin breyting í raun, ég sagði aldrei að ég ætlaði ekki fram færi hún ekki fram. En þessa ákvörðun tók ég og hún er sjálfstæð og hefur ekkert með hugsanlegt framboð eða hugsanlegt ekki framboð Katrínar Jakobsdóttur að gera.“ Aðspurð hvort hún muni sakna listarinnar nái hún kjöri segist hún þegar komin í tveggja mánaða launalaust leyfi frá Þjóðleikhúsinu til að sinna baráttunni. „Ég ætla nú bara að byrja á því að elska leiðina og hugsa ekki um útkomuna.“ Ertu bjartsýn? „Ég er alltaf bjartsýn, ég vakna alltaf kát á morgnana. Mér finnst bara gaman að vera til.“ Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira
Baráttan um Bessastaði stigmagnast með hverjum deginum sem líður. Í dag bættist Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona í hóp þeirra sem vilja setjast í stól forseta og á sama tíma er beðið eftir ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur. Hvenær tókstu þessa ákvörðun? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum dögum síðan en ákvað að greina ekki frá þessu fyrr en í dag.“ Hvers vegna í dag? „Vegna þess að mér þykir pínulítið vænt um þennan dag, af ástæðum sem ég get ekki deilt með þér núna,“ segir Steinunn Ólína og bætir við að vonandi geti hún gefið það upp síðar. Vill gera gagn Hana segist langa til að gera gagn í samfélaginu og telur sig búa yfir margvíslegri reynslu. „Og geti haft töluvert fram að færa.“ Aðspurð út í áherslur segir hún forsetaembættið ekki vettvangur fyrir persónuleg mál þess sem situr í forsetastól. „En ég hef áhuga á ótrúlegustu hlutum og er fljót að setja mig inn í það sem ég þekki lítið. Mér finnst að forseti eigi að veita því áhuga sem er merkilegt og vel er gert.“ Sjálfstæð ákvörðun Steinunn hafði lýst því yfir að hún myndi örugglega fara fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra myndi lýsa yfir forsetaframboði. Það var af mörgum túlkað sem svo að forsenda framboðs Steinunnar sé einskonar hefndarframboð en ekkert slíkt vakir fyrir Steinunni. „Þetta er engin breyting í raun, ég sagði aldrei að ég ætlaði ekki fram færi hún ekki fram. En þessa ákvörðun tók ég og hún er sjálfstæð og hefur ekkert með hugsanlegt framboð eða hugsanlegt ekki framboð Katrínar Jakobsdóttur að gera.“ Aðspurð hvort hún muni sakna listarinnar nái hún kjöri segist hún þegar komin í tveggja mánaða launalaust leyfi frá Þjóðleikhúsinu til að sinna baráttunni. „Ég ætla nú bara að byrja á því að elska leiðina og hugsa ekki um útkomuna.“ Ertu bjartsýn? „Ég er alltaf bjartsýn, ég vakna alltaf kát á morgnana. Mér finnst bara gaman að vera til.“
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Sjá meira