Körfubolti

Martin stoð­sendinga­hæstur í tapi Alba Berlin

Aron Guðmundsson skrifar
Alba Berlin v Crvena Zvezda Meridianbet Belgrade - Turkish Airlines EuroLeague BERLIN, GERMANY - JANUARY 25: Martin Hermannsson from Alba Berlin in action during the Turkish Airlines EuroLeague Regular Season Round 23 match between Alba Berlin and Crvena Zvezda Meridianbet Belgrade at Mercedes Benz Arena on January 25, 2024 in Berlin, Germany. (Photo by Inaki Esnaola/Getty Images)
Alba Berlin v Crvena Zvezda Meridianbet Belgrade - Turkish Airlines EuroLeague BERLIN, GERMANY - JANUARY 25: Martin Hermannsson from Alba Berlin in action during the Turkish Airlines EuroLeague Regular Season Round 23 match between Alba Berlin and Crvena Zvezda Meridianbet Belgrade at Mercedes Benz Arena on January 25, 2024 in Berlin, Germany. (Photo by Inaki Esnaola/Getty Images)

Íslenski landsliðsmaðurinn í körfubolta, Martin Hermannsson leikmaður Alba Berlin átti góðan leik en þurfti að sætti sig við tap gegn Partizan Belgrade í Evrópudeildinni í kvöld. 

Það hefur lítið gengið hjá Alba Berlin á yfirstandandi tímabili í Evrópudeildinni og er liðið sem stendur á botni deildarinnar á meðan að andstæðingur kvöldsins frá Serbíu situr í 10.sæti.

Martin setti niður átta stig í kvöld, tók fjögur fráköst og gaf átta stoðsendingar sem sá til þess að hann var stoðsendingahæsti leikmaður vallarins í kvöld. 

Gestirnir frá Serbíu fóru hins vegar með ellefu stiga sigur, 94-83 sigur af hólmi í viðureign liðanna í kvöld. 

James Nunnally var atkvæðamestur í liði Partizan í kvöld með 19 stig. Þá gaf hann fjórar stoðsendingar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×