„Ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. apríl 2024 21:40 Arnar Guðjónsson stýrði karlaliði Stjörnunnar í síðasta sinn í kvöld. vísir / anton brink Það var tilfinningaþrungið viðtal sem Arnar Guðjónsson veitti blaðamanni eftir að ljóst varð að Stjarnan kæmist ekki í úrslitakeppni og störfum hans hjá karlaliði félagsins væri lokið. “Bara erfitt, mjög erfitt. Tilfinningaþrungið, ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda en þetta er á okkur, það voru of mörg augnablik í vetur þar sem við vorum ekki nógu góðir og því fer sem fer” sagði Arnar fljótlega eftir leik. Stjarnan sá um sitt og vann öruggan 96-80 sigur gegn Breiðabliki. Þeir þurftu þó að treysta á önnur úrslit, sem féllu ekki þeim í hag, Höttur tapaði gegn Álftanesi og Stjarnan er því úr leik. „Leikurinn var bara svona, ég held að menn hafi vitað hvernig færi. Allan seinni hálfleik var maður bara að velta fyrir sér hvort Höttur myndi ná áhlaupi.“ Arnar var afar svekktur á svip, spurður út í líðan sína sagði hann þetta ömurlegan endi á þjálfaraferlinum hjá Stjörnunni. „Ömurlega. Það er kominn tími, held ég, sex ár er langur tími. Við náðum aldrei að fara alla leið, vinnum þrjá bikara samt, þannig að ég er bæði stoltur yfir mörgu og að sama skapi svekktur að hafa ekki gengið betur, þá sitja síðustu tvö ár einna helst í mér.“ Stjarnan varð bikarmeistari þrisvar undir hans stjórn, 2019, 2020 og 2022. Þeir duttu út í undanúrslitum í ár og komust ekki í úrslitakeppni deildarinnar. Gengur Arnar stoltur frá sínum störfum? „Að einhverju leyti, já, að öðru leyti ekki. Maður vill gera betur, það er alveg á hreinu. Ég á auðvitað kvennaverkefnið eftir, úrslitakeppni sem byrjar eftir viku. En [karlaliðið] unnum þrjá stóra titla, förum aldrei alla leið í úrslitarimmu, svo klárum við þetta með því að missa af úrslitakeppninni. Það mun svíða mjög lengi.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Baldur Þór Ragnarsson muni taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu. Arnar skilur gott bú eftir sig og sagðist spenntur að fylgjast með liðinu næstu árin. „Ég held það [að ég skili góðu búi]. Ég held að báðir eftirmenn mínír séu rosalegir góðir og hæfir. Ég hlakka mikið til að fylgjast með félaginu á næstu árum“ voru lokaorð Arnars. Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Staðfesta að Ólafur Jónas taki við kvennaliðinu Stjarnan hefur staðfest frétt Vísis frá því í morgun að Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hafi ráðið Ólaf Jónas Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. 4. apríl 2024 14:00 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
“Bara erfitt, mjög erfitt. Tilfinningaþrungið, ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda en þetta er á okkur, það voru of mörg augnablik í vetur þar sem við vorum ekki nógu góðir og því fer sem fer” sagði Arnar fljótlega eftir leik. Stjarnan sá um sitt og vann öruggan 96-80 sigur gegn Breiðabliki. Þeir þurftu þó að treysta á önnur úrslit, sem féllu ekki þeim í hag, Höttur tapaði gegn Álftanesi og Stjarnan er því úr leik. „Leikurinn var bara svona, ég held að menn hafi vitað hvernig færi. Allan seinni hálfleik var maður bara að velta fyrir sér hvort Höttur myndi ná áhlaupi.“ Arnar var afar svekktur á svip, spurður út í líðan sína sagði hann þetta ömurlegan endi á þjálfaraferlinum hjá Stjörnunni. „Ömurlega. Það er kominn tími, held ég, sex ár er langur tími. Við náðum aldrei að fara alla leið, vinnum þrjá bikara samt, þannig að ég er bæði stoltur yfir mörgu og að sama skapi svekktur að hafa ekki gengið betur, þá sitja síðustu tvö ár einna helst í mér.“ Stjarnan varð bikarmeistari þrisvar undir hans stjórn, 2019, 2020 og 2022. Þeir duttu út í undanúrslitum í ár og komust ekki í úrslitakeppni deildarinnar. Gengur Arnar stoltur frá sínum störfum? „Að einhverju leyti, já, að öðru leyti ekki. Maður vill gera betur, það er alveg á hreinu. Ég á auðvitað kvennaverkefnið eftir, úrslitakeppni sem byrjar eftir viku. En [karlaliðið] unnum þrjá stóra titla, förum aldrei alla leið í úrslitarimmu, svo klárum við þetta með því að missa af úrslitakeppninni. Það mun svíða mjög lengi.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að Baldur Þór Ragnarsson muni taka við karlaliði Stjörnunnar og Ólafur Jónas Sigurðsson taka við kvennaliðinu. Arnar skilur gott bú eftir sig og sagðist spenntur að fylgjast með liðinu næstu árin. „Ég held það [að ég skili góðu búi]. Ég held að báðir eftirmenn mínír séu rosalegir góðir og hæfir. Ég hlakka mikið til að fylgjast með félaginu á næstu árum“ voru lokaorð Arnars.
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Staðfesta að Ólafur Jónas taki við kvennaliðinu Stjarnan hefur staðfest frétt Vísis frá því í morgun að Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hafi ráðið Ólaf Jónas Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. 4. apríl 2024 14:00 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16 Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Fleiri fréttir Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Sjá meira
Staðfesta að Ólafur Jónas taki við kvennaliðinu Stjarnan hefur staðfest frétt Vísis frá því í morgun að Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hafi ráðið Ólaf Jónas Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs Stjörnunnar. 4. apríl 2024 14:00
Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16
Baldur og Ólafur að taka við Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur samkvæmt heimildum Vísis fundið nýja þjálfara fyrir karla- og kvennalið félagsins. 4. apríl 2024 11:16
Arnar hættir að þjálfa bæði lið Stjörnunnar Arnar Guðjónsson mun ekki þjálfa meistaraflokka Stjörnunnar í körfubolta á næsta tímabili. Þetta staðfestir Stjarnan í yfirlýsingu. 25. mars 2024 11:53