Reka tvo og refsa fleirum vegna árása á hjálparstarfsmenn Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2024 11:21 Íbúar Gasa skoða einn af bílnum sem árás var gerð á. AP/Abdel Kareem Hana Tveimur yfirmönnum í ísraelska hernum hefur verið vikið úr starfi í kjölfar rannsóknar á mannskæðum loftárásum á hjálparstarfsmenn World Central Kitchen. Rannsakendur segja alvarleg mistök hafa verið gerð og starfsreglur hersins hafi verið brotnar þegar árásirnar voru gerðar. Sjö starfsmenn WCK féllu þegar þrír merktir bílar hjálparsamtakanna voru sprengdir fyrr í vikunni. Verið var að ferja matvæli sem höfðu komið sjóleiðina í vöruhús þegar sprengjum var varpað á bílana úr lofti. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árásunum sem mögulegum stríðsglæp. Sjá einnig: Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Hermenn segjast hafa talið að sendiferðabílarnir þrír sem sprengdir voru hafi innihaldið Hamas-liða. Einn talsmanna ísraelska hersins segir að árásirnar hefðu aldrei átt að eiga sér stað. Einum major og einum ofursta hefur verið vikið úr stafi. Þá verða fleiri yfirmenn hersins ávíttir í starfi. Þá segja forsvarsmenn hersins að lært verði af atvikinu og komið verði í veg fyrir sambærileg mistök í framtíðinni. True strength of the @IDF lies in the humility to acknowledge errors, the courage to make amends, and the resolve to learn from them.After presenting the findings to the Ambassadors of the relevant countries and the World Central Kitchen, the IDF shares the information with the pic.twitter.com/nWNRHJDBaF— Lt. Col. (R) Peter Lerner (@LTCPeterLerner) April 5, 2024 Þrýstingur á Ísraela hefur aukist mjög vegna mikils mannfalls meðal óbreyttra borgara og gífurlegrar eyðileggingar á Gasa vegna stríðs Ísraela gegn Hamas-samtökunum. Aðstæður á Gasaströndinni eru sagðar verulega slæmar fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins og er hungursneyð yfirvofandi. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, tilkynnti í morgun að flæði neyðargagna inn á Gasa yrði aukið og nýtt landamærahlið milli Ísrael og Gasa yrði opnað. „Lítil huggun“ Forsvarsmenn WCK segja ísraelska herinn hafa tekið mikilvæg skref en þeirra eigin rannsókn síni að starfsreglur og viðmið hafi verið brotin. Staðfest hafi verið að hjálparstarfsmenn samtakanna hafi fylgt reglum og Ísraelar hafi ekki útskýrt af hverju árásir voru gerðar á bílalestina. „Afsökunarbeiðnir þeirra vegna svívirðilegra dauðsfalla kollega okkar eru lítil huggun,“ segir Erin Gore, framkvæmdastjóri WCK í yfirlýsingu. Umfangsmiklar og kerfisbundnar breytingar þurfi til að koma í veg fyrir frekari mistök, frekari afsökunarbeiðnir og syrgjandi fjölskyldur. „Stærsta ástæða þessar óréttmætu skothríðar á bílalest okkar er mikill matvælaskortur á Gasa,“ segir í yfirlýsingu frá WCK. Þá segir þar að Ísraelar þurfi allra fyrst að bæta úr því, auka flæði matvæla og lyfja til Gasa, ef þeim sé alvara með að styðja við hjálparstarf á svæðinu. „Það er ekki nóg að reyna að forðast frekari dauðsföll hjálparstarfsmanna,“ segir José Andrés, stofnandi WCK. „Allir borgarar þurfa vernd og allt saklaust fólk Gasa þarf mat og öryggi. Einnig þarf að sleppa öllum gíslunum.“ Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sjö starfsmenn WCK féllu þegar þrír merktir bílar hjálparsamtakanna voru sprengdir fyrr í vikunni. Verið var að ferja matvæli sem höfðu komið sjóleiðina í vöruhús þegar sprengjum var varpað á bílana úr lofti. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árásunum sem mögulegum stríðsglæp. Sjá einnig: Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Hermenn segjast hafa talið að sendiferðabílarnir þrír sem sprengdir voru hafi innihaldið Hamas-liða. Einn talsmanna ísraelska hersins segir að árásirnar hefðu aldrei átt að eiga sér stað. Einum major og einum ofursta hefur verið vikið úr stafi. Þá verða fleiri yfirmenn hersins ávíttir í starfi. Þá segja forsvarsmenn hersins að lært verði af atvikinu og komið verði í veg fyrir sambærileg mistök í framtíðinni. True strength of the @IDF lies in the humility to acknowledge errors, the courage to make amends, and the resolve to learn from them.After presenting the findings to the Ambassadors of the relevant countries and the World Central Kitchen, the IDF shares the information with the pic.twitter.com/nWNRHJDBaF— Lt. Col. (R) Peter Lerner (@LTCPeterLerner) April 5, 2024 Þrýstingur á Ísraela hefur aukist mjög vegna mikils mannfalls meðal óbreyttra borgara og gífurlegrar eyðileggingar á Gasa vegna stríðs Ísraela gegn Hamas-samtökunum. Aðstæður á Gasaströndinni eru sagðar verulega slæmar fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins og er hungursneyð yfirvofandi. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, tilkynnti í morgun að flæði neyðargagna inn á Gasa yrði aukið og nýtt landamærahlið milli Ísrael og Gasa yrði opnað. „Lítil huggun“ Forsvarsmenn WCK segja ísraelska herinn hafa tekið mikilvæg skref en þeirra eigin rannsókn síni að starfsreglur og viðmið hafi verið brotin. Staðfest hafi verið að hjálparstarfsmenn samtakanna hafi fylgt reglum og Ísraelar hafi ekki útskýrt af hverju árásir voru gerðar á bílalestina. „Afsökunarbeiðnir þeirra vegna svívirðilegra dauðsfalla kollega okkar eru lítil huggun,“ segir Erin Gore, framkvæmdastjóri WCK í yfirlýsingu. Umfangsmiklar og kerfisbundnar breytingar þurfi til að koma í veg fyrir frekari mistök, frekari afsökunarbeiðnir og syrgjandi fjölskyldur. „Stærsta ástæða þessar óréttmætu skothríðar á bílalest okkar er mikill matvælaskortur á Gasa,“ segir í yfirlýsingu frá WCK. Þá segir þar að Ísraelar þurfi allra fyrst að bæta úr því, auka flæði matvæla og lyfja til Gasa, ef þeim sé alvara með að styðja við hjálparstarf á svæðinu. „Það er ekki nóg að reyna að forðast frekari dauðsföll hjálparstarfsmanna,“ segir José Andrés, stofnandi WCK. „Allir borgarar þurfa vernd og allt saklaust fólk Gasa þarf mat og öryggi. Einnig þarf að sleppa öllum gíslunum.“
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Hjálparstarf Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira