Arnar barðist við tárin eftir kveðjuleik: „Það mun svíða mjög lengi“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 12:30 Arnar Guðjónsson sýndi miklar tilfinningar í viðtali eftir síðasta leik sinn sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Stöð 2 Sport Körfuboltaþjálfarinn Arnar Guðjónsson leyndi ekki tilfinningum sínum eftir síðasta leik sinn sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í gærkvöld. Hann gengur að vissu leyti stoltur frá borði, enda unnið fleiri titla en aðrir þjálfarar á síðustu sex árum, en kveðjutímabilið mun svíða lengi. „Bara erfitt, mjög erfitt. Tilfinningaþrungið, ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda en þetta er á okkur, það voru of mörg augnablik í vetur þar sem við vorum ekki nógu góðir og því fer sem fer,“ sagði Arnar eftir lokaumferð Subway-deildar karla í gær, þegar ljóst varð að Stjarnan endaði í 9. sæti. Viðtalið má sjá hér að neðan og alveg ljóst að Arnar var niðurbrotinn. Klippa: Arnar Guðjóns eftir síðasta leikinn Arnar tók við Stjörnunni sumarið 2018 og gerði liðið tvívegis að deildarmeistara og þrisvar að bikarmeistara. Fimm stórir titlar, fleiri en nokkurt annað lið á sama tíma, en sá stærsti, Íslandsmeistaratitilinn, var aldrei innan seilingar. Það að missa af úrslitakeppninni gerir svo kveðjustund Arnars: „ömurlega. Það er kominn tími, held ég, sex ár er langur tími. Við náðum aldrei að fara alla leið, vinnum þrjá bikara samt, þannig að ég er bæði stoltur yfir mörgu og að sama skapi svekktur að hafa ekki gengið betur, þá sitja síðustu tvö ár einna helst í mér.“ Hrifinn af eftirmönnum sínum Arnar er ekki hættur störfum í Garðabæ því hann hefur stýrt bæði kvenna- og karlaliði Stjörnunnar, og á þriðjudaginn byrjar kvennaliðið úrslitakeppnina. Arnar var hins vegar einnig að vonast eftir aðstoð frá Hetti í gær, sem með sigri á Álftanesi hefði komið karlaliði Stjörnunnar í úrslitakeppnina. „Maður vill gera betur, það er alveg á hreinu. Ég á auðvitað kvennaverkefnið eftir, úrslitakeppni sem byrjar í næstu viku. En við [karlaliðið] unnum þrjá stóra titla, og ef að Valur [með fjóra stóra titla frá árinu 2018] verður ekki Íslandsmeistari erum við það lið sem á flesta stóra titla á þeim tíma sem ég er hérna. En við förum aldrei alla leið í úrslitarimmu, og svo klárum við þetta með því að missa af úrslitakeppninni. Það mun svíða mjög lengi.“ Eins og fram kom fyrst á Vísi í gær mun Baldur Þór Ragnarsson taka við karlaliði Stjörnunnar af Arnari, og Ólafur Jónas Sigurðsson við kvennaliðinu. Arnar er sáttur við það bú sem hann skilur eftir sig: „Ég held það [að ég skili góðu búi]. Ég held að báðir eftirmenn mínír séu rosalegir góðir og hæfir. Ég hlakka mikið til að fylgjast með félaginu á næstu árum.“ Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Svona lítur úrslitakeppni Subway deildar karla út Lokaumferð deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Það eru Valsmenn sem standa uppi sem deildarmeistarar þetta tímabilið. Haldið ykkur fast, skemmtilegasti hluti tímabilsins er framundan. 4. apríl 2024 22:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
„Bara erfitt, mjög erfitt. Tilfinningaþrungið, ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda en þetta er á okkur, það voru of mörg augnablik í vetur þar sem við vorum ekki nógu góðir og því fer sem fer,“ sagði Arnar eftir lokaumferð Subway-deildar karla í gær, þegar ljóst varð að Stjarnan endaði í 9. sæti. Viðtalið má sjá hér að neðan og alveg ljóst að Arnar var niðurbrotinn. Klippa: Arnar Guðjóns eftir síðasta leikinn Arnar tók við Stjörnunni sumarið 2018 og gerði liðið tvívegis að deildarmeistara og þrisvar að bikarmeistara. Fimm stórir titlar, fleiri en nokkurt annað lið á sama tíma, en sá stærsti, Íslandsmeistaratitilinn, var aldrei innan seilingar. Það að missa af úrslitakeppninni gerir svo kveðjustund Arnars: „ömurlega. Það er kominn tími, held ég, sex ár er langur tími. Við náðum aldrei að fara alla leið, vinnum þrjá bikara samt, þannig að ég er bæði stoltur yfir mörgu og að sama skapi svekktur að hafa ekki gengið betur, þá sitja síðustu tvö ár einna helst í mér.“ Hrifinn af eftirmönnum sínum Arnar er ekki hættur störfum í Garðabæ því hann hefur stýrt bæði kvenna- og karlaliði Stjörnunnar, og á þriðjudaginn byrjar kvennaliðið úrslitakeppnina. Arnar var hins vegar einnig að vonast eftir aðstoð frá Hetti í gær, sem með sigri á Álftanesi hefði komið karlaliði Stjörnunnar í úrslitakeppnina. „Maður vill gera betur, það er alveg á hreinu. Ég á auðvitað kvennaverkefnið eftir, úrslitakeppni sem byrjar í næstu viku. En við [karlaliðið] unnum þrjá stóra titla, og ef að Valur [með fjóra stóra titla frá árinu 2018] verður ekki Íslandsmeistari erum við það lið sem á flesta stóra titla á þeim tíma sem ég er hérna. En við förum aldrei alla leið í úrslitarimmu, og svo klárum við þetta með því að missa af úrslitakeppninni. Það mun svíða mjög lengi.“ Eins og fram kom fyrst á Vísi í gær mun Baldur Þór Ragnarsson taka við karlaliði Stjörnunnar af Arnari, og Ólafur Jónas Sigurðsson við kvennaliðinu. Arnar er sáttur við það bú sem hann skilur eftir sig: „Ég held það [að ég skili góðu búi]. Ég held að báðir eftirmenn mínír séu rosalegir góðir og hæfir. Ég hlakka mikið til að fylgjast með félaginu á næstu árum.“
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Svona lítur úrslitakeppni Subway deildar karla út Lokaumferð deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Það eru Valsmenn sem standa uppi sem deildarmeistarar þetta tímabilið. Haldið ykkur fast, skemmtilegasti hluti tímabilsins er framundan. 4. apríl 2024 22:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47
Svona lítur úrslitakeppni Subway deildar karla út Lokaumferð deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Það eru Valsmenn sem standa uppi sem deildarmeistarar þetta tímabilið. Haldið ykkur fast, skemmtilegasti hluti tímabilsins er framundan. 4. apríl 2024 22:00