Vilja bjóða gestum í iður jarðar við Perluna Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2024 20:24 Tölvuteiknuð mynd sýnir færanlegt sýningarrými sem Perla norðursins vill reisa við norðvesturhlið Perlunnar. Perla norðursins Félag sem leigir Perluna hefur óskað eftir því að fá að reisa færanlegt sýningarhúsnæði undir eldfjallasýningu við bygginguna. Ætlunin er að bjóða gestum upp á ferð niður í iður jarðar á Reykjanesi með „lyftu“. Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar samning við eignarhaldsfélagið Perlu norðursins ehf. um afnot af rúmlega hundrað fermetra svæði norðvestan við Perluna sem félagið vill nýta undir færanlegt sýningarrými. Perla norðursins hefur á leigu húsnæði borgarinnar í Perlunni undir sýningar. Sýningarrýmið á að hýsa eldfjallasýningu sem ber vinnuheitið „Inn í eldfjallið“ á ensku (e. Into the volcano). Í því eigi gestir að upplifa ferð að virku eldfjalli á Reykjanesi og þaðan niður á um tvö þúsund metra dýpi ofan í jörðina. Lagt er til að afnotasamningur verði tímabundinn í tilraunaskyni til þriggja ára samkvæmt bréfi eignaskrifstofu borgarinnar sem var lagt fyrir borgarráð í gær. Perla norðursins stendur undir öllum kostnaði við framkvæmdina og greiðir borginni milljón krónur í leigu á ári samkvæmt samningnum. Teikning af því hvernig sýningarrýmið undir eldfjallasýninguna gæti litið út. Það á að vera í formi lyftu sem sígur niður í gegnum jarðlög þúsundir metra undir yfirborði jarðar.Perla norðursins Ferðast gegnum jarlög niður á kviku Hugmynd að sýningunni sem kemur fram í frumdrögum sem voru lögð fyrir borgarráð með afnotasamningnum gengur út á að gestir upplifi að þeir fari niður í einhvers konar lyftu í gegnum jarðalagastaflann niður á um þúsund til tvö þúsund kílómetra dýpi. Ferðin á að hefjast við gjósandi eldfjall með kvikustrókum, gosmekki og rennandi hrauni í grennd við Grindavík, annað hvort Fagradalsfjall eða Sundhnúkagíga. Hún á að taka sjö mínútur. Á leiðinni niður fái gestir kynningu á ólíkum jarðlögum, þar á meðal sögulegum hraunlögum, en ferðin á að enda þegar komið er niður í glóandi kviku á meira en þúsund metra dýpi. Sjónvarpsskjáir eiga að sýna hvers konar jarðlög lyftan fer í gegnum og mælar sýna hversu djúpt hún er stödd, hvernig hitinn í berginu vex með auknu dýpi og skjálftavirkni. Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. 3. mars 2024 22:31 Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. 5. október 2023 10:44 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur nú til umfjöllunar samning við eignarhaldsfélagið Perlu norðursins ehf. um afnot af rúmlega hundrað fermetra svæði norðvestan við Perluna sem félagið vill nýta undir færanlegt sýningarrými. Perla norðursins hefur á leigu húsnæði borgarinnar í Perlunni undir sýningar. Sýningarrýmið á að hýsa eldfjallasýningu sem ber vinnuheitið „Inn í eldfjallið“ á ensku (e. Into the volcano). Í því eigi gestir að upplifa ferð að virku eldfjalli á Reykjanesi og þaðan niður á um tvö þúsund metra dýpi ofan í jörðina. Lagt er til að afnotasamningur verði tímabundinn í tilraunaskyni til þriggja ára samkvæmt bréfi eignaskrifstofu borgarinnar sem var lagt fyrir borgarráð í gær. Perla norðursins stendur undir öllum kostnaði við framkvæmdina og greiðir borginni milljón krónur í leigu á ári samkvæmt samningnum. Teikning af því hvernig sýningarrýmið undir eldfjallasýninguna gæti litið út. Það á að vera í formi lyftu sem sígur niður í gegnum jarðlög þúsundir metra undir yfirborði jarðar.Perla norðursins Ferðast gegnum jarlög niður á kviku Hugmynd að sýningunni sem kemur fram í frumdrögum sem voru lögð fyrir borgarráð með afnotasamningnum gengur út á að gestir upplifi að þeir fari niður í einhvers konar lyftu í gegnum jarðalagastaflann niður á um þúsund til tvö þúsund kílómetra dýpi. Ferðin á að hefjast við gjósandi eldfjall með kvikustrókum, gosmekki og rennandi hrauni í grennd við Grindavík, annað hvort Fagradalsfjall eða Sundhnúkagíga. Hún á að taka sjö mínútur. Á leiðinni niður fái gestir kynningu á ólíkum jarðlögum, þar á meðal sögulegum hraunlögum, en ferðin á að enda þegar komið er niður í glóandi kviku á meira en þúsund metra dýpi. Sjónvarpsskjáir eiga að sýna hvers konar jarðlög lyftan fer í gegnum og mælar sýna hversu djúpt hún er stödd, hvernig hitinn í berginu vex með auknu dýpi og skjálftavirkni.
Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. 3. mars 2024 22:31 Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. 5. október 2023 10:44 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Íslendingar sleppa við greiðslu með vildarkorti Allir gestir Perlunnar þurfa nú að kaupa aðgangsmiða að byggingunni og á það líka við þá sem ætla sér bara á kaffihúsið, veitingastaðinn eða útsýnispallinn á efstu hæðunum. Íslendingar geti sótt um vildarvinakort og þannig sleppt við að borga sig inn. 3. mars 2024 22:31
Ofbauð verðið á kökusneiðum og kjötsúpu í Perlunni Viðskiptavinur Perlunnar segir verðlagningu á veitingum kaffihússins ósvífna. Tertusneið kostar 2.490 krónur og belgísk vaffla 2.790 krónur. Þá hafa nokkrir klórað sér í höfðinu yfir næstum fimm þúsund króna skammti af kjötsúpu, sem veitingastjóri staðarins segir sjálfur að sé okur. 5. október 2023 10:44