Þórdís verði forsætisráðherra og Bjarni komi nýr inn Árni Sæberg skrifar 6. apríl 2024 07:51 Mun Þórdís Kolbrún leiða ríkisstjórn sem inniheldur Bjarna? Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tekur eins og margir þátt í samkvæmisleiknum um það hver verði stólaskipan ríkisstjórnarinnar eftir helgi. Hún veðjar á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir verði forsætisráðherra og Bjarni Jónsson matvælaráðherra. Þetta kemur fram í Facebook-færslu Oddnýjar sem hún birti í gærkvöldi í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti að hún myndi biðjast lausnar sem forsætisráðherra og bjóða sig fram til forseta. Oddný segir að Vinstri græn vilji ekki sjá Bjarna Benediktsson í forsætisráðuneytinu og Sjálfstæðismenn ekki Sigurð Inga Jóhannsson. Þeir hafa af flestum verið taldir líklegastir til þess að leysa Katrínu af hólmi. „Lausnin verður að Þórdís Kolbrún verður forsætisráðherra,“ segir Oddný. Svandísi bjargað undan vantrausti og sérfræðingur fái ráðuneyti hennar Oddný veðjar á að þá verði Sigurður Ingi fjármálaráðherra. Svandís Svavarsdóttir færist úr matvælaráðuneytinu yfir í hans ráðuneyti, innviðaráðuneytið, og þar með sé boðað vantraust á hana úr sögunni. Þá telur Oddný að laus staða matvælaráðherra verði fyllt af Bjarna Jónssyni, þingmanni Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann varði valinn umfram Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmann Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, vegna menntunar hans og reynslu á sviðinu. Bjarni er fiskifræðingur að mennt og hefur mikla starfsreynslu á sviðinu. Þá má til gamans geta að faðir hans, Jón Bjarnason, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2011. Betra að kjósa sem fyrst Oddný segir þessar bollaleggingar sínar vera hugmynd til að vinna með vilji stjórnarflokkarnir halda út kjörtímabilið. „En best væri fyrir okkur öll að kjósa sem fyrst.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Vinstri græn vilja halda samstarfinu áfram Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi. 5. apríl 2024 18:54 Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook-færslu Oddnýjar sem hún birti í gærkvöldi í kjölfar þess að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti að hún myndi biðjast lausnar sem forsætisráðherra og bjóða sig fram til forseta. Oddný segir að Vinstri græn vilji ekki sjá Bjarna Benediktsson í forsætisráðuneytinu og Sjálfstæðismenn ekki Sigurð Inga Jóhannsson. Þeir hafa af flestum verið taldir líklegastir til þess að leysa Katrínu af hólmi. „Lausnin verður að Þórdís Kolbrún verður forsætisráðherra,“ segir Oddný. Svandísi bjargað undan vantrausti og sérfræðingur fái ráðuneyti hennar Oddný veðjar á að þá verði Sigurður Ingi fjármálaráðherra. Svandís Svavarsdóttir færist úr matvælaráðuneytinu yfir í hans ráðuneyti, innviðaráðuneytið, og þar með sé boðað vantraust á hana úr sögunni. Þá telur Oddný að laus staða matvælaráðherra verði fyllt af Bjarna Jónssyni, þingmanni Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann varði valinn umfram Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur, þingmann Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, vegna menntunar hans og reynslu á sviðinu. Bjarni er fiskifræðingur að mennt og hefur mikla starfsreynslu á sviðinu. Þá má til gamans geta að faðir hans, Jón Bjarnason, var sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2011. Betra að kjósa sem fyrst Oddný segir þessar bollaleggingar sínar vera hugmynd til að vinna með vilji stjórnarflokkarnir halda út kjörtímabilið. „En best væri fyrir okkur öll að kjósa sem fyrst.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00 Vinstri græn vilja halda samstarfinu áfram Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi. 5. apríl 2024 18:54 Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði næstu þrjá mánuði. 1. mars 2024 09:00
Vinstri græn vilja halda samstarfinu áfram Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi. 5. apríl 2024 18:54
Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28