Ungt fólk á betri upplýsingar skilið Haukur V. Alfreðsson skrifar 8. apríl 2024 09:31 Fyrir skömmu héldu háskólar landsins Háskóla Daginn víðsvegar um land. Þar gáfu háskólarnir áhugasömum færi á að kynna sér hinar ýmsu námsleiðir skólanna betur með spjalli við fulltrúa skólanna. Kynningar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni, til að mynda sótti ég sama eða samskonar dag þegar ég var að velja mér háskólanám fyrir um fimmtán árum. Þar fékk ég ágætis bækling sem innihélt gott ef ekki 200-300 orð um námið sem ég var að velta fyrir mér og gaf mér þannig feiki nægar upplýsingar til að taka eina af stærstu ákvörðunum míns lífs. Mikilvægustu upplýsingarnar fékk ég þó beint frá þeim sem rétti mér bæklingin, nú að félagslífið væri gott. Á þeim Háskóla Degi sem var haldinn í ár kann vel að vera að betri upplýsingar séu veittar en var þegar ég var að velja nám. Til að mynda er núna vefsíða með tenglum inn á allar námsleiðir hjá háskólunum og einnig próf sem reynir að tengja saman þinn áhuga og námsleiðir við hæfi. En eftir að hafa tekið ýmsar stikkprufur af heimasíðum háskólanna þykir mér engu að síður ýmsar mikilvægar upplýsingar vanta. Til dæmis: Hver eru meðallaun þeirra sem útskrifast úr náminu? Hvernig eru atvinnuhorfur: - Hversu margir með slíka menntun eru atvinnulausir? - Hvað tekur að meðaltali langan tíma eftir nám að fá vinnu tengda náminu? - Hversu margir starfa tengt náminu eftir 6 mánuði, 1 ár, 5 ár, 10 ár? Hvað fela vinnur byggðar á þessu námi í raun í sér? Hvernig er vinnudagurinn? Hversu langur er vinnudagurinn? Hvernig er álag í starfi? Hér mætti lengi telja upp ýmis atriði sem gott væri að vita. En mér þykir ofboðslega skrítið að við sem þjóðfélag séum sátt við það að ungt fólk geti ekki fengið haldbærar upplýsingar um atvinnuhorfur og kjör þegar það tekur stórar ákvarðanir um framtíð sína. Heldur nokkur maður að þeim fjármunum sem væri varið í að safna þessum upplýsingum saman væri illa varið? Það er gott og gilt að velja sér starfsvettvang eftir áhuga, en það er ljótt að neita fólki um að taka upplýstar ákvarðanir. Að ónefndu að það kostar okkur sem samfélag að senda fólk í nám sem það hefði ef til vill aldrei dottið í hug að fara í ef það vissi hvað biði sín eða hvað annað væri í raun í boði. Þessa sömu sögu má segja um allt nám á Íslandi en ekki eingöngu háskólanám. Upplýsingar sem þessar eigi vitanlega að liggja fyrir strax við val á námi eftir grunnskóla. Það er einfaldlega ekki boðlegt að kynslóð eftir kynslóð velji framtíðin sína eingöngu út frá upplýsingum um skemmtilegt félagslíf eða því sem mamma og pabbi segja. Höfundur er eigandi Ráðsölunnar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu héldu háskólar landsins Háskóla Daginn víðsvegar um land. Þar gáfu háskólarnir áhugasömum færi á að kynna sér hinar ýmsu námsleiðir skólanna betur með spjalli við fulltrúa skólanna. Kynningar sem þessar eru ekki nýjar af nálinni, til að mynda sótti ég sama eða samskonar dag þegar ég var að velja mér háskólanám fyrir um fimmtán árum. Þar fékk ég ágætis bækling sem innihélt gott ef ekki 200-300 orð um námið sem ég var að velta fyrir mér og gaf mér þannig feiki nægar upplýsingar til að taka eina af stærstu ákvörðunum míns lífs. Mikilvægustu upplýsingarnar fékk ég þó beint frá þeim sem rétti mér bæklingin, nú að félagslífið væri gott. Á þeim Háskóla Degi sem var haldinn í ár kann vel að vera að betri upplýsingar séu veittar en var þegar ég var að velja nám. Til að mynda er núna vefsíða með tenglum inn á allar námsleiðir hjá háskólunum og einnig próf sem reynir að tengja saman þinn áhuga og námsleiðir við hæfi. En eftir að hafa tekið ýmsar stikkprufur af heimasíðum háskólanna þykir mér engu að síður ýmsar mikilvægar upplýsingar vanta. Til dæmis: Hver eru meðallaun þeirra sem útskrifast úr náminu? Hvernig eru atvinnuhorfur: - Hversu margir með slíka menntun eru atvinnulausir? - Hvað tekur að meðaltali langan tíma eftir nám að fá vinnu tengda náminu? - Hversu margir starfa tengt náminu eftir 6 mánuði, 1 ár, 5 ár, 10 ár? Hvað fela vinnur byggðar á þessu námi í raun í sér? Hvernig er vinnudagurinn? Hversu langur er vinnudagurinn? Hvernig er álag í starfi? Hér mætti lengi telja upp ýmis atriði sem gott væri að vita. En mér þykir ofboðslega skrítið að við sem þjóðfélag séum sátt við það að ungt fólk geti ekki fengið haldbærar upplýsingar um atvinnuhorfur og kjör þegar það tekur stórar ákvarðanir um framtíð sína. Heldur nokkur maður að þeim fjármunum sem væri varið í að safna þessum upplýsingum saman væri illa varið? Það er gott og gilt að velja sér starfsvettvang eftir áhuga, en það er ljótt að neita fólki um að taka upplýstar ákvarðanir. Að ónefndu að það kostar okkur sem samfélag að senda fólk í nám sem það hefði ef til vill aldrei dottið í hug að fara í ef það vissi hvað biði sín eða hvað annað væri í raun í boði. Þessa sömu sögu má segja um allt nám á Íslandi en ekki eingöngu háskólanám. Upplýsingar sem þessar eigi vitanlega að liggja fyrir strax við val á námi eftir grunnskóla. Það er einfaldlega ekki boðlegt að kynslóð eftir kynslóð velji framtíðin sína eingöngu út frá upplýsingum um skemmtilegt félagslíf eða því sem mamma og pabbi segja. Höfundur er eigandi Ráðsölunnar ehf.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun