Kirkjan - þægilegt pláss? Toshiki Toma skrifar 8. apríl 2024 10:01 Biskupskjör er að nálgast. Bráðum fær þjóðkirkjan nýjan biskup. Ég sé stuðningsgreinar fyrir ákveðna frambjóðendur á hverjum degi og hlusta einnig á umræðu um biskupskjörið bæði meðal vígðra og leikmanna í kringum mig. Í þessum aðstæðum langar mig að benda á atriði sem ég tel mikilvægt að hafa í huga þegar við hugsum um kirkjuna almennt og ekki síst þegar kjörmenn í biskupskjöri nýta rétt sinn. Það sem mig langar að benda á er það að kirkjan er ekki þægilegt pláss þar sem maður tilheyrir sjálfur og nýtur stundar og samveru aðeins. Jú, auðvitað ég vona kirkjan sé þægilegur staður, þar sem okkur finnst vel tekið á móti okkur og við náum friði í anda. En málið snýst um svo miklu meira en það. Kirkjan getur nefnilega falið í sér hluti sem okkur finnst óþægilegir eða jafnvel pirrandi. Hvers vegna er það? Af því að það sýnir okkur að kirkjan er ekki bara klúbbur fyrir fólk sem er alveg eins, heldur er opin fyrir fólk sem er enn utan kirkjunnar og ókunnugt okkur. Hvað er það sem Jesús kennir okkur í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann? Hann kennir okkur að við skulum fara til þeirra sem eru ókunnug okkur í lífserfiðleikum og að verða náungi hans. Þessa kenningu Jesú á kirkjan ávallt að birta í lífi sínu og starfi. Ég viðurkenni að þessi kenningu Jesú er alls ekki auðvelt að framkvæma. Við finnum til ákveðinna óþæginda, því þolinmæði og þreyta fylgja aðstoð við ókunnuga. Það er miklu léttara og skemmtilegara að loka hurð kirkjunnar og vera þar aðeins með vinum og vinkonum. Í söfnuði sem ég þjóna, er margt flóttafólk. Það sem er alltaf að gerast, er að á meðan einhver manneskja fær leyfi til dvalar á Íslandi, fær önnur synjun samtímis og er vísað úr landi. Samhygð við hina synjaðu ýtir gleðinni yfir þeim sem fá leyfi burt inni mér í slíku tilfelli. Í hreinskilni hugsaði ég nokkrum sinnum: ,,Það væri meira skemmtilegara ef hér er aðeins fólk sem hefði leyfi til að vera hér...." En þá væri þessi söfnuður ekki lengur kirkja, heldur vinaklúbbur. Til að vera kirkja, þarf söfnuðurinn okkar að vera opinn fyrir fólk í erfiðleikum og fyrir nýkomið ókunnugt, jafnt sem fyrir fólk sem getur notið lífs síns án áhyggju. Hið sama má segja t.d um fólk með líkamlega fötlun, fólk í fátækt eða LBGTQ fólk. Það gæti verið margt fólk þarna úti. Við þurfum að gæta þess hvort dyr kirkjunnar séu opnar. Kirkjan er ekki aðeins þægilegt pláss. Í henni eru ekki aðeins vinir og vinkonur, heldur einnig fólk sem hefur margt við að glíma í lífi sínu. Kirkjan verður að innihalda ákveðinn „óþægilegan hluta“ í sér af því að dyr hennar eru opnar fyrir ókunnuga. Þetta atriði verður mikilvægt fyrir framtíð þjóðkirkjunnar næstu áratugi. Af því að þetta varðar einmitt hvernig fólk utan kirkjunnar okkar lítur á hana. Vill fólk koma til kirkjunnar eða snúa baki við henni og ganga burtu? Ég óska þess að kirkjufólk hugsi þetta atriði vel og sérstaklega að þau sem mega kjósa nýjan biskup njóti sinn rétt með rétta ákvörðun. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Biskupskjör 2024 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Biskupskjör er að nálgast. Bráðum fær þjóðkirkjan nýjan biskup. Ég sé stuðningsgreinar fyrir ákveðna frambjóðendur á hverjum degi og hlusta einnig á umræðu um biskupskjörið bæði meðal vígðra og leikmanna í kringum mig. Í þessum aðstæðum langar mig að benda á atriði sem ég tel mikilvægt að hafa í huga þegar við hugsum um kirkjuna almennt og ekki síst þegar kjörmenn í biskupskjöri nýta rétt sinn. Það sem mig langar að benda á er það að kirkjan er ekki þægilegt pláss þar sem maður tilheyrir sjálfur og nýtur stundar og samveru aðeins. Jú, auðvitað ég vona kirkjan sé þægilegur staður, þar sem okkur finnst vel tekið á móti okkur og við náum friði í anda. En málið snýst um svo miklu meira en það. Kirkjan getur nefnilega falið í sér hluti sem okkur finnst óþægilegir eða jafnvel pirrandi. Hvers vegna er það? Af því að það sýnir okkur að kirkjan er ekki bara klúbbur fyrir fólk sem er alveg eins, heldur er opin fyrir fólk sem er enn utan kirkjunnar og ókunnugt okkur. Hvað er það sem Jesús kennir okkur í dæmisögunni um miskunnsama Samverjann? Hann kennir okkur að við skulum fara til þeirra sem eru ókunnug okkur í lífserfiðleikum og að verða náungi hans. Þessa kenningu Jesú á kirkjan ávallt að birta í lífi sínu og starfi. Ég viðurkenni að þessi kenningu Jesú er alls ekki auðvelt að framkvæma. Við finnum til ákveðinna óþæginda, því þolinmæði og þreyta fylgja aðstoð við ókunnuga. Það er miklu léttara og skemmtilegara að loka hurð kirkjunnar og vera þar aðeins með vinum og vinkonum. Í söfnuði sem ég þjóna, er margt flóttafólk. Það sem er alltaf að gerast, er að á meðan einhver manneskja fær leyfi til dvalar á Íslandi, fær önnur synjun samtímis og er vísað úr landi. Samhygð við hina synjaðu ýtir gleðinni yfir þeim sem fá leyfi burt inni mér í slíku tilfelli. Í hreinskilni hugsaði ég nokkrum sinnum: ,,Það væri meira skemmtilegara ef hér er aðeins fólk sem hefði leyfi til að vera hér...." En þá væri þessi söfnuður ekki lengur kirkja, heldur vinaklúbbur. Til að vera kirkja, þarf söfnuðurinn okkar að vera opinn fyrir fólk í erfiðleikum og fyrir nýkomið ókunnugt, jafnt sem fyrir fólk sem getur notið lífs síns án áhyggju. Hið sama má segja t.d um fólk með líkamlega fötlun, fólk í fátækt eða LBGTQ fólk. Það gæti verið margt fólk þarna úti. Við þurfum að gæta þess hvort dyr kirkjunnar séu opnar. Kirkjan er ekki aðeins þægilegt pláss. Í henni eru ekki aðeins vinir og vinkonur, heldur einnig fólk sem hefur margt við að glíma í lífi sínu. Kirkjan verður að innihalda ákveðinn „óþægilegan hluta“ í sér af því að dyr hennar eru opnar fyrir ókunnuga. Þetta atriði verður mikilvægt fyrir framtíð þjóðkirkjunnar næstu áratugi. Af því að þetta varðar einmitt hvernig fólk utan kirkjunnar okkar lítur á hana. Vill fólk koma til kirkjunnar eða snúa baki við henni og ganga burtu? Ég óska þess að kirkjufólk hugsi þetta atriði vel og sérstaklega að þau sem mega kjósa nýjan biskup njóti sinn rétt með rétta ákvörðun. Höfundur er prestur innflytjenda og flóttafólks.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun