„Kröftum mínum betur varið þar, að minnsta kosti að sinni“ Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2024 13:47 Gylfi Þór Þorsteinsson verður ekki næsti forseti lýðveldisins. Vísir/Einar Gylfi Þór Þorsteinsson, teymisstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins, verður ekki í framboði til forseta lýðveldisins í þeim kosningunum sem fram fara 1. júní næstkomandi. Þetta staðfestir Gylfi Þór í samtali við fréttastofu. „Það er búið að þrýsta mikið á mig víða að. Um tvö hundruð manns. Bæði fólk sem ég þekki en aðallega fólk sem ég þekki alls ekki. Það er hins vegar þannig að starf forseta er „full tæm“ starf. Maður hættir ekkert að vera forseti á kvöldi og um helgar. Málið er ég hef svo svakalega gaman af neyðarvörnum þegar slíkt kemur upp og ég held að kröftum mínum sé betur varið þar, að minnsta kosti að sinni,“ segir Gylfi Þór. Gylfi Þór er landsmönnum vel kunnur eftir að hafa séð um rekstur sóttvarnarhúsa Rauða krossins í kórónuveirufaraldrinum og aðgerðarstjóri félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Gylfi hefur auk þess sinnt sjálfboðastörfum í neyðarvörnum fyrir Rauða krossinn um margra ára skeið. Fór undir feldinn Gylfi Þór sagði í samtali við Heimildina á öðrum degi ársins að hann væri líklegast kominn undir feldinn fræga eftir að hafa fengið áskoranir frá fólki um að bjóða sig fram til forseta. Hann hafði þá daginn áður tekið við fálkaorðu úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta fyrir störf í þágu samfélags og mannúðar. Gylfi Þór sagði í viðtalinu 2. janúar að ef þessar beiðnir myndi halda áfram að koma til hans á næstu dögum þá væri það greinilega eitthvað sem hann þyrfti að taka með sér undir feldinn fræga og hugsa málin. „En mér finnst líklegt að þetta sé til komið því ég var að fá fálkaorðuna. Síðan kemur fram einhver sterkur kandídat og þá er mitt korter bara liðið,“ sagði Gylfi Þór. Forsetakosningar 2024 Félagasamtök Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Þetta staðfestir Gylfi Þór í samtali við fréttastofu. „Það er búið að þrýsta mikið á mig víða að. Um tvö hundruð manns. Bæði fólk sem ég þekki en aðallega fólk sem ég þekki alls ekki. Það er hins vegar þannig að starf forseta er „full tæm“ starf. Maður hættir ekkert að vera forseti á kvöldi og um helgar. Málið er ég hef svo svakalega gaman af neyðarvörnum þegar slíkt kemur upp og ég held að kröftum mínum sé betur varið þar, að minnsta kosti að sinni,“ segir Gylfi Þór. Gylfi Þór er landsmönnum vel kunnur eftir að hafa séð um rekstur sóttvarnarhúsa Rauða krossins í kórónuveirufaraldrinum og aðgerðarstjóri félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins vegna komu flóttafólks frá Úkraínu. Gylfi hefur auk þess sinnt sjálfboðastörfum í neyðarvörnum fyrir Rauða krossinn um margra ára skeið. Fór undir feldinn Gylfi Þór sagði í samtali við Heimildina á öðrum degi ársins að hann væri líklegast kominn undir feldinn fræga eftir að hafa fengið áskoranir frá fólki um að bjóða sig fram til forseta. Hann hafði þá daginn áður tekið við fálkaorðu úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar forseta fyrir störf í þágu samfélags og mannúðar. Gylfi Þór sagði í viðtalinu 2. janúar að ef þessar beiðnir myndi halda áfram að koma til hans á næstu dögum þá væri það greinilega eitthvað sem hann þyrfti að taka með sér undir feldinn fræga og hugsa málin. „En mér finnst líklegt að þetta sé til komið því ég var að fá fálkaorðuna. Síðan kemur fram einhver sterkur kandídat og þá er mitt korter bara liðið,“ sagði Gylfi Þór.
Forsetakosningar 2024 Félagasamtök Tengdar fréttir Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29 Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08 Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Alma fer ekki fram Alma L. Möller landlæknir hyggst ekki gefa kost á sér sem næst forseti lýðveldisins. Hún segir að hugleiðingar um framboð hafi ekki farið lengra en að íhuga að íhuga framboð eftir að fjölmargir hafi haft samband og hvatt hana til að bjóða fram krafta sína. 8. apríl 2024 10:29
Guðni hafi „skemmt“ hugmyndir um framboð Páll Pálsson fasteignasali hyggst ekki bjóða sig fram til forseta lýðveldisins í kosningunum fyrsta dag júnímánaðar. Þetta staðfestir Páll í samtali við fréttastofu. 8. apríl 2024 13:08
Forsetavaktin 2024: Hver verður sjöundi forseti lýðveldisins? Forsetakosningar eru handan við hornið, þar sem þjóðin velur sér fyrsta nýja forsetann frá árinu 2016. Hér í vaktinni verður fylgst með öllum helstu vendingum í kapphlaupinu um Bessastaði fram að kosningum. 1. mars 2024 09:00