Fjórðungur kennara sér ekki framtíð í kennslu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2024 13:00 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Stór hluti kennara sér ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem er til umræðu á ráðstefnu Kennarasambandsins í dag. Könnunin var framkvæmd í vetur og eru helstu niðurstöður þær að kennurum líður þokkalega vel í starfi en verkefnin skapi of mikið álag, sérstaklega þegar kemur að hópastærðum og hópasamsetningu á öllum skólastigum. Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambandsins. „Í leikskólanum erum við að horfa til þess að þar erum við kannski með tíu til tólf börn á deildum sem bera ekki nema sex börn, erum í mjög þröngu húsnæði og framfylgjum því ekki reglugerð um leikskólana.“ Þrjátíu nemendur í bekk of mikið Í grunnskólunum hafi samsetning hópana tekið miklum breytingum og kennarar þurft að bregðast við nýjum verkefnum. Í framhaldsskólunum snúi vandinn að fjölda. „Þar erum við að sjá tölur sem við viljum alls ekki sjá í námshópum sem ræðst auðvitað bara af því fjármagni sem framhaldsskólunum er úthlutað til þeirra hópa. Þar erum við að sjá bekki með yfir þrjátíu nemendur á fyrsta þrepi sem við teljum algjörlega ljóst að gangi ekki.“ Þá sér fjórðungur kennara og þriðjungur skólastjórnenda ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. „Og þar erum við nú þegar með mikinn mönnunarvanda þannig það er mjög alvarlegt ef við erum á þeim staðnum að horfa á að sá vandi aukist á næstu árum.“ Vilja samkeppnishæf laun Aðspurður hvað valdi segir hann kjaramálin spila stóra rullu. „Við verðum að fá samkeppnishæf laun og þar erum við enn með samkomulag frá árinu 2016 sem við viljum að verði efnt. Við erum á leið inn í kjarasamninga sem skipta mjög miklu máli fyrir framtíð allra okkar aðildarfélaga. Það er bara lykilatriði að við komumst á þann stað sem við ætluðum að vera löngu komin á varðandi samkeppnishæf laun.“ Auk þess sem taka þurfi samtal um hópastærðir í skólasamfélaginu. „Við viljum að hver einstaklingur í skólakerfinu okkar fái tíma, gæðatíma með sérfræðingi og þar skiptir máli hvernig við búum að þeim hópum sem við erum að vinna með. Það er stóra málið.“ Skóla - og menntamál Kjaramál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
Könnunin var framkvæmd í vetur og eru helstu niðurstöður þær að kennurum líður þokkalega vel í starfi en verkefnin skapi of mikið álag, sérstaklega þegar kemur að hópastærðum og hópasamsetningu á öllum skólastigum. Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambandsins. „Í leikskólanum erum við að horfa til þess að þar erum við kannski með tíu til tólf börn á deildum sem bera ekki nema sex börn, erum í mjög þröngu húsnæði og framfylgjum því ekki reglugerð um leikskólana.“ Þrjátíu nemendur í bekk of mikið Í grunnskólunum hafi samsetning hópana tekið miklum breytingum og kennarar þurft að bregðast við nýjum verkefnum. Í framhaldsskólunum snúi vandinn að fjölda. „Þar erum við að sjá tölur sem við viljum alls ekki sjá í námshópum sem ræðst auðvitað bara af því fjármagni sem framhaldsskólunum er úthlutað til þeirra hópa. Þar erum við að sjá bekki með yfir þrjátíu nemendur á fyrsta þrepi sem við teljum algjörlega ljóst að gangi ekki.“ Þá sér fjórðungur kennara og þriðjungur skólastjórnenda ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. „Og þar erum við nú þegar með mikinn mönnunarvanda þannig það er mjög alvarlegt ef við erum á þeim staðnum að horfa á að sá vandi aukist á næstu árum.“ Vilja samkeppnishæf laun Aðspurður hvað valdi segir hann kjaramálin spila stóra rullu. „Við verðum að fá samkeppnishæf laun og þar erum við enn með samkomulag frá árinu 2016 sem við viljum að verði efnt. Við erum á leið inn í kjarasamninga sem skipta mjög miklu máli fyrir framtíð allra okkar aðildarfélaga. Það er bara lykilatriði að við komumst á þann stað sem við ætluðum að vera löngu komin á varðandi samkeppnishæf laun.“ Auk þess sem taka þurfi samtal um hópastærðir í skólasamfélaginu. „Við viljum að hver einstaklingur í skólakerfinu okkar fái tíma, gæðatíma með sérfræðingi og þar skiptir máli hvernig við búum að þeim hópum sem við erum að vinna með. Það er stóra málið.“
Skóla - og menntamál Kjaramál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira