Fjórðungur kennara sér ekki framtíð í kennslu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. apríl 2024 13:00 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Stór hluti kennara sér ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. Þetta eru niðurstöður nýrrar könnunar sem er til umræðu á ráðstefnu Kennarasambandsins í dag. Könnunin var framkvæmd í vetur og eru helstu niðurstöður þær að kennurum líður þokkalega vel í starfi en verkefnin skapi of mikið álag, sérstaklega þegar kemur að hópastærðum og hópasamsetningu á öllum skólastigum. Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambandsins. „Í leikskólanum erum við að horfa til þess að þar erum við kannski með tíu til tólf börn á deildum sem bera ekki nema sex börn, erum í mjög þröngu húsnæði og framfylgjum því ekki reglugerð um leikskólana.“ Þrjátíu nemendur í bekk of mikið Í grunnskólunum hafi samsetning hópana tekið miklum breytingum og kennarar þurft að bregðast við nýjum verkefnum. Í framhaldsskólunum snúi vandinn að fjölda. „Þar erum við að sjá tölur sem við viljum alls ekki sjá í námshópum sem ræðst auðvitað bara af því fjármagni sem framhaldsskólunum er úthlutað til þeirra hópa. Þar erum við að sjá bekki með yfir þrjátíu nemendur á fyrsta þrepi sem við teljum algjörlega ljóst að gangi ekki.“ Þá sér fjórðungur kennara og þriðjungur skólastjórnenda ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. „Og þar erum við nú þegar með mikinn mönnunarvanda þannig það er mjög alvarlegt ef við erum á þeim staðnum að horfa á að sá vandi aukist á næstu árum.“ Vilja samkeppnishæf laun Aðspurður hvað valdi segir hann kjaramálin spila stóra rullu. „Við verðum að fá samkeppnishæf laun og þar erum við enn með samkomulag frá árinu 2016 sem við viljum að verði efnt. Við erum á leið inn í kjarasamninga sem skipta mjög miklu máli fyrir framtíð allra okkar aðildarfélaga. Það er bara lykilatriði að við komumst á þann stað sem við ætluðum að vera löngu komin á varðandi samkeppnishæf laun.“ Auk þess sem taka þurfi samtal um hópastærðir í skólasamfélaginu. „Við viljum að hver einstaklingur í skólakerfinu okkar fái tíma, gæðatíma með sérfræðingi og þar skiptir máli hvernig við búum að þeim hópum sem við erum að vinna með. Það er stóra málið.“ Skóla - og menntamál Kjaramál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira
Könnunin var framkvæmd í vetur og eru helstu niðurstöður þær að kennurum líður þokkalega vel í starfi en verkefnin skapi of mikið álag, sérstaklega þegar kemur að hópastærðum og hópasamsetningu á öllum skólastigum. Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambandsins. „Í leikskólanum erum við að horfa til þess að þar erum við kannski með tíu til tólf börn á deildum sem bera ekki nema sex börn, erum í mjög þröngu húsnæði og framfylgjum því ekki reglugerð um leikskólana.“ Þrjátíu nemendur í bekk of mikið Í grunnskólunum hafi samsetning hópana tekið miklum breytingum og kennarar þurft að bregðast við nýjum verkefnum. Í framhaldsskólunum snúi vandinn að fjölda. „Þar erum við að sjá tölur sem við viljum alls ekki sjá í námshópum sem ræðst auðvitað bara af því fjármagni sem framhaldsskólunum er úthlutað til þeirra hópa. Þar erum við að sjá bekki með yfir þrjátíu nemendur á fyrsta þrepi sem við teljum algjörlega ljóst að gangi ekki.“ Þá sér fjórðungur kennara og þriðjungur skólastjórnenda ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár. „Og þar erum við nú þegar með mikinn mönnunarvanda þannig það er mjög alvarlegt ef við erum á þeim staðnum að horfa á að sá vandi aukist á næstu árum.“ Vilja samkeppnishæf laun Aðspurður hvað valdi segir hann kjaramálin spila stóra rullu. „Við verðum að fá samkeppnishæf laun og þar erum við enn með samkomulag frá árinu 2016 sem við viljum að verði efnt. Við erum á leið inn í kjarasamninga sem skipta mjög miklu máli fyrir framtíð allra okkar aðildarfélaga. Það er bara lykilatriði að við komumst á þann stað sem við ætluðum að vera löngu komin á varðandi samkeppnishæf laun.“ Auk þess sem taka þurfi samtal um hópastærðir í skólasamfélaginu. „Við viljum að hver einstaklingur í skólakerfinu okkar fái tíma, gæðatíma með sérfræðingi og þar skiptir máli hvernig við búum að þeim hópum sem við erum að vinna með. Það er stóra málið.“
Skóla - og menntamál Kjaramál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Sjá meira