Samkeppni í sjóflutningum – hvað gerist næst? Ólafur Stephensen skrifar 9. apríl 2024 12:31 Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa síðastliðið haust og háar sektir, sem lagðar hafa verið á Samskip og Eimskip fyrir ólögmætt samráð, vöktu mikla athygli. Sama má segja um úttekt, sem Analytica vann fyrir Félag atvinnurekenda, VR og Neytendasamtökin um samfélagslegt tjón af samráðinu. Niðurstaðan var að það væri samtals 62 milljarðar króna á verðlagi síðasta árs. Aðgerðir stjórnvalda skipta máli Tilmæli Samkeppniseftirlitsins um næstu skref í málinu hafa ekki fengið eins mikla athygli, en skipta þó fullt eins miklu máli hvað það varðar að efla samkeppni í flutningum og sjá til þess að virkt samkeppnisumhverfi skili íslenzku atvinnulífi og neytendum þeim ávinningi, sem frjáls samkeppni gerir alla jafna. Samráðið og sektirnar eru mál sem er í fortíðinni og við lærum vonandi af, en aðgerðir stjórnvalda og fyrirtækja til að koma á heilbrigðri samkeppni skipta öllu fyrir framtíðina. Eitt algengasta umkvörtunarefni félagsmanna í Félagi atvinnurekenda er hár flutningskostnaður, ógegnsæ verðskrá stóru skipafélaganna, þar sem nýjum gjöldum er iðulega skellt á án fullnægjandi rökstuðnings, og ónóg samkeppni í flutningum til og frá landinu. Fyrir samfélagið allt er virk samkeppni á þessu sviði gríðarlegt hagsmunamál. Fá fyrirtæki í landinu eru óháð flutningskostnaði og sá kostnaður vegur þyngra í vöruverði hér á landi en víða annars staðar. FA fylgir eftir áliti Samkeppniseftirlitsins FA hefur þess vegna lagt áherzlu á að fylgja eftir tilmælum Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda frá því í byrjun september sl. Áliti SE var beint til innviðaráðherra, Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna. Hvað Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir varðar, snúa tilmælin einkum að því að tryggt verði að nýir og minni aðilar geti fengið aðstöðu og viðeigandi þjónustu í Sundahöfn og eftir atvikum öðrum höfnum, sem geri þeim kleift að keppa án mismununar við stærri aðila í sjóflutningum. Tilmælin til innviðaráðherra snúa að því sama, auk þess að ráðherra hugi að aðgerðum sem hann hefur á valdi sínu til þess að efla samkeppni í landflutningum og skapa aukið aðhald gagnvart nýrri eða sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum. FA sendi Reykjavíkurborg, Faxaflóahöfnum og Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra erindi um miðjan október og óskaði svara um til hvaða ráðstafana þessir aðilar hefðu gripið í framhaldi af áliti SE og hvort einhver vinna hefði verið sett í gang. Þá var spurt hver stefna þessara aðila væri varðandi skipulag og rekstur Sundahafnar með tilliti til samkeppnismála og aðgangs keppinauta stóru skipafélaganna að hafnaraðstöðu og skipaafgreiðslu. Ráðherra var jafnframt spurður út í stefnu sína varðandi aðgerðir til að efla samkeppni í landflutningum og til að auka aðhald gagnvart nýrri eða sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum. Allir viðtakendur erindisins voru beðnir um að gera grein fyrir tímaramma þeirra aðgerða, sem þeir hyggjast ráðast í. Jákvæð viðbrögð frá borgar- og hafnaryfirvöldum...FA og fleiri samtök, sem hafa látið sig málið varða, hafa fengið jákvæð viðbrögð frá bæði Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum. Snemma í janúar voru fulltrúar FA, VR og Neytendasamtakanna boðaðir á fund með borgarstjóranum í Reykjavík, hafnarstjóra og stjórnarformanni Faxaflóahafna og þar kom fram skýr vilji til að breyta rekstrarmódeli Faxaflóahafna þannig að Eimskip og Samskip reki ekki skipaafgreiðsluna, heldur verði það hafnirnar sjálfar eða óháður þriðji aðili. Fram kom á þeim fundi að slík breyting væri bæði flókin og tæki langan tíma en markmiðið væri skýrt; að tryggja opna samkeppni.Sömu samtök voru boðuð á fund borgarráðs Reykjavíkur í síðustu viku og óhætt er að segja að þar hafi verið ítrekaður vilji borgar- og hafnaryfirvalda til að gera breytingar, sem muni efla samkeppni í Sundahöfn.... og innviðaráðuneytið vinnur í málinuÍ framhaldi af fundinum með borgarráði var erindið til innviðaráðherra ítrekað og svör bárust um hæl, um að ráðuneytið hefði fundað með Samkeppniseftirlitinu um tilmælin til ráðherra. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið taki alvarlega þau sjónarmið sem komi fram í áliti SE og leiti nú leiða til að koma til móts við þau. Ráðuneytið telji ekki tímabært að upplýsa um endanleg viðbrögð við áliti Samkeppniseftirlitsins en sú vinna sé yfirstandandi og lagt upp með að klára greiningu og stefnumótun vegna málsins fljótlega.Taka skipafélögin þátt í breytingum eða þvælast fyrir?Segja má að hinar svimandi háu tölur í úttekt Analytica, sem nefnd var hér í upphafi, varpi ljósi á það hversu gríðarlegan hag samfélagið allt, bæði fyrirtæki og neytendur, hefur af því að hér sé virk samkeppni á flutningamarkaði. Viðbrögð stjórnvalda við tilmælum Samkeppniseftirlitsins skipta því miklu máli.Stóru skipafélögin, Eimskip og Samskip, ættu að taka þátt í þeim breytingum sem Samkeppniseftirlitið leggur til, vinna með stjórnvöldum og gera sitt til að hraða breytingunum en ekki að þvælast fyrir þeim. Það er raunar eina leið þessara fyrirtækja til að endurheimta orðspor sitt og viðskiptavild.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Samskipa síðastliðið haust og háar sektir, sem lagðar hafa verið á Samskip og Eimskip fyrir ólögmætt samráð, vöktu mikla athygli. Sama má segja um úttekt, sem Analytica vann fyrir Félag atvinnurekenda, VR og Neytendasamtökin um samfélagslegt tjón af samráðinu. Niðurstaðan var að það væri samtals 62 milljarðar króna á verðlagi síðasta árs. Aðgerðir stjórnvalda skipta máli Tilmæli Samkeppniseftirlitsins um næstu skref í málinu hafa ekki fengið eins mikla athygli, en skipta þó fullt eins miklu máli hvað það varðar að efla samkeppni í flutningum og sjá til þess að virkt samkeppnisumhverfi skili íslenzku atvinnulífi og neytendum þeim ávinningi, sem frjáls samkeppni gerir alla jafna. Samráðið og sektirnar eru mál sem er í fortíðinni og við lærum vonandi af, en aðgerðir stjórnvalda og fyrirtækja til að koma á heilbrigðri samkeppni skipta öllu fyrir framtíðina. Eitt algengasta umkvörtunarefni félagsmanna í Félagi atvinnurekenda er hár flutningskostnaður, ógegnsæ verðskrá stóru skipafélaganna, þar sem nýjum gjöldum er iðulega skellt á án fullnægjandi rökstuðnings, og ónóg samkeppni í flutningum til og frá landinu. Fyrir samfélagið allt er virk samkeppni á þessu sviði gríðarlegt hagsmunamál. Fá fyrirtæki í landinu eru óháð flutningskostnaði og sá kostnaður vegur þyngra í vöruverði hér á landi en víða annars staðar. FA fylgir eftir áliti Samkeppniseftirlitsins FA hefur þess vegna lagt áherzlu á að fylgja eftir tilmælum Samkeppniseftirlitsins til stjórnvalda frá því í byrjun september sl. Áliti SE var beint til innviðaráðherra, Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna. Hvað Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir varðar, snúa tilmælin einkum að því að tryggt verði að nýir og minni aðilar geti fengið aðstöðu og viðeigandi þjónustu í Sundahöfn og eftir atvikum öðrum höfnum, sem geri þeim kleift að keppa án mismununar við stærri aðila í sjóflutningum. Tilmælin til innviðaráðherra snúa að því sama, auk þess að ráðherra hugi að aðgerðum sem hann hefur á valdi sínu til þess að efla samkeppni í landflutningum og skapa aukið aðhald gagnvart nýrri eða sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum. FA sendi Reykjavíkurborg, Faxaflóahöfnum og Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra erindi um miðjan október og óskaði svara um til hvaða ráðstafana þessir aðilar hefðu gripið í framhaldi af áliti SE og hvort einhver vinna hefði verið sett í gang. Þá var spurt hver stefna þessara aðila væri varðandi skipulag og rekstur Sundahafnar með tilliti til samkeppnismála og aðgangs keppinauta stóru skipafélaganna að hafnaraðstöðu og skipaafgreiðslu. Ráðherra var jafnframt spurður út í stefnu sína varðandi aðgerðir til að efla samkeppni í landflutningum og til að auka aðhald gagnvart nýrri eða sértækri gjaldtöku á flutningamörkuðum. Allir viðtakendur erindisins voru beðnir um að gera grein fyrir tímaramma þeirra aðgerða, sem þeir hyggjast ráðast í. Jákvæð viðbrögð frá borgar- og hafnaryfirvöldum...FA og fleiri samtök, sem hafa látið sig málið varða, hafa fengið jákvæð viðbrögð frá bæði Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum. Snemma í janúar voru fulltrúar FA, VR og Neytendasamtakanna boðaðir á fund með borgarstjóranum í Reykjavík, hafnarstjóra og stjórnarformanni Faxaflóahafna og þar kom fram skýr vilji til að breyta rekstrarmódeli Faxaflóahafna þannig að Eimskip og Samskip reki ekki skipaafgreiðsluna, heldur verði það hafnirnar sjálfar eða óháður þriðji aðili. Fram kom á þeim fundi að slík breyting væri bæði flókin og tæki langan tíma en markmiðið væri skýrt; að tryggja opna samkeppni.Sömu samtök voru boðuð á fund borgarráðs Reykjavíkur í síðustu viku og óhætt er að segja að þar hafi verið ítrekaður vilji borgar- og hafnaryfirvalda til að gera breytingar, sem muni efla samkeppni í Sundahöfn.... og innviðaráðuneytið vinnur í málinuÍ framhaldi af fundinum með borgarráði var erindið til innviðaráðherra ítrekað og svör bárust um hæl, um að ráðuneytið hefði fundað með Samkeppniseftirlitinu um tilmælin til ráðherra. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytið taki alvarlega þau sjónarmið sem komi fram í áliti SE og leiti nú leiða til að koma til móts við þau. Ráðuneytið telji ekki tímabært að upplýsa um endanleg viðbrögð við áliti Samkeppniseftirlitsins en sú vinna sé yfirstandandi og lagt upp með að klára greiningu og stefnumótun vegna málsins fljótlega.Taka skipafélögin þátt í breytingum eða þvælast fyrir?Segja má að hinar svimandi háu tölur í úttekt Analytica, sem nefnd var hér í upphafi, varpi ljósi á það hversu gríðarlegan hag samfélagið allt, bæði fyrirtæki og neytendur, hefur af því að hér sé virk samkeppni á flutningamarkaði. Viðbrögð stjórnvalda við tilmælum Samkeppniseftirlitsins skipta því miklu máli.Stóru skipafélögin, Eimskip og Samskip, ættu að taka þátt í þeim breytingum sem Samkeppniseftirlitið leggur til, vinna með stjórnvöldum og gera sitt til að hraða breytingunum en ekki að þvælast fyrir þeim. Það er raunar eina leið þessara fyrirtækja til að endurheimta orðspor sitt og viðskiptavild.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun