Rottan dreifi sér og sæki í gullnámuna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2024 20:40 Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir, stendur í ströngu þessa dagana. vísir/einar árnason Eitt óvinsælasta dýr landsins, rottan, hefur dreift sér töluvert á höfuðborgarsvæðinu og sést á fleiri stöðum en áður. Þetta segir meindýraeyðir sem telur lífrænu sorptunnurnar meðal sökudólga. Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa undanfarna daga kvartað undan miklum rottugangi. Ein sem búið hefur á svæðinu í fleiri en 35 ár segist aldrei hafa orðið vör við annað eins, þær ráfi um götur borgarinnar um hábjartan dag. Annar íbúi segist hafa talið sex rottur á vappinu á einungis klukkutíma. Rottan hefur verið til umræðu í íbúahópi miðborgarinnar á Fabebook.grafík/sara Meindýraeyðir með áratuga reynslu í bransanum deilir sömu tilfinnigu með íbúum, rottan sé víða á stjá. „Ekki bara á þessu svæði. Mér finnst þetta búið að dreifa svolítið úr sér. Það er orðið algengar á fleiri svæðum en bara hér við Hlemm eða Lækjargötu, þannig þetta er komið víða,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands. Rottur lifi og hrærist í lögnum borgarinnar, þær finnist á öllu höfuðborgarsvæðinu nema í Garðabæ þar sem lagnakerfið er sterkara. Lítið er um þetta óvinsæla dýr austan Elliðaáa þó fjölgun sé á því svæði. Þó Rottan hreiðri um sig í lagnakerfinu þarf hún að fara upp á götur til að fjölga sér og finna æti - og þá er lífræna sorptunnan gullnáma. „Því hún er ekki tæmd nógu reglulega sem þýðir að það kemur meiri lykt og miklu meiri lykt því þetta liggur allt saman í einni tunnu. Þú finnur alveg lyktina, ýldulykt í kringum hús því það er ekki fjarlægt nógu oft.“ Rottan er víða óvelkomin.meindýraeyðir íslands „Fjör í tunnunni“ En það er ekki bara rottan. Ávaxtaflugan eða Ediksgerlan hefur fjölgað sér töluvert eftir að lífræna tunnan var tekin í gagnið og hún fjölgar sér á einungis fimm dögum. „Það er verið að tæma þessar tunnur á tíu til fjórtán daga fresti og þá er bara orðið fjör í tunnunni.“ Og um rottuna og ávaxtafluguna gildir máltækið: Eins manns dauði er annars brauð. „Sumarið, það verður nóg að gera hjá mér. Ég er mjög ánægður með þessa flugu. Ég er mjög ánægður með borgaryfirvöld að draga lappirnar með þetta. Það er atvinnuskapandi fyrir mig.“ Skordýr Dýr Reykjavík Garðabær Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Íbúar í miðborg Reykjavíkur hafa undanfarna daga kvartað undan miklum rottugangi. Ein sem búið hefur á svæðinu í fleiri en 35 ár segist aldrei hafa orðið vör við annað eins, þær ráfi um götur borgarinnar um hábjartan dag. Annar íbúi segist hafa talið sex rottur á vappinu á einungis klukkutíma. Rottan hefur verið til umræðu í íbúahópi miðborgarinnar á Fabebook.grafík/sara Meindýraeyðir með áratuga reynslu í bransanum deilir sömu tilfinnigu með íbúum, rottan sé víða á stjá. „Ekki bara á þessu svæði. Mér finnst þetta búið að dreifa svolítið úr sér. Það er orðið algengar á fleiri svæðum en bara hér við Hlemm eða Lækjargötu, þannig þetta er komið víða,“ segir Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir hjá Meindýraeyði Íslands. Rottur lifi og hrærist í lögnum borgarinnar, þær finnist á öllu höfuðborgarsvæðinu nema í Garðabæ þar sem lagnakerfið er sterkara. Lítið er um þetta óvinsæla dýr austan Elliðaáa þó fjölgun sé á því svæði. Þó Rottan hreiðri um sig í lagnakerfinu þarf hún að fara upp á götur til að fjölga sér og finna æti - og þá er lífræna sorptunnan gullnáma. „Því hún er ekki tæmd nógu reglulega sem þýðir að það kemur meiri lykt og miklu meiri lykt því þetta liggur allt saman í einni tunnu. Þú finnur alveg lyktina, ýldulykt í kringum hús því það er ekki fjarlægt nógu oft.“ Rottan er víða óvelkomin.meindýraeyðir íslands „Fjör í tunnunni“ En það er ekki bara rottan. Ávaxtaflugan eða Ediksgerlan hefur fjölgað sér töluvert eftir að lífræna tunnan var tekin í gagnið og hún fjölgar sér á einungis fimm dögum. „Það er verið að tæma þessar tunnur á tíu til fjórtán daga fresti og þá er bara orðið fjör í tunnunni.“ Og um rottuna og ávaxtafluguna gildir máltækið: Eins manns dauði er annars brauð. „Sumarið, það verður nóg að gera hjá mér. Ég er mjög ánægður með þessa flugu. Ég er mjög ánægður með borgaryfirvöld að draga lappirnar með þetta. Það er atvinnuskapandi fyrir mig.“
Skordýr Dýr Reykjavík Garðabær Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði