Prjónar fjögur til sex pör af ullarsokkum á dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2024 20:06 Þegar Gylfi er í miklu prjónastuði getur hann hæglega prjónað fjögur til sex pör af ullarsokkum á dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson Gylfi Björgvinsson, sem býr í Grafarvogi situr ekki auðum höndum því hann gerir mikið af því að prjóna og ekki síst ullarsokka en þegar mest er þá prjónar hann fjögur til sex pör á dag. Það var gaman að koma á heimili Gylfa í Grafarvogi og sjá hann prjóna í stofusófasettinu og hvað þá að sjá allan sokkana, sem hann hefur verið að prjóna á síðustu vikum, sokka af öllum gerðum og stærðum úr íslenskri ull. Gylfi, sem verður 68 ára í haust lærði snemma að prjóna. „Mér skilst að ég hafi byrjað að prjóna svona átta til níu ára gamall og þá var það bara lopapeysa, sem móðir mín lét mig prjóna, sem prófverkefni eiginlega og ég hef eiginlega bara prjónað í gegnum lífið,” segir Gylfi og bætir við. „Stundum prjóna ég bara sokka kannski í mánuð, stundum prjóna ég bara vettlinga, stundum prjóna ég bara húfur og stundum prjóna ég bara lopapeysur. Mér finnst það ákveðin heilun að prjóna.” Gylfi er ótrúlega snöggur að prjóna og hann gerir það mjög vel. Sokkarnir hans eru sérstaklega vinsælir en hann gefur mest af þeim til fjölskyldunnar og vina og vandamanna og einhverja selur hann. „Suma daga næ ég alveg, ef ég er ekkert annað gera, að prjóna fjögur til sex pör af sokkum, þannig að ég er mjög fljótur að þessu,” segir Gylfi. Ullarsokkarnir eru ótrúlega fallegir hjá Gylfa og í öllum litum og stærðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir fólk þegar það fréttir að þú sért að prjóna, er ekki fólk hissa eða? „Jú, ég prjónaði á öll börnin mín þegar þau voru lítil í skóla og vinum þeirra fannst það voðalega skrýtið að pabbi þeirra prjóni sokka og vettlinga á þau,” segir Gylfi hlæjandi. Gylfi hrósar íslenska ullinni í hástert enda segir hann frábært að prjóna úr henni og hún sé svo hlý og góð. En hvað er prjónaskapurinn að gefa honum? „Hann gefur mér fyrst og fremst ánægju og svona fyllingu í tímann og svo er voðalega gaman að sjá einhverja, sem klæðast peysunum mínum. En ég hvet karlmenn til að prjóna og bara alla og ég hvet líka fólk til að kenna börnunum sínum að prjóna,” segir Gylfi prjónakarl í Grafarvogi. Gylfi, segir prjónaskapinn mikla og góða heilun og hvetur sem flesta til að prjóna, karla, konur, börn og unglinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Prjónaskapur Reykjavík Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Það var gaman að koma á heimili Gylfa í Grafarvogi og sjá hann prjóna í stofusófasettinu og hvað þá að sjá allan sokkana, sem hann hefur verið að prjóna á síðustu vikum, sokka af öllum gerðum og stærðum úr íslenskri ull. Gylfi, sem verður 68 ára í haust lærði snemma að prjóna. „Mér skilst að ég hafi byrjað að prjóna svona átta til níu ára gamall og þá var það bara lopapeysa, sem móðir mín lét mig prjóna, sem prófverkefni eiginlega og ég hef eiginlega bara prjónað í gegnum lífið,” segir Gylfi og bætir við. „Stundum prjóna ég bara sokka kannski í mánuð, stundum prjóna ég bara vettlinga, stundum prjóna ég bara húfur og stundum prjóna ég bara lopapeysur. Mér finnst það ákveðin heilun að prjóna.” Gylfi er ótrúlega snöggur að prjóna og hann gerir það mjög vel. Sokkarnir hans eru sérstaklega vinsælir en hann gefur mest af þeim til fjölskyldunnar og vina og vandamanna og einhverja selur hann. „Suma daga næ ég alveg, ef ég er ekkert annað gera, að prjóna fjögur til sex pör af sokkum, þannig að ég er mjög fljótur að þessu,” segir Gylfi. Ullarsokkarnir eru ótrúlega fallegir hjá Gylfa og í öllum litum og stærðum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað segir fólk þegar það fréttir að þú sért að prjóna, er ekki fólk hissa eða? „Jú, ég prjónaði á öll börnin mín þegar þau voru lítil í skóla og vinum þeirra fannst það voðalega skrýtið að pabbi þeirra prjóni sokka og vettlinga á þau,” segir Gylfi hlæjandi. Gylfi hrósar íslenska ullinni í hástert enda segir hann frábært að prjóna úr henni og hún sé svo hlý og góð. En hvað er prjónaskapurinn að gefa honum? „Hann gefur mér fyrst og fremst ánægju og svona fyllingu í tímann og svo er voðalega gaman að sjá einhverja, sem klæðast peysunum mínum. En ég hvet karlmenn til að prjóna og bara alla og ég hvet líka fólk til að kenna börnunum sínum að prjóna,” segir Gylfi prjónakarl í Grafarvogi. Gylfi, segir prjónaskapinn mikla og góða heilun og hvetur sem flesta til að prjóna, karla, konur, börn og unglinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Prjónaskapur Reykjavík Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira