Elínborg leiði friðaboðskap kirkjunnar Ragnheiður Gunnarsdóttir skrifar 11. apríl 2024 09:01 Að skapa kirkjunni breiðan farveg friðar á Íslandi verður verkefni nýs biskups. Og það er ekkert áhlaupaverk því þar er bæði um að ræða frið og sátt um kirkjunnar störf og mikilvægi meðal okkar Íslendinga sem og sá boðskapur að boða og styðja frið í stríðshrjáðum heimi. Maðurinn háir linnulaus stríð við veröldina alla, við aðra menn og náttúruna. Á Íslandi er sótt að kirkjunni, hún sökuð um að vera gamaldags, úrelt og eiga ekki erindi við nútímann. Og vissulega er boðskapur hennar gamall enda rúmlega tvö þúsund ára. En það er enginn boðskapur betri. En það er hins vegar hvernig sá boðskapur er settur fram á hverjum tíma og honum fylgt eftir sem er verkefni hverrar kynslóðar, með þeim aðferðum sem hún hefur yfir að búa og þeim áherslum sem hún telur mikilvægastar og ég tel engan vafa á að því verkefni væri best komið hjá Elínborgu Sturludóttur. Fædd og uppalin á landsbyggðinni, hafandi þjónað sjávarbyggð, sveit og höfuðborginni sem prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík og búið erlendis. Með víðtæka menntun í guðfræði og sálgæslu til að veita prestum og öðru starfsfólki kristinnar kirkju á Íslandi stuðning í störfum sínum. Í þjónustu sinni sem prestur hefur áhersla hennar á boðskap um frið verið aðalsmerki, allan hennar starfsferili. Hún hefur haft að leiðarljósi hljóða göngu pílagrímanna, ekki bara á hinum fræga Jakobsvegi heldur milli kirkna, úr Borgafirði , í Skálholt og svo nú síðast frá Dómkirkjunni í Reykjavík um höfuðborgina okkar allra. Á göngu gefst færi á að íhuga, koma friði og ró á hugann og þakka fyrir það sem er en einnig búa sig undir að takast á við það sem bíður. Og við erum alltaf öll að kalla eftir friði, innri friði og friði í veröldinni svo foreldrar megi horfa í augu barnanna sinna og sjá þar framtíðina. Ég hvet alla sem hafa atkvæðisrétt í komandi biskupskjöri að nýta sitt atkvæði og greiða það Elínborgu Sturludóttur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Þjóðkirkjan Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Að skapa kirkjunni breiðan farveg friðar á Íslandi verður verkefni nýs biskups. Og það er ekkert áhlaupaverk því þar er bæði um að ræða frið og sátt um kirkjunnar störf og mikilvægi meðal okkar Íslendinga sem og sá boðskapur að boða og styðja frið í stríðshrjáðum heimi. Maðurinn háir linnulaus stríð við veröldina alla, við aðra menn og náttúruna. Á Íslandi er sótt að kirkjunni, hún sökuð um að vera gamaldags, úrelt og eiga ekki erindi við nútímann. Og vissulega er boðskapur hennar gamall enda rúmlega tvö þúsund ára. En það er enginn boðskapur betri. En það er hins vegar hvernig sá boðskapur er settur fram á hverjum tíma og honum fylgt eftir sem er verkefni hverrar kynslóðar, með þeim aðferðum sem hún hefur yfir að búa og þeim áherslum sem hún telur mikilvægastar og ég tel engan vafa á að því verkefni væri best komið hjá Elínborgu Sturludóttur. Fædd og uppalin á landsbyggðinni, hafandi þjónað sjávarbyggð, sveit og höfuðborginni sem prestur í Dómkirkjunni í Reykjavík og búið erlendis. Með víðtæka menntun í guðfræði og sálgæslu til að veita prestum og öðru starfsfólki kristinnar kirkju á Íslandi stuðning í störfum sínum. Í þjónustu sinni sem prestur hefur áhersla hennar á boðskap um frið verið aðalsmerki, allan hennar starfsferili. Hún hefur haft að leiðarljósi hljóða göngu pílagrímanna, ekki bara á hinum fræga Jakobsvegi heldur milli kirkna, úr Borgafirði , í Skálholt og svo nú síðast frá Dómkirkjunni í Reykjavík um höfuðborgina okkar allra. Á göngu gefst færi á að íhuga, koma friði og ró á hugann og þakka fyrir það sem er en einnig búa sig undir að takast á við það sem bíður. Og við erum alltaf öll að kalla eftir friði, innri friði og friði í veröldinni svo foreldrar megi horfa í augu barnanna sinna og sjá þar framtíðina. Ég hvet alla sem hafa atkvæðisrétt í komandi biskupskjöri að nýta sitt atkvæði og greiða það Elínborgu Sturludóttur. Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun