„Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2024 11:01 Remy Martin er illviðráðanlegur þegar hann kemst á flug og það verður krefjandi verkefni fyrir Álftanesliðið að stoppa hann. Vísir/Hulda Margrét Keflvíkingar unnu sinn fyrsta titil í tólf ár þegar þeir urðu bikarmeistarar á dögunum og í kvöld hefst vegferð þeirra að reyna að enda líka sextán ára bið eftir Íslandsmeistaratitlinum. Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Keflavíkur og nýliða frá Álftanesi en Álftanesliðið er í úrslitakeppni í fyrsta skiptið. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Hafa verið mjög góðir að undanförnu „Keflvíkingarnir hafa verið mjög góðir að undanförnu og unnu báða leikina á móti Álftanesi á þessu tímabili. Þeir unnu í Forsetahöllinni án Remy Martin í framlengdum leik. Þeir unnu fyrri leikinn síðan sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er mjög mikilvægt á móti Keflavík að þú mátt helst ekki missa boltann í lifandi leik því þá færðu þá beint í andlitið,“ sagði Teitur. „Þetta er kannski bara styrkleikurinn hjá Keflavík og svo eru þeir með þennan mann (Remy Martin) sem getur búið til mikið úr engu. Hann breytir leikjum,“ sagði Teitur. „Álftanes er líka ekki hraðasta liðið í deildinni. Að eiga við þennan hraða, Helgi, getur verið mjög erfitt fyrir Kjartan Atla (Kjartansson) og hans menn,“ sagði Stefán. Mun snúast um tempó „Þetta einvígi mun snúast um tempó. Hver nær að stýra því, stjórna tempóinu, eða hver nær að hægja á leiknum. Pétur vill hlaupa, hlaupa, hlaupa,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Keflavíkur og Álftaness „Það mun mikið mæða á Herði að stýra tempóinu. Ég ímynda mér að hann byrji í því hlutverki að hamast í Remy. Burt séð frá því hvað Hörður gerir sóknarlega þá snýst þetta aðallega um það hjá honum að hægja á leiknum, róa þetta niður og fá þetta á hálfan völl. Finna (Norbertas) Giga, (Douglas) Wilson og Hauk (Helga Pálsson) í góðum stöðum og reyna að gera þetta bara eins erfitt fyrir Keflavík og hægt er,“ sagði Helgi. „Álftanes vill fara í fimm á fimm leik af því að þar er styrkleiki Álftaness. Þeir eru gott varnarlið fimm á móti fimm. Þeir eru mjög sterkir þar og þeir eru með stóra menn og góða varnarmenn undir körfunni,“ sagði Teitur. Ókeypis körfur „Síðan þurfa þeir bara að vera skynsamir, klára sínar sóknir vel með skotum og verjast vel þegar boltinn er að skipta um hendur. Vera alltaf í góðu jafnvægi þannig að þeir fái ekki mikið af sniðskotum á móti sér. Þar sem Keflavík skorar það sem ég kalla ókeypis körfur. Þar sem þú færð ekki einu sinni tækifæri til að spila vörn,“ sagði Teitur. „Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum. Besta aðferðin til að hægja á þeim er að skora í körfuna þeirra og þeir þurfa að taka boltann inn,“ sagði Teitur. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Keflavíkur og Álftaness og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Úrslitakeppni karlakörfuboltans hófst í gærkvöldi og heldur áfram í kvöld. Í kvöld hefst meðal annars einvígi Keflavíkur og nýliða frá Álftanesi en Álftanesliðið er í úrslitakeppni í fyrsta skiptið. Subway Körfuboltakvöld fór vel yfir öll einvígin í átta liða úrslitum úrslitakeppni Subway deildar karla en sérfræðingarnir voru Teitur Örlygsson og Helgi Már Magnússon, báðir margfaldir Íslandsmeistarar í úrslitakeppni. Hafa verið mjög góðir að undanförnu „Keflvíkingarnir hafa verið mjög góðir að undanförnu og unnu báða leikina á móti Álftanesi á þessu tímabili. Þeir unnu í Forsetahöllinni án Remy Martin í framlengdum leik. Þeir unnu fyrri leikinn síðan sannfærandi,“ sagði Stefán Árni Pálsson. „Það er mjög mikilvægt á móti Keflavík að þú mátt helst ekki missa boltann í lifandi leik því þá færðu þá beint í andlitið,“ sagði Teitur. „Þetta er kannski bara styrkleikurinn hjá Keflavík og svo eru þeir með þennan mann (Remy Martin) sem getur búið til mikið úr engu. Hann breytir leikjum,“ sagði Teitur. „Álftanes er líka ekki hraðasta liðið í deildinni. Að eiga við þennan hraða, Helgi, getur verið mjög erfitt fyrir Kjartan Atla (Kjartansson) og hans menn,“ sagði Stefán. Mun snúast um tempó „Þetta einvígi mun snúast um tempó. Hver nær að stýra því, stjórna tempóinu, eða hver nær að hægja á leiknum. Pétur vill hlaupa, hlaupa, hlaupa,“ sagði Helgi. Klippa: Upphitun fyrir einvígi Keflavíkur og Álftaness „Það mun mikið mæða á Herði að stýra tempóinu. Ég ímynda mér að hann byrji í því hlutverki að hamast í Remy. Burt séð frá því hvað Hörður gerir sóknarlega þá snýst þetta aðallega um það hjá honum að hægja á leiknum, róa þetta niður og fá þetta á hálfan völl. Finna (Norbertas) Giga, (Douglas) Wilson og Hauk (Helga Pálsson) í góðum stöðum og reyna að gera þetta bara eins erfitt fyrir Keflavík og hægt er,“ sagði Helgi. „Álftanes vill fara í fimm á fimm leik af því að þar er styrkleiki Álftaness. Þeir eru gott varnarlið fimm á móti fimm. Þeir eru mjög sterkir þar og þeir eru með stóra menn og góða varnarmenn undir körfunni,“ sagði Teitur. Ókeypis körfur „Síðan þurfa þeir bara að vera skynsamir, klára sínar sóknir vel með skotum og verjast vel þegar boltinn er að skipta um hendur. Vera alltaf í góðu jafnvægi þannig að þeir fái ekki mikið af sniðskotum á móti sér. Þar sem Keflavík skorar það sem ég kalla ókeypis körfur. Þar sem þú færð ekki einu sinni tækifæri til að spila vörn,“ sagði Teitur. „Þetta þarf Kjartan að taka af Keflvíkingum. Besta aðferðin til að hægja á þeim er að skora í körfuna þeirra og þeir þurfa að taka boltann inn,“ sagði Teitur. Leikur Keflavíkur og Álftaness hefst klukkan 19.00 í kvöld og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Leikur Grindavíkur og Tindastóls hefst klukkan 19.30 og hann er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um einvígi Keflavíkur og Álftaness og þar má líka sjá þá sérfræðinga spá fyrir hvernig einvígið fari. Fyrir neðan má síðan nálgast alla upphitunina í Subway Körfuboltakvöldi en hún er aðgengileg í Besta sætis hlaðvarpinu. Má hlusta bæði á Vísi sem og á öllum hlaðvarpsveitum. Klippa: Körfuboltakvöld hitar upp fyrir úrslitakeppnina
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF UMF Álftanes Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti