Bjarkey í bobba vegna umdeildra laga Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2024 10:52 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir mætti glaðhlakkanleg á Bessastaði á þriðjudagsskvöld, var skipuð nýr matvælaráðherra og fékk lyklavöld í gær. Hennar bíða ærin verkefni í ráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, Breki Karlsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna og Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda rituðu harðorða grein þar sem þeir fordæma fortakslaust lög sem þeir vilja kalla ólög. Þeir höfðu áður sent erindi til matvælaráðherra, sem þá var Katrín Jakobsdóttir, þar sem þeir kröfðust þess að hún betti sér fyrir því að umdeild lög sem veitir kjötafurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum yrðu tekin til gagngerrar skoðunar. Þau væru skaðleg neytendum, launþegum og verslun í landinu. Svar barst og það er meðal efnis greinar þremenninganna sem sjá má að neðan. Óhætt er að segja að ráðherra hakki í sig hin nýju lög. Þar kemur meðal annars fram fram að sérfræðingar ráðuneytisins hafi ekki verið hafðir með í ráðum, ráðuneytið taki undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins að lögin standist ekki EES-samninginn, fyrirspurn frá ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) sé væntanleg, ósamræmi sé í nefndaráliti og lagatexta, ekki sé kveðið á um fjárhagslegan aðskilnað framleiðendafélaga frá annarri starfsemi og svo framvegis. Þremenningarnir segja að þó ráðuneytið taki nýju lögin og rífi þau í sig sé ekki nefnt að Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, hafi staðfest opinberlega, að lögmaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Finnur Magnússon, og kollegar hans á lögmannsstofunni Juris hjálpuðu nefndinni að skrifa hinn nýja frumvarpstexta, eftir að forsvarsmenn SAFL og lögmaðurinn höfðu átt fund með nefndinni. Bjarkey sér ekkert óeðlilegt við málið Hinn nýbakaði matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er þannig í þeirri sérkennilegu stöðu að hafa verið í meirihluta atvinnuveganefndarinnar, sem keyrði „ólögin“ í gegnum þingið. Að mati greinarhöfunda er henni heldur ekki stætt á öðru en að fylgja erindi ráðuneytis síns eftir og fara fram á breytingar á lögunum. Ráðherrar, rétt eins og þingmenn, eiga að vinna að almannahagsmunum en ekki púkka undir sérhagsmuni. Helgi Seljan gerði sitt besta með að þjarma að hinum nýbakaða ráðherra með lögin en hann komst ekki langt með Bjarkey áður en hún sleit samtalinu.vísir Helgi Seljan, blaðamaður á Heimildinni reyndi að þjarma að Bjarkey með spurningum út í málið og birti afurðina í blaðinu. Hann komst ekki mjög langt með spurningar sínar því Bjarkey sleit samtalinu og sagðist ætla að láta gott heita. Hún hafði þá sagt: „Ég bara er ósammála því að við höfum verið með það í huga að dekra við einhverja sérhagsmuni en eins og segi málið er þar sem það er akkúrat núna og við bara vinnum það ef þess gerist þörf að breyta eða gera einhverja hluti þá gerum við það.“ Hún kvaðst „ekkert sérstaklega“ hafa verið meðvituð um samráð Þórarins formanns atvinnuveganefndar við ritun breytingartillagna nefndarinnar. Né heldur taldi hún þau vinnubrögð ámælisverð eða óeðlileg. Sótt að málinu úr öllum áttum Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir í samtali við Vísi að þessi þrenn samtök ásamt Samtökum verslunar og þjónustu séu að skoða fleti á því að láta á lagasetninguna reyna. Ólafur Stephensen segir ótækt að ólögin standi.vísir/vilhelm Ólafur segir of snemmt að segja til um hvernig að því verður staðið en lögfræðingar eru að vinna í að skoða málið. Hörðum höndum. „Okkur skilst að ESA sé byrjuð að vinna í málinu. Það gæti líka komið samningsbrotamál þeim megin frá.“ Þannig að þið ætlið ekki að láta þetta yfir ykkur ganga? „Við munum reyna okkar ýtrasta,“ segir Ólafur. Búvörusamningar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Evrópusambandið Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Athafnaleysi Katrínar geti skaðað hagsmuni landsmanna VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi. 2. apríl 2024 14:33 Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Þeir höfðu áður sent erindi til matvælaráðherra, sem þá var Katrín Jakobsdóttir, þar sem þeir kröfðust þess að hún betti sér fyrir því að umdeild lög sem veitir kjötafurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum yrðu tekin til gagngerrar skoðunar. Þau væru skaðleg neytendum, launþegum og verslun í landinu. Svar barst og það er meðal efnis greinar þremenninganna sem sjá má að neðan. Óhætt er að segja að ráðherra hakki í sig hin nýju lög. Þar kemur meðal annars fram fram að sérfræðingar ráðuneytisins hafi ekki verið hafðir með í ráðum, ráðuneytið taki undir áhyggjur Samkeppniseftirlitsins að lögin standist ekki EES-samninginn, fyrirspurn frá ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) sé væntanleg, ósamræmi sé í nefndaráliti og lagatexta, ekki sé kveðið á um fjárhagslegan aðskilnað framleiðendafélaga frá annarri starfsemi og svo framvegis. Þremenningarnir segja að þó ráðuneytið taki nýju lögin og rífi þau í sig sé ekki nefnt að Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, hafi staðfest opinberlega, að lögmaður Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, Finnur Magnússon, og kollegar hans á lögmannsstofunni Juris hjálpuðu nefndinni að skrifa hinn nýja frumvarpstexta, eftir að forsvarsmenn SAFL og lögmaðurinn höfðu átt fund með nefndinni. Bjarkey sér ekkert óeðlilegt við málið Hinn nýbakaði matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, er þannig í þeirri sérkennilegu stöðu að hafa verið í meirihluta atvinnuveganefndarinnar, sem keyrði „ólögin“ í gegnum þingið. Að mati greinarhöfunda er henni heldur ekki stætt á öðru en að fylgja erindi ráðuneytis síns eftir og fara fram á breytingar á lögunum. Ráðherrar, rétt eins og þingmenn, eiga að vinna að almannahagsmunum en ekki púkka undir sérhagsmuni. Helgi Seljan gerði sitt besta með að þjarma að hinum nýbakaða ráðherra með lögin en hann komst ekki langt með Bjarkey áður en hún sleit samtalinu.vísir Helgi Seljan, blaðamaður á Heimildinni reyndi að þjarma að Bjarkey með spurningum út í málið og birti afurðina í blaðinu. Hann komst ekki mjög langt með spurningar sínar því Bjarkey sleit samtalinu og sagðist ætla að láta gott heita. Hún hafði þá sagt: „Ég bara er ósammála því að við höfum verið með það í huga að dekra við einhverja sérhagsmuni en eins og segi málið er þar sem það er akkúrat núna og við bara vinnum það ef þess gerist þörf að breyta eða gera einhverja hluti þá gerum við það.“ Hún kvaðst „ekkert sérstaklega“ hafa verið meðvituð um samráð Þórarins formanns atvinnuveganefndar við ritun breytingartillagna nefndarinnar. Né heldur taldi hún þau vinnubrögð ámælisverð eða óeðlileg. Sótt að málinu úr öllum áttum Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir í samtali við Vísi að þessi þrenn samtök ásamt Samtökum verslunar og þjónustu séu að skoða fleti á því að láta á lagasetninguna reyna. Ólafur Stephensen segir ótækt að ólögin standi.vísir/vilhelm Ólafur segir of snemmt að segja til um hvernig að því verður staðið en lögfræðingar eru að vinna í að skoða málið. Hörðum höndum. „Okkur skilst að ESA sé byrjuð að vinna í málinu. Það gæti líka komið samningsbrotamál þeim megin frá.“ Þannig að þið ætlið ekki að láta þetta yfir ykkur ganga? „Við munum reyna okkar ýtrasta,“ segir Ólafur.
Búvörusamningar Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Evrópusambandið Samkeppnismál Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Tengdar fréttir Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44 Athafnaleysi Katrínar geti skaðað hagsmuni landsmanna VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi. 2. apríl 2024 14:33 Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Sjá meira
Skömmuð af matvælaráðuneytinu degi áður en hún tók við Degi áður en Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra fékk atvinnuveganefnd Alþingis, nefnd sem hún sat í þar til hún tók við ráðuneytinu, bréf frá matvælaráðuneytinu þar sem breytingar og vinnubrögð nefndarinnar voru gagnrýnd. 10. apríl 2024 16:44
Athafnaleysi Katrínar geti skaðað hagsmuni landsmanna VR, Neytendasamtökin og Félag atvinnurekenda segja Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra enn í lykilstöðu til að bjarga hag neytenda, launþega og verslunar í landinu. Hún geti beitt sér fyrir því að nýsamþykkt búvörulög verði felld úr gildi. 2. apríl 2024 14:33
Telur morgunljóst að nýju búvörulögin séu ólögleg Stjórnsýslufræðingur segir að nýsamþykkt búvörulög hafi verið ólöglega sett því breytingarfrumvarpið hafi breyst of mikið við aðra umræðu. Hann telur að málið yrði dæmt ógilt ef það færi fyrir dómstóla. 25. mars 2024 13:01
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent