Leyndarmálin á Messenger muni síður líta dagsins ljós Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. apríl 2024 18:15 Atli Stefán heldur hér á hundinum Krumpu. Hann hvetur notendur Messenger til að samþykkja öryggisbreytinguna. vísir/einar árnason Tregða í samskiptaforritinu Messenger stafar af öryggisuppfærslu sem felur í sér dulkóðun samskipta. Þetta segir sérfræðingur sem hvetur fólk til hlaða niður forritinu í tölvunni í stað þess að nýta vafra, vilji það nota forritið snurðulaust. Messenger hefur undanfarið gert marga gráhærða. Sumir hafa lent í því að geta ekki flett upp manneskju sem viðkomandi er reglulega í sambandi við og þá virðast heilu samskiptasögurnar horfnar. Ástæðan er sú að Meta, félagið sem á Messenger, Facebook og fleiri smáforrit, keyrði nýlega í gegn öryggisbreytingu, svokallaða „end to end breytingu.“ „Þetta þýðir að skilaboðin eru ekki lengur aðgengileg starfsfólki Meta heldur ert þú, sem eigandi spjallsins, notandinn með lykil sitt hvoru megin. Þú átt gögnin og þau geta ekki komist í þau,“ segir Atli Stefán Yngvason, einn stjórnenda Tæknivarpsins. Með öryggisbreytingunni er búið að lágmarka áhættuna á stóra Facebook lekanum sem flestir óttast, enda kæmi það mörgum í vandræði ef einkasamskipti verða gerð opinber. „Þarna er verið að reyna að tryggja friðhelgi einkalífsins og gæta persónuverndar. Skilaboðin þín eru ekki bara þín persónuvernd heldur allra þeirra sem þú talar við.“ Netvafrinn oftast vandamálið Ástæða þess að Messenger hagar sér furðulega hjá sumum eftir breytinguna er sú að ekki allir sem viðkomandi notandi talar við hafa samþykkt dulkóðunina auk þess sem hún er ekki studd í öllum netvöfrum. Atli mælir með því að fólk hlaði niður Messenger smáforritinu í tölvunni í stað þess að nota það í gegnum vafra á borð við Chrome eða Safari. „Ég mæli með að fólk fari í gegnum þetta ferli og setji lykilorð sem enginn veit nema þú þannig þú sért farinn að dulkóða þína samskiptasögu.“ Með öryggisbreytingunni sé Meta einnig að tryggja að lenda ekki í skaðabótamáli leki samskipti út. „Nú ert þú með lykilinn. Þú ert með valdið þannig þú þarft að gæta þín líka. Ég mæli með að hafa þennan kóða ekki skrifaðan niður í Notes í símanum þínum.“ Þá minnir hann á að notandinn er varan þegar kemur að Messenger. „Þú ert varan þarna, það er verið að hagnast á þér og þínum upplýsingum og þá eru aðrir hagsmunir sem leiða þar. Signal er mjög gott dæmi um skilaboðaþjónustu sem er sjálfstætt starfandi og rekin af óhagnaðardrifnum samtökum sem gæta öryggis og hafa alltaf verið með dulkóðun alla leið, að minnsta kosti allt frá því að ég byrjaði að nota þjónustuna. Ég mæli eindregið með því að nota þannig þjónustur, hjá þeim sem eru ekki að reyna að selja þig einhverjum öðrum.“ Meta Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Messenger hefur undanfarið gert marga gráhærða. Sumir hafa lent í því að geta ekki flett upp manneskju sem viðkomandi er reglulega í sambandi við og þá virðast heilu samskiptasögurnar horfnar. Ástæðan er sú að Meta, félagið sem á Messenger, Facebook og fleiri smáforrit, keyrði nýlega í gegn öryggisbreytingu, svokallaða „end to end breytingu.“ „Þetta þýðir að skilaboðin eru ekki lengur aðgengileg starfsfólki Meta heldur ert þú, sem eigandi spjallsins, notandinn með lykil sitt hvoru megin. Þú átt gögnin og þau geta ekki komist í þau,“ segir Atli Stefán Yngvason, einn stjórnenda Tæknivarpsins. Með öryggisbreytingunni er búið að lágmarka áhættuna á stóra Facebook lekanum sem flestir óttast, enda kæmi það mörgum í vandræði ef einkasamskipti verða gerð opinber. „Þarna er verið að reyna að tryggja friðhelgi einkalífsins og gæta persónuverndar. Skilaboðin þín eru ekki bara þín persónuvernd heldur allra þeirra sem þú talar við.“ Netvafrinn oftast vandamálið Ástæða þess að Messenger hagar sér furðulega hjá sumum eftir breytinguna er sú að ekki allir sem viðkomandi notandi talar við hafa samþykkt dulkóðunina auk þess sem hún er ekki studd í öllum netvöfrum. Atli mælir með því að fólk hlaði niður Messenger smáforritinu í tölvunni í stað þess að nota það í gegnum vafra á borð við Chrome eða Safari. „Ég mæli með að fólk fari í gegnum þetta ferli og setji lykilorð sem enginn veit nema þú þannig þú sért farinn að dulkóða þína samskiptasögu.“ Með öryggisbreytingunni sé Meta einnig að tryggja að lenda ekki í skaðabótamáli leki samskipti út. „Nú ert þú með lykilinn. Þú ert með valdið þannig þú þarft að gæta þín líka. Ég mæli með að hafa þennan kóða ekki skrifaðan niður í Notes í símanum þínum.“ Þá minnir hann á að notandinn er varan þegar kemur að Messenger. „Þú ert varan þarna, það er verið að hagnast á þér og þínum upplýsingum og þá eru aðrir hagsmunir sem leiða þar. Signal er mjög gott dæmi um skilaboðaþjónustu sem er sjálfstætt starfandi og rekin af óhagnaðardrifnum samtökum sem gæta öryggis og hafa alltaf verið með dulkóðun alla leið, að minnsta kosti allt frá því að ég byrjaði að nota þjónustuna. Ég mæli eindregið með því að nota þannig þjónustur, hjá þeim sem eru ekki að reyna að selja þig einhverjum öðrum.“
Meta Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira