Leyndarmálin á Messenger muni síður líta dagsins ljós Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. apríl 2024 18:15 Atli Stefán heldur hér á hundinum Krumpu. Hann hvetur notendur Messenger til að samþykkja öryggisbreytinguna. vísir/einar árnason Tregða í samskiptaforritinu Messenger stafar af öryggisuppfærslu sem felur í sér dulkóðun samskipta. Þetta segir sérfræðingur sem hvetur fólk til hlaða niður forritinu í tölvunni í stað þess að nýta vafra, vilji það nota forritið snurðulaust. Messenger hefur undanfarið gert marga gráhærða. Sumir hafa lent í því að geta ekki flett upp manneskju sem viðkomandi er reglulega í sambandi við og þá virðast heilu samskiptasögurnar horfnar. Ástæðan er sú að Meta, félagið sem á Messenger, Facebook og fleiri smáforrit, keyrði nýlega í gegn öryggisbreytingu, svokallaða „end to end breytingu.“ „Þetta þýðir að skilaboðin eru ekki lengur aðgengileg starfsfólki Meta heldur ert þú, sem eigandi spjallsins, notandinn með lykil sitt hvoru megin. Þú átt gögnin og þau geta ekki komist í þau,“ segir Atli Stefán Yngvason, einn stjórnenda Tæknivarpsins. Með öryggisbreytingunni er búið að lágmarka áhættuna á stóra Facebook lekanum sem flestir óttast, enda kæmi það mörgum í vandræði ef einkasamskipti verða gerð opinber. „Þarna er verið að reyna að tryggja friðhelgi einkalífsins og gæta persónuverndar. Skilaboðin þín eru ekki bara þín persónuvernd heldur allra þeirra sem þú talar við.“ Netvafrinn oftast vandamálið Ástæða þess að Messenger hagar sér furðulega hjá sumum eftir breytinguna er sú að ekki allir sem viðkomandi notandi talar við hafa samþykkt dulkóðunina auk þess sem hún er ekki studd í öllum netvöfrum. Atli mælir með því að fólk hlaði niður Messenger smáforritinu í tölvunni í stað þess að nota það í gegnum vafra á borð við Chrome eða Safari. „Ég mæli með að fólk fari í gegnum þetta ferli og setji lykilorð sem enginn veit nema þú þannig þú sért farinn að dulkóða þína samskiptasögu.“ Með öryggisbreytingunni sé Meta einnig að tryggja að lenda ekki í skaðabótamáli leki samskipti út. „Nú ert þú með lykilinn. Þú ert með valdið þannig þú þarft að gæta þín líka. Ég mæli með að hafa þennan kóða ekki skrifaðan niður í Notes í símanum þínum.“ Þá minnir hann á að notandinn er varan þegar kemur að Messenger. „Þú ert varan þarna, það er verið að hagnast á þér og þínum upplýsingum og þá eru aðrir hagsmunir sem leiða þar. Signal er mjög gott dæmi um skilaboðaþjónustu sem er sjálfstætt starfandi og rekin af óhagnaðardrifnum samtökum sem gæta öryggis og hafa alltaf verið með dulkóðun alla leið, að minnsta kosti allt frá því að ég byrjaði að nota þjónustuna. Ég mæli eindregið með því að nota þannig þjónustur, hjá þeim sem eru ekki að reyna að selja þig einhverjum öðrum.“ Meta Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira
Messenger hefur undanfarið gert marga gráhærða. Sumir hafa lent í því að geta ekki flett upp manneskju sem viðkomandi er reglulega í sambandi við og þá virðast heilu samskiptasögurnar horfnar. Ástæðan er sú að Meta, félagið sem á Messenger, Facebook og fleiri smáforrit, keyrði nýlega í gegn öryggisbreytingu, svokallaða „end to end breytingu.“ „Þetta þýðir að skilaboðin eru ekki lengur aðgengileg starfsfólki Meta heldur ert þú, sem eigandi spjallsins, notandinn með lykil sitt hvoru megin. Þú átt gögnin og þau geta ekki komist í þau,“ segir Atli Stefán Yngvason, einn stjórnenda Tæknivarpsins. Með öryggisbreytingunni er búið að lágmarka áhættuna á stóra Facebook lekanum sem flestir óttast, enda kæmi það mörgum í vandræði ef einkasamskipti verða gerð opinber. „Þarna er verið að reyna að tryggja friðhelgi einkalífsins og gæta persónuverndar. Skilaboðin þín eru ekki bara þín persónuvernd heldur allra þeirra sem þú talar við.“ Netvafrinn oftast vandamálið Ástæða þess að Messenger hagar sér furðulega hjá sumum eftir breytinguna er sú að ekki allir sem viðkomandi notandi talar við hafa samþykkt dulkóðunina auk þess sem hún er ekki studd í öllum netvöfrum. Atli mælir með því að fólk hlaði niður Messenger smáforritinu í tölvunni í stað þess að nota það í gegnum vafra á borð við Chrome eða Safari. „Ég mæli með að fólk fari í gegnum þetta ferli og setji lykilorð sem enginn veit nema þú þannig þú sért farinn að dulkóða þína samskiptasögu.“ Með öryggisbreytingunni sé Meta einnig að tryggja að lenda ekki í skaðabótamáli leki samskipti út. „Nú ert þú með lykilinn. Þú ert með valdið þannig þú þarft að gæta þín líka. Ég mæli með að hafa þennan kóða ekki skrifaðan niður í Notes í símanum þínum.“ Þá minnir hann á að notandinn er varan þegar kemur að Messenger. „Þú ert varan þarna, það er verið að hagnast á þér og þínum upplýsingum og þá eru aðrir hagsmunir sem leiða þar. Signal er mjög gott dæmi um skilaboðaþjónustu sem er sjálfstætt starfandi og rekin af óhagnaðardrifnum samtökum sem gæta öryggis og hafa alltaf verið með dulkóðun alla leið, að minnsta kosti allt frá því að ég byrjaði að nota þjónustuna. Ég mæli eindregið með því að nota þannig þjónustur, hjá þeim sem eru ekki að reyna að selja þig einhverjum öðrum.“
Meta Facebook Tækni Samfélagsmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Sjá meira