Segir grín Sigmundar hafa ruglað heimilislíf sitt og heitir hefndum Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. apríl 2024 19:34 Brynjar Níelsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að hefna sín á Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni vegna Eurovision-gríns hans. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson virðist ekki ætla að verða við áskorun Sigmundar Davíð um að lýsa Eurovision í ár. Hann segir hrekk Sigmundar hafa ruglað í heimilislífi sínu og heitir andstyggilegum hefndum. Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa. Þorgeir Ástvaldsson ræddi við Brynjar Níelsson á Bylgjunni í dag um málið og spurði hvort að hann hygðist svara kalli Sigmundar Davíðs. Hví er Sigmundi þetta svona mikið mál? „Ég held að hann sé nú bara að stríða mér og það er allt gott um það að segja. Ég mun auðvitað hefna mín þó síðar verði,“ segir Brynjar. „Mér er auðvitað margt til lista lagt en ég held að vera kynnir á Eurovision-kvöldi sé ekki eitt af því. Ég óttast það að ég myndi ná að móðga alla þjóðina áður en við erum komin inn í hálfa keppnina. Þá skiptir ekki máli hvaða kyn það er eða kynþáttur, kynsegin eða kynlausir. Ég held að þetta myndi alltaf enda illa,“ segir hann. Hrekkjalómurinn Sigmundur fundið sitt fórnarlamb „Þegar svona áberandi menn eins og Sigmundur eru annars vegar þá geta þeir komið ýmsu rugli inn í þjóðina og hann er mjög góður í því. Ekki bara við Eurovision heldur líka í pólitík. Hann nær að rugla þjóðina og þarna hefur honum tekist það allsvakalega,“ segir Brynjar um það hvað komi til að Sigmundur hafi fengið þetta á heilann. Brynjar segir þessa hugmynd Sigmundar úr lausu lofti gripna. „Hann er í einhverju hrekkjastuði núna og hefur valið sitt fórnarlamb, sem er ég. Samkvæmt venjulegri skilgreiningu er þetta orðið einelti og jafnvel ofbeldi,“ segir Brynjar. Hefurðu svarað honum eða gefið ávinning um hvar hugur þinn stendur? „Ég hef hreytt í hann ónotum í sms-um. Látið það duga í bili og segi bara við hann að það muni koma, eins og maður segir á útlensku, payback. Og ég er að hugsa það núna,“ segir Brynjar. Ætlar að eiga síðasta orðið Brynjar ætlar sér hrekkinn hafa haft töluverð áhrif en ætli sér að eiga síðasta orðið. Hann segist vera að undirbúa andstyggilegar hefndaraðgerðir. „Þetta hefur ruglað heimilislíf mitt mikið og tölvupóstsamskipti, sms og hringingar hafa aukist mjög mikið út af þessum hrekk. Þannig ég hugsa honum þegjandi þörfina,“ segir hann. Eru menn að hringja með sitt lag og biðja um gott veður? „Nei nei, bara að skora á mig að verða við þessu,“ segir Brynjar. Þú heitir hefndum? „Ég vil alltaf eiga síðasta orðið, ég er þannig maður,“ segir hann. Ertu búinn að formúlera það í hausnum? „Ég er ekki búinn að finna neitt nógu andstyggilegt ennþá en það verður að vera andstyggilegt,“ segir Brynjar að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Eurovision Grín og gaman Reykjavík síðdegis Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Undirskriftarsöfnun hefur verið ýtt úr vör til þess að hvetja Ríkisútvarpið og Brynjar Níelsson til þess að sá síðarnefndi lýsi Eurovision í ár. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á Brynjari til verksins eftir að Gísli Marteinn Baldursson tilkynnti að hann myndi ekki lýsa. Þorgeir Ástvaldsson ræddi við Brynjar Níelsson á Bylgjunni í dag um málið og spurði hvort að hann hygðist svara kalli Sigmundar Davíðs. Hví er Sigmundi þetta svona mikið mál? „Ég held að hann sé nú bara að stríða mér og það er allt gott um það að segja. Ég mun auðvitað hefna mín þó síðar verði,“ segir Brynjar. „Mér er auðvitað margt til lista lagt en ég held að vera kynnir á Eurovision-kvöldi sé ekki eitt af því. Ég óttast það að ég myndi ná að móðga alla þjóðina áður en við erum komin inn í hálfa keppnina. Þá skiptir ekki máli hvaða kyn það er eða kynþáttur, kynsegin eða kynlausir. Ég held að þetta myndi alltaf enda illa,“ segir hann. Hrekkjalómurinn Sigmundur fundið sitt fórnarlamb „Þegar svona áberandi menn eins og Sigmundur eru annars vegar þá geta þeir komið ýmsu rugli inn í þjóðina og hann er mjög góður í því. Ekki bara við Eurovision heldur líka í pólitík. Hann nær að rugla þjóðina og þarna hefur honum tekist það allsvakalega,“ segir Brynjar um það hvað komi til að Sigmundur hafi fengið þetta á heilann. Brynjar segir þessa hugmynd Sigmundar úr lausu lofti gripna. „Hann er í einhverju hrekkjastuði núna og hefur valið sitt fórnarlamb, sem er ég. Samkvæmt venjulegri skilgreiningu er þetta orðið einelti og jafnvel ofbeldi,“ segir Brynjar. Hefurðu svarað honum eða gefið ávinning um hvar hugur þinn stendur? „Ég hef hreytt í hann ónotum í sms-um. Látið það duga í bili og segi bara við hann að það muni koma, eins og maður segir á útlensku, payback. Og ég er að hugsa það núna,“ segir Brynjar. Ætlar að eiga síðasta orðið Brynjar ætlar sér hrekkinn hafa haft töluverð áhrif en ætli sér að eiga síðasta orðið. Hann segist vera að undirbúa andstyggilegar hefndaraðgerðir. „Þetta hefur ruglað heimilislíf mitt mikið og tölvupóstsamskipti, sms og hringingar hafa aukist mjög mikið út af þessum hrekk. Þannig ég hugsa honum þegjandi þörfina,“ segir hann. Eru menn að hringja með sitt lag og biðja um gott veður? „Nei nei, bara að skora á mig að verða við þessu,“ segir Brynjar. Þú heitir hefndum? „Ég vil alltaf eiga síðasta orðið, ég er þannig maður,“ segir hann. Ertu búinn að formúlera það í hausnum? „Ég er ekki búinn að finna neitt nógu andstyggilegt ennþá en það verður að vera andstyggilegt,“ segir Brynjar að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Eurovision Grín og gaman Reykjavík síðdegis Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira