Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Edduverðlaunin
Edduverðlaunin fóru fram með pompi og prakt á laugardagskvöldið þar sem kvikmynda- og sjónvarpsfólk var samankomið til þess að uppskera og fagna síðasta ári.
Nína Dögg Filipusdóttir fékk verðlaun fyrir leik sinn í aukahlutverki í kvikmyndinni Villibráð. Kvikmyndin fékk alls þrenn verðlaun á hátíðinni.
Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir fagnaði Villbráðargenginu.
Bjarni Snæbjörnsson og María Thelma veittu tvenn verðlaun á hátíðinni.
Patrekur Jaime var glæsilegur eins og alltaf.
Birna Rún Eiríksdóttir lét sig ekki vanta.
Skvísur landsins djömmuðu saman
Tónleikarnir Mamma þarf að djamma fóru fram í Háskólabíói á laugardagskvöld.
„Þessar tvær mömmur djömmuðu með 1000 öðrum gellum í gær og ca.6 körlum, skrifar Eva Ruza við sæta mynd af sér og Jóhönnu.
Afmæli Bríetar
Tónlistarkonan Bríet Isis fagnaði 25 ára afmæli sínu með tilheyrandi tónlistarveislu á Kaffi Flóru um helgina. Helsta tónlistarfólk landsins tróð upp og skemmtu gestum. Má þar nefna Birgittu Haukdal, Röggu Gísla, GDRN, Birni, Unnstein Manuel og Auðunn Blöndal.
Árshátíð Word Class
Árshátíð World Class fór fram í Sjálandi Garðabæ um helgina. Þema kvöldsins var all white og mættu starfsmenn fyrirtækisins prúðbúnir í hvítum klæðnaði.
Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna, lét sig ekki vanta og mætti glæsileg í hvítum síðkjól.
Boxarinn og þjálfarinn Davíð Rúnar, þekktur undir nafninu Thug father, segist hafa farið all in í klæðaburði á árshátíðinni.
Sjúkur í sína
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson er sjúkur í sína og birti skemmtilega mynd af sér og eiginkonu sinni, Hafdísi Jónsdóttur, í tilefni af 38 ára afmæli hennar í vikunni. Við hlið Hafdsíar má sjá glitta í Lísu Hafliðadóttur eiginkonu Friðrik Dórs, sem fær þó enga athygli.
Afhenti Palla frænda verðlaun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra afhenti verðlaun í Meistaradeildinni í hestaíþróttum um helgina.
„Það var því sérstaklega gaman í gær að afhenda verðlaun í Meistaradeildinni að Palli bar sigur úr bítum á Vísi sínum í töltkeppninni.“
Notaleg helgi
Rauveruleikastjarna Sunneva Einars nýtti helgina í afslöppun og göngutúra með hundinn.
Stakk af í sólina
Brynja Dan Gunnarsdóttir, eigandi Extraloppunnar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, nýtur lífsins í sólinni á Tenerife með kærastanum Jóhanni Sveinbjörnssyni.
Loksins helgi
Elísabet Gunnarsdóttir tók fagnandi á móti föstudeginum.
Slökun og spa
Andrea Magnúsdóttir athafnakona er líklega endurnærð eftir helgina þar sem hún einkenndist af slökun, jóga, spa og gufuböðum í góðum hópi kvenna.
Helgi á Helgafelli
Helgi fór á Helgafell um helgina.
Sundlaugpartý í Sundhöllinni
Tinna Alavis gerði sér lítið fyrir og hélt upp á 10 ára afmæli dótturinnar Ísabellu í Sundhöllinni í Reykjavík. Sannkallað draum afmæli.
Draumar verða að veruleika
Þjálfarinn Sandra Helgadóttir og eiginmaður hennar Hilmir Arnarson eiga von á sínu fyrsta barni í lok september.