Í skýrslu dómara er Kane meðal annars sakaður um að hafa sýnt dómara ógnandi tilburði í lok leiks.
„Ég ætla bara að segja að þetta er eitt mesta kjaftæði sem ég hef heyrt,“ segir Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar.
„Þetta er ekki einu sinni gult spjald í Bestu-deildinni þar sem má ekkert gera. Kane labbar til dómara, heldur persónulegu svæði, setur hendur á mjaðmir og er ekki að veifa þeim í andlit dómara. Hann eltir dómarann ekki heldur en kallar síðar „fuckin terrible“. Komm on. Þetta er galið.“
Í skýrslu dómara er einnig talað um atvik sem átti sér stað í göngunum eftir leik en ekki eru til neinar myndir af því.
Samkvæmt heimildum Vísis þá var búið að dæma Kane í tveggja leikja bann áður en andmæli bárust frá Grindavík. Aga- og úrskurðarnefnd er með málið í vinnslu og dómur væntanlegur í dag.
Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum sem og á Vísi. Umræðan um Kane hefst eftir átján mínútur af þættinum.