Emma Hayes svaraði fyrir sig með ljóði Siggeir Ævarsson skrifar 12. apríl 2024 17:45 Emma Hayes, þjálfari Chelsea, á góðri stundu á blaðamannafundi vísir/Getty Samskipti, eða samskiptaleysi jafnvel, þeirra Emmu Hayes, stjóra Chelsea og Jonas Eidevall stjóra Arsenal, eftir bikarúrslitleik liðanna á dögunum halda áfram að rata í fjölmiðla en Hayes tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag en á nokkuð óhefðbundin hátt. Forsaga málsins er sú að Hayes neitaði að taka í hönd Eidevell eftir bikarúrslitaleik liðanna þann 31. mars. Hayes lét þá hafa eftir sér að Eidevall hefði sýnt karlrembustæla á hliðarlínunni og var ekki par hrifin af hegðun hans: „Það eru ákveðnar reglur um það hvernig þú hagar þér á hliðarlínunni. Ég er ekki par hrifin af karlkyns yfirgangi og að vera í andlitinu á leikmönnum. Hann fékk gult spjald og hefði sennilega átt að vera rekinn af velli. Ég samþykki að hann sé sigurvegari en hegðun hans var óásættanleg.“ Í dag hélt Hayes svo blaðamannafund þar sem hún fór nánar yfir atvikið og sagði hún meðal annars: „Sonur minn sagði við mig eftir leikinn: „Mamma, þegar þú hrindir einhverjum í skólanum þá ertu beðinn um að fara afsíðis og hugsa þinn gang.“ - Ég svaraði honum og sagði: „Veistu hvað elskan, þú getur ekki mætt árásargirni með árásargirni. Það eina sem þú getur gert er að segja kennaranum frá, það eina sem þú getur gert er að útskýra af hverju þér þykir eitthvað ósanngjarnt.“ Hayes var síðan spurð hvort hún stæði við allt sem hún sagði eftir leikinn og svaraði hún þá með því að lesa nokkrar ljóðlínur eftir Robert Frost úr ljóði hans, Choose something like a star: „So when at times the mob is swayed, to carry praise and blame too far, we may choose somewhere like a star, to stay our minds on and be staid.“ Blaðamaður ætlar ekki að gerast svo djarfur að gera tilraun til að þýða ljóðlínurnar en Hayes var í kjölfarið spurð hvað hún ætti eiginlega við með þessum ljóðlínum og svaraði hún á frekar kryptískan hátt. „Ég er búinn að eiga frábært frí, ég er búinn að útskýra mikilvæga samlíkingu fyrir syni mínum og hvað ég lærði af þessu og fókusinn hjá mér er á framtíðina. Ég hef haft tíma til að horfa á stjörnuna mína.“ Knattspyrnusamband Englands hefur staðfest að það muni ekki aðhafast frekar í máli Hayes og Eidevell. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Hayes neitaði að taka í hönd Eidevell eftir bikarúrslitaleik liðanna þann 31. mars. Hayes lét þá hafa eftir sér að Eidevall hefði sýnt karlrembustæla á hliðarlínunni og var ekki par hrifin af hegðun hans: „Það eru ákveðnar reglur um það hvernig þú hagar þér á hliðarlínunni. Ég er ekki par hrifin af karlkyns yfirgangi og að vera í andlitinu á leikmönnum. Hann fékk gult spjald og hefði sennilega átt að vera rekinn af velli. Ég samþykki að hann sé sigurvegari en hegðun hans var óásættanleg.“ Í dag hélt Hayes svo blaðamannafund þar sem hún fór nánar yfir atvikið og sagði hún meðal annars: „Sonur minn sagði við mig eftir leikinn: „Mamma, þegar þú hrindir einhverjum í skólanum þá ertu beðinn um að fara afsíðis og hugsa þinn gang.“ - Ég svaraði honum og sagði: „Veistu hvað elskan, þú getur ekki mætt árásargirni með árásargirni. Það eina sem þú getur gert er að segja kennaranum frá, það eina sem þú getur gert er að útskýra af hverju þér þykir eitthvað ósanngjarnt.“ Hayes var síðan spurð hvort hún stæði við allt sem hún sagði eftir leikinn og svaraði hún þá með því að lesa nokkrar ljóðlínur eftir Robert Frost úr ljóði hans, Choose something like a star: „So when at times the mob is swayed, to carry praise and blame too far, we may choose somewhere like a star, to stay our minds on and be staid.“ Blaðamaður ætlar ekki að gerast svo djarfur að gera tilraun til að þýða ljóðlínurnar en Hayes var í kjölfarið spurð hvað hún ætti eiginlega við með þessum ljóðlínum og svaraði hún á frekar kryptískan hátt. „Ég er búinn að eiga frábært frí, ég er búinn að útskýra mikilvæga samlíkingu fyrir syni mínum og hvað ég lærði af þessu og fókusinn hjá mér er á framtíðina. Ég hef haft tíma til að horfa á stjörnuna mína.“ Knattspyrnusamband Englands hefur staðfest að það muni ekki aðhafast frekar í máli Hayes og Eidevell.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Fleiri fréttir Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Sjá meira