Aldrei fleirum vísað frá Íslandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 14. apríl 2024 22:01 Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum segir frávísanir á landamærum aldrei hafa verið fleiri. Vísir/Einar Aldrei hefur fleirum verið vísað frá Íslandi sem komið hafa á Keflavíkurflugvöll en það sem af er þessu ári eða rúmlega tvö hundruð manns. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir dæmi um að sama fólkinu sé vísað frá landinu oftar en einu sinni. Lögreglan á Suðurnesjum sinnir landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli í góðu samstarfi við Tollgæsluna en milljónir farþega fara um flugvöllinn á ári hverju. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki frá landinu meðal annars ef það er talið ógna almannaöryggi. Slíkt hefur verið gert í meira mæli á síðustu árum. „Ég held að við séum komin í rúmlega tvö hundruð einstaklinga það sem af er ári. Síðustu tvö ár eru stærstu ár hvað varðar frávísanir á Keflavíkurflugvelli og ég á von á því að árið 2024 verði stærra heldur en síðasta ár. Frávísanir á landamærunum hafa aldrei verið fleiri og þær eru flestar á innri landamærum.“ Misjafnt er hvort farþegar þurfi að sýna vegabréf eða ekki eftir því hvaðan þeir koma en talað er um innri og ytri landamæri eftir því hvort er. Innri landamærin eru þar sem vegabréfaeftirlit fer ekki fram en þar erum er að ræða farþega frá löndum innan Schengen. „Þetta snýst oft um að vísa mönnum frá sem að eiga sér brotaferil og þeir eiga sér brotaferil þá í mjög mörgum tilfellum á Íslandi. Þetta eru einstaklingar sem að geta ekki gert grein fyrir dvöl sinni og af hverju þeir eru komnir til Íslands. Regluverkið er auðvitað alveg skírt. Við höfum þarna ákveðnar heimildir og það er auðvitað fyrir okkur að nýta þær með sanngjörnum og eðlilegum hætti og gæta meðalhófs.“ Þá segir hann dæmi um að sama fólkinu sé vísað oft frá. „Það er alveg þekkt að við þurfum að frávísa einstaklingi af landamærunum oftar en einu sinni.“ Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Reykjanesbær Hælisleitendur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Lögreglan á Suðurnesjum sinnir landamæraeftirliti á Keflavíkurflugvelli í góðu samstarfi við Tollgæsluna en milljónir farþega fara um flugvöllinn á ári hverju. Lögregla hefur heimild til að vísa fólki frá landinu meðal annars ef það er talið ógna almannaöryggi. Slíkt hefur verið gert í meira mæli á síðustu árum. „Ég held að við séum komin í rúmlega tvö hundruð einstaklinga það sem af er ári. Síðustu tvö ár eru stærstu ár hvað varðar frávísanir á Keflavíkurflugvelli og ég á von á því að árið 2024 verði stærra heldur en síðasta ár. Frávísanir á landamærunum hafa aldrei verið fleiri og þær eru flestar á innri landamærum.“ Misjafnt er hvort farþegar þurfi að sýna vegabréf eða ekki eftir því hvaðan þeir koma en talað er um innri og ytri landamæri eftir því hvort er. Innri landamærin eru þar sem vegabréfaeftirlit fer ekki fram en þar erum er að ræða farþega frá löndum innan Schengen. „Þetta snýst oft um að vísa mönnum frá sem að eiga sér brotaferil og þeir eiga sér brotaferil þá í mjög mörgum tilfellum á Íslandi. Þetta eru einstaklingar sem að geta ekki gert grein fyrir dvöl sinni og af hverju þeir eru komnir til Íslands. Regluverkið er auðvitað alveg skírt. Við höfum þarna ákveðnar heimildir og það er auðvitað fyrir okkur að nýta þær með sanngjörnum og eðlilegum hætti og gæta meðalhófs.“ Þá segir hann dæmi um að sama fólkinu sé vísað oft frá. „Það er alveg þekkt að við þurfum að frávísa einstaklingi af landamærunum oftar en einu sinni.“
Keflavíkurflugvöllur Lögreglan Lögreglumál Reykjanesbær Hælisleitendur Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira