Líkt og Vísir greindi frá tilkynnti parið í október að þau ættu von á litlu kríli. Elísa og Elís hafa verið saman í nokkur ár og trúlofuð frá því á aðfangadagskvöld árið 2021.
„Draumaprinsinn okkar fæddist 08.04.24 kl. 23:02,“ skrifar parið á samfélagsmiðilinn Instagram. Þá kemur fram að allt hafi gengið vel, Elísa staðið sig eins og hetja og að þeim báðum heilsist vel.
Elísa hefur unnið sem flugfreyja undanfarin ár. Hún var kjörin Miss Universe Iceland árið 2021. Sama ár keppti húní Miss Universe fyrir hönd Íslands í Ísrael. Þegar hún vann var hún að keppa um titilinn í sjöunda sinn.