Vinnumarkaður án aðgreiningar, útópía nútímastefnu Erica do Carmo Ólason skrifar 15. apríl 2024 09:31 Nýlega sendi Múlalundur frá sér tilkynningu um breytingar á rekstri sem felast m.a. í því að öllum starfsmönnum með skerta starfsgetu verði sagt upp. Ástæða þessara breytinga var sögð vera stefna Sameinuðu þjóðanna um að vinnumarkaður eigi að vera staður án aðgreiningar og allir þurfi að fá tækifæri til þess að starfa á almennum vinnumarkaði óháð færni. Í samræmi við þessa stefnu þurfa vinnustaðir eins og Múlalundur að víkja. Nú velti ég fyrir mér hvort samfélagið hafi burði til að takast á við þessa þróun. Múlalundur var stofnaður til þess að koma til móts við ákveðinn vanda. Þótt margt hafi breyts í samfélaginu síðan þá eru sömu vandamálin enn til staðar. Árið 1959 birtist grein í ársriti SÍBS eftir Guðmund Löve sem fjallaði um að einstaklingar með skerta vinnufærni kæmust ekki inn á almennan vinnumarkað. Í þeirri grein setti hann fram eftirfarandi sviðsmynd: Einstaklingar sem höfðu verið á Reykjalundi og gátu ekki stundað fulla vinnu strax eftir endurhæfingu komust ekki á almennan vinnumarkað því „létt vinna“ var ekki í boði. Öryrkjar sem vildu vinna á almennum vinnumarkaði þurftu að bíða mánuðum jafnvel árum saman eftir starfi við hæfi. Þeir sem voru með skerta vinnufærni og lítið vinnuþrek og gátu ekki unnið fullan vinnudag fengu ekki vinnu á almennum vinnumarkaði vegna þess að þeir náðu ekki þeim vinnuhraða sem var krafist þar. Þannig var staða mála þá og Múlalundur var stofnaður til að koma í veg fyrir fátækt og vanvirkni hjá þessum minnihlutahópi. Þá varð til vinnustaður þar sem þessi hópur gat lagt sitt af mörkum til samfélagsins með virðingu og reisn, þó líkamleg fötlun og/eða önnur skerðing væri fyrir hendi. Stofnendur Múlalundar voru framsýnir og sáu að samfélagið í heild myndi græða á því að einstaklingar með skerta starfsgetu fengju tækifæri til þess að stunda launaða vinnu. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan 1959 og talsverðar breytingar hafi orðið á samfélagi og vinnumarkaði hefur þörf fyrir stað eins og Múlalund ekki breyst. Í starfi mínu með einstaklingum, sem eru með skerta vinnufærni af ýmsum toga og geta oft ekki mætt kröfum hins almenna vinnumarkaðar, hef ég orðið vör við mjög svipuð vandamál: Einstaklingar sem hafa verið í endurhæfingu á Reykjalundi og hjá VIRKstarfsendurhæfingarsjóði eiga erfitt með að komast inn á almennan vinnumarkað aftur. Þrátt fyrir að í dag sé meiri sveigjanleiki gagnvart vinnuhlutfalli eru margir sem upplifa sig knúna til að leita sér að nýrri vinnu eftir veikindi eða slys. Öryrkjar sem geta unnið á almennum vinnumarkaði þurfa enn þá að bíða mjög lengi eftir starfi sem tekur tillit til þarfa þeirra. Atvinna með stuðningi (AMS) hjálpar þó mikið til og Vinnumálastofnun hefur staðið sig vel þar. Samfélagið virðist samt ekki tilbúið til að veita einstaklingum með ákveðnar sérþarfir vinnu. Staðan er sérstaklega erfið fyrir þau sem eru öryrkjar vegna geðraskana, vitrænnar skerðingar eða þroskahömlunar. Fólk með skerta starfsgetu og lítið vinnuþrek á enn þá erfitt með að komast á almennan vinnumarkað. Þrátt fyrir að sumir vinnustaðir bjóði upp á mismunandi vinnuhlutfall, geta einstaklingar með skerta vinnufærni oft ekki nýtt sér það, því veikindi þeirra eru þess eðlis að einkennin eru mjög misjöfn. Það eru mjög fáir vinnustaðir sem koma til móts við það og bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma. Enn fremur þarf að huga að vinnuhraða, álagi og langvarandi streitu. Í samfélagi okkar í dag eiga mörg erfitt með að vinna á þeim hraða sem krafist er, hvað þá þau sem eru með skerta vinnufærni. Fleiri tilfelli kulnunar og örmögnunar benda til neikvæðrar þróunar óháð starfsgetu. Eins og að framan greinir hefur staða einstaklinga með skerta starfsgetu ekki mikið breyst til hins betra. Samfélagið er vissulega ekki eins og það var árið 1959. Öryrkjar í dag eru sumir hverjir betur staddir og hafa fleiri tækifæri til að vera á almennum vinnumarkaði nú heldur en þá. En sem samfélag erum við langt frá því að geta mætt mismunandi þörfum og veitt þann stuðning sem þarf. Starfsmenn þurfa yfirleitt að laga sig að verkefnum og umhverfi vinnustaðarins en ekki aðlaga verkefni og umhverfi að sér. Á vinnustaðnum er mjög sjaldan gerð aðlögun sem mætir þörfum hvers og eins, ef maður passar ekki þar inn þá er fundinn maður í manns stað. Oft eru kröfur á almennum vinnustöðum svo miklar að við sem köllum okkur heilbrigð eigum á hættu að missa heilsuna. Fólk með skerta vinnufærni er ekki einsleitur hópur og hluti þess hóps gæti eflaust verið á almennum vinnumarkaði en aðrir síður. Þau sem eru til dæmis mjög viðkvæm fyrir umhverfisáreitum gætu átt í erfiðleikum. Önnur gætu sinnt starfinu en vegna geðrænna áskorana, vitrænnar skerðingar eða heilaskaða kynnu þau að þurfa sérhæfðan stuðning sem ekki er í boði. Einnig eru til dæmi um að fólk með fötlun upplifi einangrun vegna þess að því finnst það ekki eiga samleið með vinnufélögunum. Öll þurfum við vinnustað þar sem okkur er mætt með virðingu og skilningi og við upplifum að tilheyra ákveðnu samfélagi. Mér vitanlega hefur ekki verið gripið til sérstakra aðgerða á almennum vinnustöðum til þess að gera fólki með fötlun betur kleift að fá atvinnu við hæfi. Að stefna öllum á almennan vinnumarkað er að mínu mati hættuleg þróun, því það gæti endað þannig að hluti þessa minnihlutahóps finni sig ekki þar. Þar af leiðandi missa þessir einstaklingar tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins með virðingu og reisn og það getur valdið þeim andlegri vanlíðan og verri lífsgæðum. Ég ætla að leyfa mér að segja að afleiðingin getur orðið aukin byrði á velferðarkerfinu og samfélaginu í heild. Með því að breyta rekstri Múlalundar á þann hátt að einstaklingar með skerta starfsgetu séu ekki lengur kjarninn í rekstri hans erum við að mínu mati að brjóta á réttindum fólks með fötlun til þess að eiga sér stað í okkar samfélagi. Stað þar sem fötlun er mætt með skilningi, takmarkanir eru ekki álitnar „truflandi“, og fólk tengist samstarfsmönnum sínum, finnur fyrir tilgangi og aflar lífsviðurværis til jafns við aðra þegna samfélagsins. Það sem stofnendur Múlalundar gáfu okkur í þau 65 ár sem staðurinn hefur verið starfandi er núna verið að taka frá okkur einungis vegna þess að það þurfa allir að passa í sama mótið. Mikið væri gott ef einstaklingar með fötlun hefðu tækifæri til þess að velja sér vinnustað sem mætir þörfum þeirra. Múlalundur hefur veitt einstaklingum með skerta starfsgetu og fjölskyldum þeirra öryggi og ég tel það mikilvægt að Múlalundur haldi áfram að vera klettur í lífi þeirra. Höfundur er iðjuþjálfi á Reykjalundi. Guðmundur Löve, „Múlalundur, Öryrkjavinnustofa SÍBS í Reykjavík", Reykjalundur, 13. árg. 1959, bls. 3-5. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-03-15-breyttur-rekstur-mulalundar-ognuverandi-starfsmenn-fara-a-almennan-vinnumarkad-40742 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Nýlega sendi Múlalundur frá sér tilkynningu um breytingar á rekstri sem felast m.a. í því að öllum starfsmönnum með skerta starfsgetu verði sagt upp. Ástæða þessara breytinga var sögð vera stefna Sameinuðu þjóðanna um að vinnumarkaður eigi að vera staður án aðgreiningar og allir þurfi að fá tækifæri til þess að starfa á almennum vinnumarkaði óháð færni. Í samræmi við þessa stefnu þurfa vinnustaðir eins og Múlalundur að víkja. Nú velti ég fyrir mér hvort samfélagið hafi burði til að takast á við þessa þróun. Múlalundur var stofnaður til þess að koma til móts við ákveðinn vanda. Þótt margt hafi breyts í samfélaginu síðan þá eru sömu vandamálin enn til staðar. Árið 1959 birtist grein í ársriti SÍBS eftir Guðmund Löve sem fjallaði um að einstaklingar með skerta vinnufærni kæmust ekki inn á almennan vinnumarkað. Í þeirri grein setti hann fram eftirfarandi sviðsmynd: Einstaklingar sem höfðu verið á Reykjalundi og gátu ekki stundað fulla vinnu strax eftir endurhæfingu komust ekki á almennan vinnumarkað því „létt vinna“ var ekki í boði. Öryrkjar sem vildu vinna á almennum vinnumarkaði þurftu að bíða mánuðum jafnvel árum saman eftir starfi við hæfi. Þeir sem voru með skerta vinnufærni og lítið vinnuþrek og gátu ekki unnið fullan vinnudag fengu ekki vinnu á almennum vinnumarkaði vegna þess að þeir náðu ekki þeim vinnuhraða sem var krafist þar. Þannig var staða mála þá og Múlalundur var stofnaður til að koma í veg fyrir fátækt og vanvirkni hjá þessum minnihlutahópi. Þá varð til vinnustaður þar sem þessi hópur gat lagt sitt af mörkum til samfélagsins með virðingu og reisn, þó líkamleg fötlun og/eða önnur skerðing væri fyrir hendi. Stofnendur Múlalundar voru framsýnir og sáu að samfélagið í heild myndi græða á því að einstaklingar með skerta starfsgetu fengju tækifæri til þess að stunda launaða vinnu. Þó mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan 1959 og talsverðar breytingar hafi orðið á samfélagi og vinnumarkaði hefur þörf fyrir stað eins og Múlalund ekki breyst. Í starfi mínu með einstaklingum, sem eru með skerta vinnufærni af ýmsum toga og geta oft ekki mætt kröfum hins almenna vinnumarkaðar, hef ég orðið vör við mjög svipuð vandamál: Einstaklingar sem hafa verið í endurhæfingu á Reykjalundi og hjá VIRKstarfsendurhæfingarsjóði eiga erfitt með að komast inn á almennan vinnumarkað aftur. Þrátt fyrir að í dag sé meiri sveigjanleiki gagnvart vinnuhlutfalli eru margir sem upplifa sig knúna til að leita sér að nýrri vinnu eftir veikindi eða slys. Öryrkjar sem geta unnið á almennum vinnumarkaði þurfa enn þá að bíða mjög lengi eftir starfi sem tekur tillit til þarfa þeirra. Atvinna með stuðningi (AMS) hjálpar þó mikið til og Vinnumálastofnun hefur staðið sig vel þar. Samfélagið virðist samt ekki tilbúið til að veita einstaklingum með ákveðnar sérþarfir vinnu. Staðan er sérstaklega erfið fyrir þau sem eru öryrkjar vegna geðraskana, vitrænnar skerðingar eða þroskahömlunar. Fólk með skerta starfsgetu og lítið vinnuþrek á enn þá erfitt með að komast á almennan vinnumarkað. Þrátt fyrir að sumir vinnustaðir bjóði upp á mismunandi vinnuhlutfall, geta einstaklingar með skerta vinnufærni oft ekki nýtt sér það, því veikindi þeirra eru þess eðlis að einkennin eru mjög misjöfn. Það eru mjög fáir vinnustaðir sem koma til móts við það og bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma. Enn fremur þarf að huga að vinnuhraða, álagi og langvarandi streitu. Í samfélagi okkar í dag eiga mörg erfitt með að vinna á þeim hraða sem krafist er, hvað þá þau sem eru með skerta vinnufærni. Fleiri tilfelli kulnunar og örmögnunar benda til neikvæðrar þróunar óháð starfsgetu. Eins og að framan greinir hefur staða einstaklinga með skerta starfsgetu ekki mikið breyst til hins betra. Samfélagið er vissulega ekki eins og það var árið 1959. Öryrkjar í dag eru sumir hverjir betur staddir og hafa fleiri tækifæri til að vera á almennum vinnumarkaði nú heldur en þá. En sem samfélag erum við langt frá því að geta mætt mismunandi þörfum og veitt þann stuðning sem þarf. Starfsmenn þurfa yfirleitt að laga sig að verkefnum og umhverfi vinnustaðarins en ekki aðlaga verkefni og umhverfi að sér. Á vinnustaðnum er mjög sjaldan gerð aðlögun sem mætir þörfum hvers og eins, ef maður passar ekki þar inn þá er fundinn maður í manns stað. Oft eru kröfur á almennum vinnustöðum svo miklar að við sem köllum okkur heilbrigð eigum á hættu að missa heilsuna. Fólk með skerta vinnufærni er ekki einsleitur hópur og hluti þess hóps gæti eflaust verið á almennum vinnumarkaði en aðrir síður. Þau sem eru til dæmis mjög viðkvæm fyrir umhverfisáreitum gætu átt í erfiðleikum. Önnur gætu sinnt starfinu en vegna geðrænna áskorana, vitrænnar skerðingar eða heilaskaða kynnu þau að þurfa sérhæfðan stuðning sem ekki er í boði. Einnig eru til dæmi um að fólk með fötlun upplifi einangrun vegna þess að því finnst það ekki eiga samleið með vinnufélögunum. Öll þurfum við vinnustað þar sem okkur er mætt með virðingu og skilningi og við upplifum að tilheyra ákveðnu samfélagi. Mér vitanlega hefur ekki verið gripið til sérstakra aðgerða á almennum vinnustöðum til þess að gera fólki með fötlun betur kleift að fá atvinnu við hæfi. Að stefna öllum á almennan vinnumarkað er að mínu mati hættuleg þróun, því það gæti endað þannig að hluti þessa minnihlutahóps finni sig ekki þar. Þar af leiðandi missa þessir einstaklingar tækifæri til að leggja sitt af mörkum til samfélagsins með virðingu og reisn og það getur valdið þeim andlegri vanlíðan og verri lífsgæðum. Ég ætla að leyfa mér að segja að afleiðingin getur orðið aukin byrði á velferðarkerfinu og samfélaginu í heild. Með því að breyta rekstri Múlalundar á þann hátt að einstaklingar með skerta starfsgetu séu ekki lengur kjarninn í rekstri hans erum við að mínu mati að brjóta á réttindum fólks með fötlun til þess að eiga sér stað í okkar samfélagi. Stað þar sem fötlun er mætt með skilningi, takmarkanir eru ekki álitnar „truflandi“, og fólk tengist samstarfsmönnum sínum, finnur fyrir tilgangi og aflar lífsviðurværis til jafns við aðra þegna samfélagsins. Það sem stofnendur Múlalundar gáfu okkur í þau 65 ár sem staðurinn hefur verið starfandi er núna verið að taka frá okkur einungis vegna þess að það þurfa allir að passa í sama mótið. Mikið væri gott ef einstaklingar með fötlun hefðu tækifæri til þess að velja sér vinnustað sem mætir þörfum þeirra. Múlalundur hefur veitt einstaklingum með skerta starfsgetu og fjölskyldum þeirra öryggi og ég tel það mikilvægt að Múlalundur haldi áfram að vera klettur í lífi þeirra. Höfundur er iðjuþjálfi á Reykjalundi. Guðmundur Löve, „Múlalundur, Öryrkjavinnustofa SÍBS í Reykjavík", Reykjalundur, 13. árg. 1959, bls. 3-5. https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-03-15-breyttur-rekstur-mulalundar-ognuverandi-starfsmenn-fara-a-almennan-vinnumarkad-40742
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun