Mikill eldur í Børsen í Kaupmannahöfn Atli Ísleifsson skrifar 16. apríl 2024 07:23 Hin einkennandi spíra á toppi byggingarinnar hefur orðið eldinum að bráð. AP Mikill eldur kom upp í hinni sögufrægu byggingu Børsen í Kaupmannahöfn í morgun. Helsta kennileiti byggingarinnar, spíran sem nær 56 metra hæð, hefur orðið eldinum að bráð. Tilkynning um eldinn barst skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun, skömmu fyrir sex að íslenskum tíma. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. AP Byggingin er ein elsta bygging dönsku höfuðborgarinnar, um fjögur hundruð ára gömul, og er að finna á Slotsholmen í miðborginni, skammt frá Kristjánborgarhöll. AP Mikill fjöldi starfsmanna og slökkviliðsmanna hefur unnið að því að bjarga verðmætum – málverkum og fleiru – innan úr byggingunni í morgun. Enn liggur ekki fyrir hvort einhver hafi slasast eða hvað hafi orsakað brunann. Mikill viðbúnaður er á staðnum og hefur lögregla beint því til almennings að halda sig fjarri. Búið er að girða af Børsgade, Knippelsbro og Strandgade. „Hræðilegar myndir frá Børsen í morgun. 400 ára danskur menningararfur í ljósum logum,“ segir menningarmálaráðherrann Jakob Engel-Schmidt á samfélagsmiðlinum X. Frygtelige billeder fra Børsen her til morgen. 400 års dansk kulturarv i flammer.— Jakob Engel-Schmidt (@engelschmidt) April 16, 2024 Svona leit Börsen út fyrir eldinn.Wikipedia Commons Framkvæmdir við bygginguna hófust árið 1619 og kláruðust þær 1623. Þáverandi konungur Kristján fjórði, var hvatamaður byggingarinnar. Upphaflega var byggingin notuð sem markaður en árið 1857 var hún seld og fór að gegna hlutverki kauphallar. Árið 1974 flutti Viðskiptaráð Danmerkur svo höfuðstöðvar sínar inn í bygginguna. Síðustu ár hefur byggingin verið notuð undir stórar veislur, ráðstefnur, veislur og aðra viðburði sem ekki eru opnir almenningi. Fjórir „drekahalar“ sem vafðir voru um hver annan mynduðu hina frægu spíru sem ætlað var að vernda bygginguna frá árásum og eldsvoðum. Þó að byggingin hafi ítrekað sloppið við skemmdir í eldsvoðum í nálægum byggingum þá hrundi spíran um klukkan átta að startíma í morgun, þegar eldurinn hafði logað í um tvo tíma. AP Unnið hefur verið að því að bjarga verðmætum úr byggingunni í morgun, málverkum og fleiru.EPA EPA EPA Danmörk Stórbruni í Børsen Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Tilkynning um eldinn barst skömmu fyrir klukkan átta að staðartíma í morgun, skömmu fyrir sex að íslenskum tíma. Byggingin hýsti dönsku kauphöllina til ársins 1974, en endurbætur á byggingunni hafa staðið yfir síðustu ár. AP Byggingin er ein elsta bygging dönsku höfuðborgarinnar, um fjögur hundruð ára gömul, og er að finna á Slotsholmen í miðborginni, skammt frá Kristjánborgarhöll. AP Mikill fjöldi starfsmanna og slökkviliðsmanna hefur unnið að því að bjarga verðmætum – málverkum og fleiru – innan úr byggingunni í morgun. Enn liggur ekki fyrir hvort einhver hafi slasast eða hvað hafi orsakað brunann. Mikill viðbúnaður er á staðnum og hefur lögregla beint því til almennings að halda sig fjarri. Búið er að girða af Børsgade, Knippelsbro og Strandgade. „Hræðilegar myndir frá Børsen í morgun. 400 ára danskur menningararfur í ljósum logum,“ segir menningarmálaráðherrann Jakob Engel-Schmidt á samfélagsmiðlinum X. Frygtelige billeder fra Børsen her til morgen. 400 års dansk kulturarv i flammer.— Jakob Engel-Schmidt (@engelschmidt) April 16, 2024 Svona leit Börsen út fyrir eldinn.Wikipedia Commons Framkvæmdir við bygginguna hófust árið 1619 og kláruðust þær 1623. Þáverandi konungur Kristján fjórði, var hvatamaður byggingarinnar. Upphaflega var byggingin notuð sem markaður en árið 1857 var hún seld og fór að gegna hlutverki kauphallar. Árið 1974 flutti Viðskiptaráð Danmerkur svo höfuðstöðvar sínar inn í bygginguna. Síðustu ár hefur byggingin verið notuð undir stórar veislur, ráðstefnur, veislur og aðra viðburði sem ekki eru opnir almenningi. Fjórir „drekahalar“ sem vafðir voru um hver annan mynduðu hina frægu spíru sem ætlað var að vernda bygginguna frá árásum og eldsvoðum. Þó að byggingin hafi ítrekað sloppið við skemmdir í eldsvoðum í nálægum byggingum þá hrundi spíran um klukkan átta að startíma í morgun, þegar eldurinn hafði logað í um tvo tíma. AP Unnið hefur verið að því að bjarga verðmætum úr byggingunni í morgun, málverkum og fleiru.EPA EPA EPA
Danmörk Stórbruni í Børsen Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira