Ritskoðaður bjór fær blessun ÁTVR Atli Ísleifsson skrifar 17. apríl 2024 07:01 Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans, segir að ákveðið hafi verið að fara þessa leið. Að kæra ákvörðunina hefði tekið tíma. Aðsend/ÁTVR ÁTVR hefur lagt blessun sína yfir uppfært útlit bjórs úr smiðju Brewdog sem væntanlegur er í vínbúðir á næstu vikum þar sem límmiða hefur verið límt yfir teiknaðan fugl. Á límmiðanum stendur „Ritskoðað af ÁTVR“, en ríkisfyrirtækið hafði áður hafnað að setja bjórinn í sölu þar sem varan væri talin höfða sérstaklega til barna eða ungmenna. Sigrún Ósk Sigurðardóttir,aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við fréttastofu að ÁTVR hafi gert athugasemdir við útlit dósanna þar sem það bryti í bága við reglugerð. Þar komi fram að heimilt sé að hafna vöru, höfði hún sérstaklega til barna eða ungmenna yngri en tuttugu ára, meðal annars hvað varðar texta, myndmál eða form. Umræddur bjór heitir Brewdog Wingman Session IPA og er á dósunum að finna mynd af teiknuðum, bláum fugli í flugmannajakka og með flugmannagleraugu. Sigrún Ósk segir að forsvarsmenn birgja hafi þá komið með þessa tillögu – að setja límmiða yfir andlit fuglsins – sem hafi verið ákveðið að samþykkja. Verður vesen Ingi Már Kjartansson, forsvarsmaður birgjans JG Bjórs sem flytur inn umræddan bjór, segir að þegar höfnunin frá ÁTVR hafi fyrst borist hafi JG Bjór óskað eftir að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. „Þeir vísa til þess að varan höfði sérstaklega til barna og að fuglinn líktist einhverri fígúru. Það er samt ekki þannig að fuglinn líkist einhverri ákveðinni fígúru. Þetta böggaði okkur svolítið þar sem það eru fullt af bjórum með teikningum í Vínbúðunum. Þetta er skringilega mikið huglægt mat. Við vitum að við höfum rétt á að kæra en það tekur tíma. Þetta var okkar tillaga og hún var samþykkt og þótti innan regluverksins,“ segir Ingi Már. Hann segir að nú verði farið í að koma límmiðunum fyrir á dósirnar. „Það verður smá vesen að koma límmiðunum fyrir en það verður að hafa það.“ Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Sigrún Ósk Sigurðardóttir,aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við fréttastofu að ÁTVR hafi gert athugasemdir við útlit dósanna þar sem það bryti í bága við reglugerð. Þar komi fram að heimilt sé að hafna vöru, höfði hún sérstaklega til barna eða ungmenna yngri en tuttugu ára, meðal annars hvað varðar texta, myndmál eða form. Umræddur bjór heitir Brewdog Wingman Session IPA og er á dósunum að finna mynd af teiknuðum, bláum fugli í flugmannajakka og með flugmannagleraugu. Sigrún Ósk segir að forsvarsmenn birgja hafi þá komið með þessa tillögu – að setja límmiða yfir andlit fuglsins – sem hafi verið ákveðið að samþykkja. Verður vesen Ingi Már Kjartansson, forsvarsmaður birgjans JG Bjórs sem flytur inn umræddan bjór, segir að þegar höfnunin frá ÁTVR hafi fyrst borist hafi JG Bjór óskað eftir að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Það hafi hins vegar ekki gengið eftir. „Þeir vísa til þess að varan höfði sérstaklega til barna og að fuglinn líktist einhverri fígúru. Það er samt ekki þannig að fuglinn líkist einhverri ákveðinni fígúru. Þetta böggaði okkur svolítið þar sem það eru fullt af bjórum með teikningum í Vínbúðunum. Þetta er skringilega mikið huglægt mat. Við vitum að við höfum rétt á að kæra en það tekur tíma. Þetta var okkar tillaga og hún var samþykkt og þótti innan regluverksins,“ segir Ingi Már. Hann segir að nú verði farið í að koma límmiðunum fyrir á dósirnar. „Það verður smá vesen að koma límmiðunum fyrir en það verður að hafa það.“
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira