Ísraelar sagðir búnir að ákveða að svara fyrir sig Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2024 14:09 David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, (t.v.) ræðir við Isaac Herzog, forseta Ísraels, (t.h.) í Jersúsalem í dag. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bretlands segir ljóst að ísraelsk stjórnvöld séu búin að ákveða að grípa til aðgerða gegn Íran eftir drónaárásina um helgina. Erlendir erindrekar hvetja Ísraela til að sýna hófsemd til þess að kveikja ekki frekara ófriðarbál í heimshlutanum. 'Íranar skutu flugskeytum og sendu dróna í átt að Ísrael um helgina en þeir voru flestir skotnir niður. Enginn lést og aðeins minniháttar tjón hlaust af árásunum sem voru svar stjórnvalda í Teheran við loftárás sem felldi íranskan herforingja og fimm liðsmenn byltingarvarðarins 1. apríl. Íranar kenna Ísraelum um árásina en en þeir hafa ekki gengist við henni. Bandamenn Ísraela hafa þrýst á ísraelska ráðamenn að bregðast við árásinni um helgina af yfirvegun. Svo virðist sem að Ísraelar hafi ekki verið tilbúnir að fara að þeim ráðum ef marka má orð Davids Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sem hitti ísraelska ráðamenn í dag. „Það er ljóst að Ísraelar taka ákvörðun um að grípa til aðgerða. Við vonum að þeir geri það á hátt sem stigmagnar ástandið sem minnst,“ sagði Cameron eftir fund sinn með Isaac Herzog, forseta Ísraels. Í svipaðan streng tók Annalena Baerbock, þýski utanríkisráðherrann, sem er einnig í Ísrael. Hún sagði Þýskaland standa fyllilega við bakið á Ísrael en hvatti til stillingar. „Allir verða núna að vera hyggnir og ábyrgir. Ég á ekki við að gefast upp. Ég er að tala um skynsamlega stillingu sem er í raun styrkleiki. Vegna þess að Ísrael hefur sýnt styrkleika með varnarsigri sínum um helgina,“ sagði hún. Ebrahim Raisi, forseti Írans, ávarpar hermenn í Teheran í dag. Hann hét hörðum aðgerðum ef Ísrael gerði jafnvel „smávægilegstu innrás“ til að hefna fyrir árás helgarinnar.AP/Vahid Salemi Taka sínar eigin ákvarðanir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hitti bæði Cameron og Baerbock í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagði þau hafa lagt fram ýmsar tillögur og ráðleggingar. „Ég kann að meta það en ég vil taka það skýrt fram: við tökum okkar eigin ákvarðanir og Ísraelsríki gerir hvað sem það þarf til þess að verja sig,“ sagði forsætisráðherrann. Hverjar þær aðgerðir sem Ísraelsmenn grípa til gætu tendrað þá púðurtunnu sem heimshlutinn er þessa stundina. Ebrahim Raisi, forseti Írans, jók spennuna enn frekar í dag þegar hann sagði að árásin um helgina hefði verið „takmörkuð“. Ef Íranar vildu gera stærri árás væri ekkert eftir af Ísrael. Varaði Raisi við því að ef Ísraelar gerðu jafnvel smávægilegustu árás á móti yrði henni mætt af mikilli hörku. Íran Ísrael Hernaður Bretland Þýskaland Tengdar fréttir Ísraelsher staðráðinn í að bregðast við árás Írana Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina. 16. apríl 2024 07:34 Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
'Íranar skutu flugskeytum og sendu dróna í átt að Ísrael um helgina en þeir voru flestir skotnir niður. Enginn lést og aðeins minniháttar tjón hlaust af árásunum sem voru svar stjórnvalda í Teheran við loftárás sem felldi íranskan herforingja og fimm liðsmenn byltingarvarðarins 1. apríl. Íranar kenna Ísraelum um árásina en en þeir hafa ekki gengist við henni. Bandamenn Ísraela hafa þrýst á ísraelska ráðamenn að bregðast við árásinni um helgina af yfirvegun. Svo virðist sem að Ísraelar hafi ekki verið tilbúnir að fara að þeim ráðum ef marka má orð Davids Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, sem hitti ísraelska ráðamenn í dag. „Það er ljóst að Ísraelar taka ákvörðun um að grípa til aðgerða. Við vonum að þeir geri það á hátt sem stigmagnar ástandið sem minnst,“ sagði Cameron eftir fund sinn með Isaac Herzog, forseta Ísraels. Í svipaðan streng tók Annalena Baerbock, þýski utanríkisráðherrann, sem er einnig í Ísrael. Hún sagði Þýskaland standa fyllilega við bakið á Ísrael en hvatti til stillingar. „Allir verða núna að vera hyggnir og ábyrgir. Ég á ekki við að gefast upp. Ég er að tala um skynsamlega stillingu sem er í raun styrkleiki. Vegna þess að Ísrael hefur sýnt styrkleika með varnarsigri sínum um helgina,“ sagði hún. Ebrahim Raisi, forseti Írans, ávarpar hermenn í Teheran í dag. Hann hét hörðum aðgerðum ef Ísrael gerði jafnvel „smávægilegstu innrás“ til að hefna fyrir árás helgarinnar.AP/Vahid Salemi Taka sínar eigin ákvarðanir Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hitti bæði Cameron og Baerbock í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Hann sagði þau hafa lagt fram ýmsar tillögur og ráðleggingar. „Ég kann að meta það en ég vil taka það skýrt fram: við tökum okkar eigin ákvarðanir og Ísraelsríki gerir hvað sem það þarf til þess að verja sig,“ sagði forsætisráðherrann. Hverjar þær aðgerðir sem Ísraelsmenn grípa til gætu tendrað þá púðurtunnu sem heimshlutinn er þessa stundina. Ebrahim Raisi, forseti Írans, jók spennuna enn frekar í dag þegar hann sagði að árásin um helgina hefði verið „takmörkuð“. Ef Íranar vildu gera stærri árás væri ekkert eftir af Ísrael. Varaði Raisi við því að ef Ísraelar gerðu jafnvel smávægilegustu árás á móti yrði henni mætt af mikilli hörku.
Íran Ísrael Hernaður Bretland Þýskaland Tengdar fréttir Ísraelsher staðráðinn í að bregðast við árás Írana Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina. 16. apríl 2024 07:34 Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Ísraelsher staðráðinn í að bregðast við árás Írana Herráð Ísraelsmanna hittist í gær til þess að ræða viðbrögð við drónaárás Írana sem gerð var um helgina. 16. apríl 2024 07:34
Guterres hvetur til stillingar en Ísraelar vilja hefndir Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna varar stríðandi fylkingar í Miðausturlöndum við því að auka við spennuna á svæðinu, sem hafi verið yfirdrifin fyrir. 15. apríl 2024 07:00