Ritskoðun bjóra: „Þetta er gert fyrir börnin“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. apríl 2024 22:53 Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans JG Bjórs, mun standa í ströngu næstu daga við að líma miða á bjórdósirnar. bjarni einarsson Bjórinnflytjandi þurfti að líma fyrir mynd af fugli á bjórdós svo Vínbúðin samþykkti að selja hana. Hann segir það háð huglægu mati starfsmanna Vínbúðarinnar hvað komist þar í sölu. Á grundvelli reglugerðar er ÁTVR heimilt að hafna vöru ef t.d. umbúðir eru taldar höfðar til barna. Á þeim grundvelli var bjórnum Wingman hafnað. Aðrir bjórar hafa þó verið samþykktir inn í verslanir, bjórar sem merktir eru með fígúrum og dýrum. Þessir bjórar eru til sölu í Vínbúðinni. Gæðingur sem merktur er með kusu, súkkulaði og letrinu NAMM er ekki talinn höfða til barna. Ekki heldur páskapúkinn og bönní kanínan.vísir/elísabet Útlit bjórsins Wingman slapp þó ekki í gegn þegar forsvarsmenn birgjans sóttu um að fá hann í sölu. „Sökum þessa fugls hér af því hann er talinn höfða til barna,“ segir Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans JG Bjórs. Niðurstaða sem kom forsvarsmönnum birgjans á óvart í ljósi vöruúrvals ríkisfyrirtækisins. „Í rauninni fáum engar skýringar aðrar en: Þetta er bara svona, okkur finnst þetta bara.“ Ákvörðunin sé huglægt mat starfsmanna Vínbúðarinnar. „Okkur er sagt að ef við náum að afmá þennan fugl þá sé þetta í lagi, þannig okkar tillaga var að setja miða yfir sem útskýrir af hverju hann er ekki leyfður... og það er leyft.“ Framleiðandinn, Brewdog er skoskt brugghús og selur bjóra í verslunum um allan heim án vandræða. Bjórinn sé hvergi bannaður í sinni upprunalegu mynd, nema í áfengisverslun íslenska ríkisins. Ramminn óskýr Hann segist skilja rök að baki reglunni en gagnrýnir að jafnræðis sé ekki gætt. „Mér finnst ramminn ekkert mjög skýr, hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Þarna ákveða þeir þetta og bakka ekkert þó við bendum á að þetta sé ekkert annað en margt sem er í gangi í Vínbúðinni, þannig nei - þetta er svona einkennilegt.“ Bjórinn hægra megin á myndinni er ritskoðaður. Hinn ekki.vísir/elísabet Fyrir börnin Ingi og samstarfsmenn hans þurfi því að handlíma miðana á hverja og eina dós. „Já, það er bara planið. Við setjum miða á allar dósir og þá þarf enginn að sjá þennan fugl.“ Og þetta er gert vegna barnanna? „Þetta er gert fyrir börnin.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan. Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira
Á grundvelli reglugerðar er ÁTVR heimilt að hafna vöru ef t.d. umbúðir eru taldar höfðar til barna. Á þeim grundvelli var bjórnum Wingman hafnað. Aðrir bjórar hafa þó verið samþykktir inn í verslanir, bjórar sem merktir eru með fígúrum og dýrum. Þessir bjórar eru til sölu í Vínbúðinni. Gæðingur sem merktur er með kusu, súkkulaði og letrinu NAMM er ekki talinn höfða til barna. Ekki heldur páskapúkinn og bönní kanínan.vísir/elísabet Útlit bjórsins Wingman slapp þó ekki í gegn þegar forsvarsmenn birgjans sóttu um að fá hann í sölu. „Sökum þessa fugls hér af því hann er talinn höfða til barna,“ segir Ingi Már Kjartansson, forstöðumaður birgjans JG Bjórs. Niðurstaða sem kom forsvarsmönnum birgjans á óvart í ljósi vöruúrvals ríkisfyrirtækisins. „Í rauninni fáum engar skýringar aðrar en: Þetta er bara svona, okkur finnst þetta bara.“ Ákvörðunin sé huglægt mat starfsmanna Vínbúðarinnar. „Okkur er sagt að ef við náum að afmá þennan fugl þá sé þetta í lagi, þannig okkar tillaga var að setja miða yfir sem útskýrir af hverju hann er ekki leyfður... og það er leyft.“ Framleiðandinn, Brewdog er skoskt brugghús og selur bjóra í verslunum um allan heim án vandræða. Bjórinn sé hvergi bannaður í sinni upprunalegu mynd, nema í áfengisverslun íslenska ríkisins. Ramminn óskýr Hann segist skilja rök að baki reglunni en gagnrýnir að jafnræðis sé ekki gætt. „Mér finnst ramminn ekkert mjög skýr, hvað sé leyfilegt og hvað ekki. Þarna ákveða þeir þetta og bakka ekkert þó við bendum á að þetta sé ekkert annað en margt sem er í gangi í Vínbúðinni, þannig nei - þetta er svona einkennilegt.“ Bjórinn hægra megin á myndinni er ritskoðaður. Hinn ekki.vísir/elísabet Fyrir börnin Ingi og samstarfsmenn hans þurfi því að handlíma miðana á hverja og eina dós. „Já, það er bara planið. Við setjum miða á allar dósir og þá þarf enginn að sjá þennan fugl.“ Og þetta er gert vegna barnanna? „Þetta er gert fyrir börnin.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan.
Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Sjá meira