Uppgjörið og viðtöl: Keflavík - Álftanes 88-84 | Keflvíkingar tóku forystuna í hörkuleik Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 19. apríl 2024 21:25 Úr fyrri leik liðanna í rimmunni. Vísir/Vilhelm Keflavík lagði Álftanes í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Keflavík leiðir nú einvígið 2-1 og þarf aðeins einn sigur til að komast í undanúrslit. Leikurinn fór fjörlega af stað og voru Keflavík sprækir fyrstu mínútur leiksins. Remy Martin byrjaði frábærlega og setti fyrstu fimm stig Keflavíkur. Eftir það þá fór mómentið svolítið að sveiflast með gestunum sem gengu á lagið og fóru að setja hvert skotið niður á fætur öðru. Álftnesingar leiddu eftir fyrsta leikhluta með níu stiga mun 19-28. Keflavík mættu mun grimmari inn í annan leikhluta og voru fljótir að saxa niður forskot gestana. Kjartan Atli var neyddur í að taka leikhlé snemma í leikhlutanum til að reyna stoppa upp í götin. Heimamönnum gekk þó erfiðlega að ná að komast yfir en fengu ótal færi á því á meðan Álftanes náðu að halda ágætlega aftur af heimamönnum. Leikurinn var alveg í járnum og hart barist um alla bolta. Þegar uppi var staðið má alveg færa góð og gild rök fyrir því að liðin fóru sanngjarnt jöfn til búningsklefa í hálfleik 44-44. Þriðji leikhlutinn var nánast beint framhald af öðrum leikhluta. Keflavík komu sterkir inn og náðu upp smá forskoti en Álftnesingar gáfust ekki upp og náðu að halda í við heimamenn. Remy Martin setti niður gott skot og víti að auki þegar örfáar sekúndur voru eftir af leikhlutanum en Ville Tahvanainen jafnaði leikinn með þrist á buzzer og liðin fóru jöfn 69-69 inn í fjórða leikhluta. Það var ekki fyrr en undir lok fjórða leikhluta þar sem eitthvað varð að gefa eftir í þessari mögnuðu baráttu og voru þar Keflvíkingar sem voru sterkari og náðu að gera nóg til þess að loka leiknum. Keflavík fór með fjögurra stiga sigur 88-84. Atvik leiksins Remy Martin setti risastóra back-to-back þrista þegar um tvær mínútur voru eftir og vankaði það lið Álftanes sem var búið að standa frábærlega í heimamönnum í öllum leiknum. Stjörnur og skúrkar Remy Martin var á eldi hérna í kvöld. Remy skoraði 29 stig og steig upp þegar hans lið þurfti hvað mest á því að halda. Sigurður Pétursson var þá einnig öflugur í liði heimamanna. Hjá Álftanes var Dino Stipcic atkvæðamestur með 19 stig og setti hann einnig mikilvægar körfur fyrir gestina í kvöld. Dómarinn Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Jón Þór Eyþórsson sáu um dómgæsluna í kvöld. Heilt yfir flott frammistaða hjá dómurum leiksins. Það var aðeins í fjórða leikhluta þar sem maður hafði smá áhyggjur að þeir væru að missa þetta í einhverja þvælu en það slapp til. Stemningin og umgjörð Það var virkilega vel mætt í Blue höllina í kvöld. Bæði lið fengu frábæran stuðning og tvær frábærar stuðningsmannasveitir sungu og trölluðu. Stuðningsmenn Álftanes voru mættir vel fyrir leik að syngja fyrir sína menn og fögnuðu m.a. Nabblanum vel og innilega sem var úti á gólfi í viðtölum. Hér var allt upp á 10.5! Umgjörðin í Keflavík er alltaf frábær og hér er gott að vera. Vel hugsað um okkur fjölmiðlamenn. „Stundum skoppar boltinn bara ekki fyrir þig“ Kjartan Atli er ávallt líflegur á hliðarlínunniVísir/Vilhelm Kjartani Atla Kjartanssyni, þjálfara gestaliðsins, fannst hans liða verðskulda meira úr leiknum. „Já mér fannst það. Mér fannst bæði lið geta unnið þennan leik. Voru svipað mikið í forystunni, fjórtán sinnum skiptumst við á forystunni þannig þetta hefði getað endað á hvor meginn sem var,“ sagði Kjartan Atli svekktur í leikslok. Keflavík siglir fram úr undir lok leiks en hvað gerist? „Ég á eftir að setjast yfir það hvað nákvæmlega gerist en mín tilfinning er að í svona transition-hröðum sóknum þá opnaðist Remy þarna tvisvar, þrisvar og setti stóra þrista í einhverjum róteringum í vörninni eins og hann er góður í.“ „Við fengum gott skot sem fór aftan á hringinn. Stundum skoppar boltinn bara ekki fyrir þig og auðvitað skapar maður sína eigin heppni að einhverju leyti ef þú framkvæmir sóknirnar þínar vel. Ég verð svo bara að segja að mómentið fór til þeirra þarna undir lokin. “ Vörn Álftanesar þótti mjög föst en Kjartan Atli sagði sitt lið þó ekkert leggja sérstaklega upp með það að spila fast. „Nei, ekkert frekar en önnur lið held ég. Þeir eru að ráðast mikið á utan af þriggja stiga línunni þannig við erum ekkert að leggja upp úr því að vera eitthvað ofur fastir. Við erum bara að spila góða vörn finns mér og það er eiginlega það eina sem ég get sagt um það.“ Subway-deild karla Keflavík ÍF UMF Álftanes
Keflavík lagði Álftanes í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. Keflavík leiðir nú einvígið 2-1 og þarf aðeins einn sigur til að komast í undanúrslit. Leikurinn fór fjörlega af stað og voru Keflavík sprækir fyrstu mínútur leiksins. Remy Martin byrjaði frábærlega og setti fyrstu fimm stig Keflavíkur. Eftir það þá fór mómentið svolítið að sveiflast með gestunum sem gengu á lagið og fóru að setja hvert skotið niður á fætur öðru. Álftnesingar leiddu eftir fyrsta leikhluta með níu stiga mun 19-28. Keflavík mættu mun grimmari inn í annan leikhluta og voru fljótir að saxa niður forskot gestana. Kjartan Atli var neyddur í að taka leikhlé snemma í leikhlutanum til að reyna stoppa upp í götin. Heimamönnum gekk þó erfiðlega að ná að komast yfir en fengu ótal færi á því á meðan Álftanes náðu að halda ágætlega aftur af heimamönnum. Leikurinn var alveg í járnum og hart barist um alla bolta. Þegar uppi var staðið má alveg færa góð og gild rök fyrir því að liðin fóru sanngjarnt jöfn til búningsklefa í hálfleik 44-44. Þriðji leikhlutinn var nánast beint framhald af öðrum leikhluta. Keflavík komu sterkir inn og náðu upp smá forskoti en Álftnesingar gáfust ekki upp og náðu að halda í við heimamenn. Remy Martin setti niður gott skot og víti að auki þegar örfáar sekúndur voru eftir af leikhlutanum en Ville Tahvanainen jafnaði leikinn með þrist á buzzer og liðin fóru jöfn 69-69 inn í fjórða leikhluta. Það var ekki fyrr en undir lok fjórða leikhluta þar sem eitthvað varð að gefa eftir í þessari mögnuðu baráttu og voru þar Keflvíkingar sem voru sterkari og náðu að gera nóg til þess að loka leiknum. Keflavík fór með fjögurra stiga sigur 88-84. Atvik leiksins Remy Martin setti risastóra back-to-back þrista þegar um tvær mínútur voru eftir og vankaði það lið Álftanes sem var búið að standa frábærlega í heimamönnum í öllum leiknum. Stjörnur og skúrkar Remy Martin var á eldi hérna í kvöld. Remy skoraði 29 stig og steig upp þegar hans lið þurfti hvað mest á því að halda. Sigurður Pétursson var þá einnig öflugur í liði heimamanna. Hjá Álftanes var Dino Stipcic atkvæðamestur með 19 stig og setti hann einnig mikilvægar körfur fyrir gestina í kvöld. Dómarinn Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Jón Þór Eyþórsson sáu um dómgæsluna í kvöld. Heilt yfir flott frammistaða hjá dómurum leiksins. Það var aðeins í fjórða leikhluta þar sem maður hafði smá áhyggjur að þeir væru að missa þetta í einhverja þvælu en það slapp til. Stemningin og umgjörð Það var virkilega vel mætt í Blue höllina í kvöld. Bæði lið fengu frábæran stuðning og tvær frábærar stuðningsmannasveitir sungu og trölluðu. Stuðningsmenn Álftanes voru mættir vel fyrir leik að syngja fyrir sína menn og fögnuðu m.a. Nabblanum vel og innilega sem var úti á gólfi í viðtölum. Hér var allt upp á 10.5! Umgjörðin í Keflavík er alltaf frábær og hér er gott að vera. Vel hugsað um okkur fjölmiðlamenn. „Stundum skoppar boltinn bara ekki fyrir þig“ Kjartan Atli er ávallt líflegur á hliðarlínunniVísir/Vilhelm Kjartani Atla Kjartanssyni, þjálfara gestaliðsins, fannst hans liða verðskulda meira úr leiknum. „Já mér fannst það. Mér fannst bæði lið geta unnið þennan leik. Voru svipað mikið í forystunni, fjórtán sinnum skiptumst við á forystunni þannig þetta hefði getað endað á hvor meginn sem var,“ sagði Kjartan Atli svekktur í leikslok. Keflavík siglir fram úr undir lok leiks en hvað gerist? „Ég á eftir að setjast yfir það hvað nákvæmlega gerist en mín tilfinning er að í svona transition-hröðum sóknum þá opnaðist Remy þarna tvisvar, þrisvar og setti stóra þrista í einhverjum róteringum í vörninni eins og hann er góður í.“ „Við fengum gott skot sem fór aftan á hringinn. Stundum skoppar boltinn bara ekki fyrir þig og auðvitað skapar maður sína eigin heppni að einhverju leyti ef þú framkvæmir sóknirnar þínar vel. Ég verð svo bara að segja að mómentið fór til þeirra þarna undir lokin. “ Vörn Álftanesar þótti mjög föst en Kjartan Atli sagði sitt lið þó ekkert leggja sérstaklega upp með það að spila fast. „Nei, ekkert frekar en önnur lið held ég. Þeir eru að ráðast mikið á utan af þriggja stiga línunni þannig við erum ekkert að leggja upp úr því að vera eitthvað ofur fastir. Við erum bara að spila góða vörn finns mér og það er eiginlega það eina sem ég get sagt um það.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti