Miami og New Orleans síðustu liðin inn: Svona lítur úrslitakeppni NBA út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2024 08:31 Nýliðinn Jaime Jaquez Jr. var flottur hjá Miami Heat með 21 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Hér fagnar hann í nótt. AP/Wilfredo Lee Miami Heat og New Orleans Pelicans léku bæði án síns besta leikmanns í nótt en tókst engu að síður að tryggja sér sæti í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Með því er ljóst hvernig úrslitakeppnin lítur út í ár. Miami Heat sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 112-91 sigri og New Orleans Pelicans hafði betur á móti Sacramento Kings 105-98. Miami mætir Boston Celtics í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar en New Orleans spilar við Oklahoma City Thunder í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar. Tyler Herro got BUSY in the @MiamiHEAT's W to clinch the East's #8 seed setting up an ECF rematch with Boston in Round 1 24 PTS | 10 REB | 9 AST | 4 3PM pic.twitter.com/y1gzCR2wf8— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jimmy Butler gat ekki spilað með Miami vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í umspilsleiknum á móti Philadelphia 76ers fyrr í vikunni. Miami náði 19-0 spretti í fyrsta leikhluta og var 34-17 yfir eftir hann. Eftir það vori Miami menn með leikinn í sínum höndum. Tyler Herro vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna (25 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar) og nýliðinn Jaime Jaquez Jr. skoraði 21 stig. Kevin Love var með 16 stig og Bam Adebayo skoraði 13 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig fyrir Chicago og Nikola Vucevic var með 16 stig og 14 fráköst. Miami liðið er því áttunda liðið inn í úrslitakeppnina alveg eins og í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Róðurinn verður mjög þungur í fyrstu umferðinni því Boston Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austrinu í vetur. Brandon Ingram and Jonas Valanciunas come up HUGE for the Pelicans to clinch the West's #8 seed setting up a matchup vs. the #1 seed Thunder in Round 1 BI: 24 PTS | 6 REB | 6 ASTJV: 19 PTS | 12 REB | 2 BLK pic.twitter.com/KmaeotxOXb— NBA (@NBA) April 20, 2024 Zion Williamson meiddist í tapinu í umspilaleiknum á móti Los Angeles Lakers en hafði skorað 40 stig í leiknum. New Orleans Pelicans liðið sýndi aftur á móti mikinn styrk með því að vinna góðan sigur á Sacramento Kings án hans. Brandon Ingram skoraði 24 stig og Jonas Valanciunas var með 19 stig og 12 fráköst. Trey Murphy III kom inn í byrjunarliðið í stað Williamson og skoraði 16 stig. De'Aaron Fox var með 35 stig fyrir Kings og Domantas Sabonis bætti við 23 stigum og 14 fráköstum. Kings sló Golden State Warriors út í fyrri leiknum sínum í umspilinu en náði ekki að fylgja því eftir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig úrslitakeppnin lítur út en fyrstu leikir hennar eru í dag. Leikur Minnesota Timberwolves og Phoenix Suns verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.30. THE 2024 NBA PLAYOFFS ARE SET pic.twitter.com/5Ge6hXHdFX— ESPN (@espn) April 20, 2024 Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks NBA Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Miami Heat sendi Chicago Bulls í sumarfrí með 112-91 sigri og New Orleans Pelicans hafði betur á móti Sacramento Kings 105-98. Miami mætir Boston Celtics í átta liða úrslitum Austurdeildarinnar en New Orleans spilar við Oklahoma City Thunder í átta liða úrslitum Vesturdeildarinnar. Tyler Herro got BUSY in the @MiamiHEAT's W to clinch the East's #8 seed setting up an ECF rematch with Boston in Round 1 24 PTS | 10 REB | 9 AST | 4 3PM pic.twitter.com/y1gzCR2wf8— NBA (@NBA) April 20, 2024 Jimmy Butler gat ekki spilað með Miami vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í umspilsleiknum á móti Philadelphia 76ers fyrr í vikunni. Miami náði 19-0 spretti í fyrsta leikhluta og var 34-17 yfir eftir hann. Eftir það vori Miami menn með leikinn í sínum höndum. Tyler Herro vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna (25 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar) og nýliðinn Jaime Jaquez Jr. skoraði 21 stig. Kevin Love var með 16 stig og Bam Adebayo skoraði 13 stig. DeMar DeRozan skoraði 22 stig fyrir Chicago og Nikola Vucevic var með 16 stig og 14 fráköst. Miami liðið er því áttunda liðið inn í úrslitakeppnina alveg eins og í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin. Róðurinn verður mjög þungur í fyrstu umferðinni því Boston Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austrinu í vetur. Brandon Ingram and Jonas Valanciunas come up HUGE for the Pelicans to clinch the West's #8 seed setting up a matchup vs. the #1 seed Thunder in Round 1 BI: 24 PTS | 6 REB | 6 ASTJV: 19 PTS | 12 REB | 2 BLK pic.twitter.com/KmaeotxOXb— NBA (@NBA) April 20, 2024 Zion Williamson meiddist í tapinu í umspilaleiknum á móti Los Angeles Lakers en hafði skorað 40 stig í leiknum. New Orleans Pelicans liðið sýndi aftur á móti mikinn styrk með því að vinna góðan sigur á Sacramento Kings án hans. Brandon Ingram skoraði 24 stig og Jonas Valanciunas var með 19 stig og 12 fráköst. Trey Murphy III kom inn í byrjunarliðið í stað Williamson og skoraði 16 stig. De'Aaron Fox var með 35 stig fyrir Kings og Domantas Sabonis bætti við 23 stigum og 14 fráköstum. Kings sló Golden State Warriors út í fyrri leiknum sínum í umspilinu en náði ekki að fylgja því eftir. Hér fyrir neðan má sjá hvernig úrslitakeppnin lítur út en fyrstu leikir hennar eru í dag. Leikur Minnesota Timberwolves og Phoenix Suns verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsendingin klukkan 19.30. THE 2024 NBA PLAYOFFS ARE SET pic.twitter.com/5Ge6hXHdFX— ESPN (@espn) April 20, 2024 Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks
Fyrsta umferð úrslitakeppni NBA - Austurdeildin - (1) Boston Celtics - (8) Miami Heat (2) New York Knicks - (7) Philadelphia 76ers 3) Milwaukee Bucks - (6) Indiana Pacers (4) Cleveland Cavaliers - (5) Orlando Magic - Vesturdeildin - (1) Oklahoma City Thunder - (8) New Orleans Pelicans (2) Denver Nuggets - (7) Los Angeles Lakers (3) Minnesota Timberwolves - (6) Phoenix Suns 4) Los Angeles Clippers - (5) Dallas Mavericks
NBA Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Littler laug því að hann væri hættur Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira