„Aldeilis hlessa“ á auknum viðbúnaði vegna mögulegs goss Bjarki Sigurðsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 20. apríl 2024 11:46 Ármann Höskuldsson segist ekki hafa séð gögn sem bendi til þess að annað gos fari að hefjast. Vísir/Arnar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segist alls ekki sjá neitt sem bendi til þess að annað eldgos sé að hefjast. „Þó að það sé ris undir Svartsengi, við erum búin að horfa á það gerast trekk í trekk. Nú er ég bara aldeilis hlessa,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. „Nei ég skil þetta ekki. En þau ráða þessu, ekki ég,“ segir hann um aukinn viðbúnað almannavarna vegna aukinnar eldgosahættu. Í gær var fjallað um að talið væri að nýtt eldgos gæti hafist hvenær sem er, jafnvel þó annað gos sé enn í gangi. „Ég get ekki tekið undir slíkt, nema að ég sjái einhver fleiri gögn en ég hef séð,“ segir Ármann. „Persónulega finnst mér, eftir að við erum komin í þetta ástand og erum að fylgjast með þessu, þá léttum við á hættuástandi á svæðinu til muna því það eru engar líkur á katastrófísku eldgosi.“ Hann útskýrir að landrisið sem mælist nú sé ekki þess eðlis. Það muni taka sinn tíma, en svo muni mögulega hlutirnir fara að gerast. „Þetta er bara eins og þetta hefur verið. Við mælum landris og það er vísbending um að það sé kvika að safnast fyrir sem með tíð og tíma getur komið til yfirborðs. Þar er fyrst og fremst treyst á jarðskjálfta þegar kvikan leggur af stað til yfirborðs. Það hefur mér að vitandi ekki klikkað enn þá. Að vísu hefur viðvörunin ekki verið nema klukkutími eða tveir, en við fáum allavega viðvörun. Og við þekkjum þetta orðið tiltölulega vel hvernig eldgosin haga sér. Ég er bara ekki að átta mig á þessu, því miður.“ Ármann telur ef eitthvað er líklegra að slökkvi á hinu eldgosinu fyrst áður en annað hefjist. Þar að auki segir hann vangaveltur hafa verið í gangi um að kvikan sem er að safnast núna muni eða sé að fara út um gosið sem er í gangi. „Ef aukið landris sem mælist kemur til með að valda því að það bæti hægt og rólega í þá gíga sem nú þegar eru í gangi þá tekur það tíma. Þeir eru ekki að fara að rjúka upp.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira
„Þó að það sé ris undir Svartsengi, við erum búin að horfa á það gerast trekk í trekk. Nú er ég bara aldeilis hlessa,“ segir Ármann í samtali við fréttastofu. „Nei ég skil þetta ekki. En þau ráða þessu, ekki ég,“ segir hann um aukinn viðbúnað almannavarna vegna aukinnar eldgosahættu. Í gær var fjallað um að talið væri að nýtt eldgos gæti hafist hvenær sem er, jafnvel þó annað gos sé enn í gangi. „Ég get ekki tekið undir slíkt, nema að ég sjái einhver fleiri gögn en ég hef séð,“ segir Ármann. „Persónulega finnst mér, eftir að við erum komin í þetta ástand og erum að fylgjast með þessu, þá léttum við á hættuástandi á svæðinu til muna því það eru engar líkur á katastrófísku eldgosi.“ Hann útskýrir að landrisið sem mælist nú sé ekki þess eðlis. Það muni taka sinn tíma, en svo muni mögulega hlutirnir fara að gerast. „Þetta er bara eins og þetta hefur verið. Við mælum landris og það er vísbending um að það sé kvika að safnast fyrir sem með tíð og tíma getur komið til yfirborðs. Þar er fyrst og fremst treyst á jarðskjálfta þegar kvikan leggur af stað til yfirborðs. Það hefur mér að vitandi ekki klikkað enn þá. Að vísu hefur viðvörunin ekki verið nema klukkutími eða tveir, en við fáum allavega viðvörun. Og við þekkjum þetta orðið tiltölulega vel hvernig eldgosin haga sér. Ég er bara ekki að átta mig á þessu, því miður.“ Ármann telur ef eitthvað er líklegra að slökkvi á hinu eldgosinu fyrst áður en annað hefjist. Þar að auki segir hann vangaveltur hafa verið í gangi um að kvikan sem er að safnast núna muni eða sé að fara út um gosið sem er í gangi. „Ef aukið landris sem mælist kemur til með að valda því að það bæti hægt og rólega í þá gíga sem nú þegar eru í gangi þá tekur það tíma. Þeir eru ekki að fara að rjúka upp.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Fleiri fréttir Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Sjá meira