Innlent

For­maður á­varpar flokks­þing Fram­sóknar

Lovísa Arnardóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm

37. Flokksþing Framsóknar er haldið í dag og á morgun á Hótel Hilton í Reykjavík. Framsókn heldur reglulegt flokksþing eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.

Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans. Streymt verður frá fundinum í dag á milli 13 og 14 á meðan formaður, Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, og oddviti flokksins í Reykjavík og borgarstjóri, Einar Þorsteinsson, halda ræður. 

Dagskrá þingsins

Laugardagur 20. apríl –

Kl. 08:00 – Skráning, afhending þinggagna

Kl. 09:00 – Þingsetning – kosning þingforseta (4)

Kl. 09:10 – Kosning þingritara (4), kjörbréfanefndar (5), kjörstjórnar (7), samræmingarnefndar (3) og dagskrárnefndar (3)

Kl. 09:15 – Skýrsla ritara, Ásmundar Einars Daðasonar

Kl. 09:30 – Mál lögð fyrir þingið

Kl. 09:45 – Nefndastörf hefjast

Kl. 12:00 – Hádegishlé

Kl. 13:00 – Yfirlitsræða formanns, Sigurðar Inga Jóhannssonar

Kl. 13:30 – Ræða varaformanns, Lilju Daggar Alfreðsdóttur

Kl. 13:45 – Ávarp borgarstjóra, Einars Þorsteinssonar

Kl. 14:00 – Almennar umræður

Kl. 15:45 – Íslensk kvikmyndagerð – Baltasar Kormákur

Kl. 15:40 – Afgreiðsla mála – lagabreytingar

Kl. 16:00 – Nefndastörf, framhald

Kl. 19:00 – Fordrykkur

Kl. 20:00 – Kvöldverðarhóf

Sunnudagur 21. apríl –

Kl. 08:30 – Skráning og afhending þinggagna

Kl. 09:00 – Nefndastörf, framhald

Kl. 09:30 – Lagabreytingar – afgreiðsla

Kl. 10:00 – Afgreiðsla mála

Kl. 11:30 – Kosningar: Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd, siðanefnd og skoðunarmenn reikninga

Kl. 12:00 – Hádegishlé

Kl. 13:00 – Afgreiðsla mála, framhald

Kl. 16:30 – Önnur mál

Kl. 17:00 – Þingslit




Fleiri fréttir

Sjá meira


×