Svona er síminn hannaður til að stela athygli okkar Skúli Bragi Geirdal skrifar 22. apríl 2024 08:00 Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Er efnið sem þar er að finna alltaf svo mikilvægt og áríðandi að það gengur fyrir þau samskipti sem við erum að eiga við fólkið í kringum okkur? Förum við í símann þegar að við erum undir stýri? (Já það telst líka með að gera það á rauðu ljósi). Lengjum við klósettferðirnar okkar til að vera lengur í símanum? Leggjum við símann alltaf á borðið á fundum, í kaffitímanum eða við matarboðið og leyfum þannig tilkynningunum á skjánum að stela athygli okkar? Setjum við börnin okkar fyrir framan skjá til þess að kaupa okkur sjálfum skjátíma? Leitum við í símann alltaf þegar að okkur leiðist? Erum við hrædd við að vera vandræðaleg á almannafæri og förum í símann til að þykjast vera að sinna einhverju mikilvægu frekar en að líta upp og leyfa huganum að reika? Dettum við út í samtölum við annað fólk því við ætluðum að fletta einhverju eldsnöggt upp en rákumst svo á eitthvað annað sem greip athygli okkar? Getum við átt gæðastundir með fjölskyldunni án þess að láta símann trufla okkur? Skortir okkur sjálfsstjórn eða felst svarið mögulega að einhverju leyti í hönnun tækisins sem vekur okkur að morgni og heldur okkur frá því að fara að sofa að kvöldi? 1. Verðlaun og viðurkenning Þegar að við þjálfum hundinn okkar þá gefum við honum smá hundanammi í verðlaun fyrir hegðun sem við viljum styrkja. Smám saman lærir hundurinn að hlýða og fer að endurtaka þá hegðun sem hann fær verðlaun fyrir. Þetta kallast virk skilyrðing í sálfræðinni. Í símanum fáum við „like“ og „reactions“ eins og verðlaun í umbunarkerfi. Hegðun er á þennan hátt styrkt með ýmsum hætti þegar að við notum símann okkar. Við opnum tölvupóst eða app og losnum þar með við rauðu áberandi tilkynninguna sem að öskraði á athygli okkar. „Vel gert hjá þér!“ 2. Það er auðvelt að halda endalaust áfram Við klárum ekki efnið í símanum okkar. Þetta er ekki eins og bók sem við klárum að lesa eða þáttur sem hefur upphaf og endi. Við getum skrollað áfram alveg endalaust eftir nýju efni. Myndbönd byrja að spilast án þess að við þurfum að ýta á takka til að hefja spilun og algóritminn bíður átekta með næstu uppástungur að efni sem hann sérsníðir að okkar áhugasviði. Áður en ég hef tækifæri til að missa athyglina er ég kominn með meira efni til að halda mér við skjáinn. Mér þarf aldrei að leiðist því um leið og efnið verður óáhugavert get ég smellt á „refresh“ eða dregið skjáinn niður eins og sveif á spilakassa til að fá inn nýjan skammt af efni. 3. Árangur Fólk deilir efninu okkar, bregst við því og deilir áfram. Við fáum á tilfinninguna að við skiptum máli, að á okkur sé hlustað og það sem við segjum geti haft áhrif. Þetta er sterk upplifun og mikilvæg og það vita hönnuðir tækjanna sem við erum með í höndunum. Hversu marga „vini“ og „fylgjendur“ ertu með á samfélagsmiðlum? Leikurinn snýst um að láta okkur upplifa það að við séum að ná ákveðnu forskoti eða árangri með aukinni notkun. Ef við horfum á efnið sem við erum að skoða daginn út og inn í símunum okkar, kemur það frá fólkinu sem skiptir okkur máli í lífinu eða þeim sem eru duglegastir að trana sér fram? Raunverulegir vinir okkar og fjölskylda eru sett saman í pott með fólki sem við þekkjum lítið og jafnvel alls ekki neitt. Öllum er safnað saman í tölu til þess að gefa til kynna hversu vinsæl eða óvinsæl við erum. Við lendum í því að vera í stöðugri leit að viðurkenningu og byggjum sjálfsmynd okkar á áliti annarra. Hversu mikið innihald raunverulega er í fögrum loforðum samfélagsmiðla um að tengja okkur betur saman? Erum við betur tengd fólkinu í lífi okkar nú eftir tilkomu snjallsíma og samfélagsmiðla eða erum við sífellt að gera okkur aðgengilegri í samskiptum við allt og alla sama hversu náin við erum þeim á kostnað þess tíma sem við eyðum með okkar nánustu? 4. Fomo (útundanótti) Nýtt trend, einhver er „active“ eða „online“ núna! Það er bein útsending í gangi af einhverjum! Ekki viljum við missa af því! Þú hefur ekki opnað appið í dag og því bíða þín nokkrar tilkynningar sem freista þess að ná í þig, ekkert sérstakt að frétta, heldur bara appið að minna á sig. Ekki gleyma að senda öllum vinum þínum á Snapchat mynd í dag til að viðhalda vináttunni sem þið eruð búin að byggja upp þar (streak). Skiptir engu máli af hverju myndin er, gæði efnisins eru algjört aukaatriði, aðal málið er að við notum appið daglega. Ef við gerum þetta ekki þá eigum við á hættu að missa táknin sem við höfum fengið í verðlaun fyrir að halda okkar striki. 5. Spilar með tilfinningar Við erum líklegri til að bregðast við efni sem virkjar hjá okkur tilfinningaleg viðbrögð. Efni sem er sláandi, sniðugt eða særandi er þannig líklegra til að fara á flug á netinu í dreifingu manna á milli. Smellubeitur, skjáskot og „Meme“ sem kveikja í okkur eða ylja okkur um hjartarætur fá meiri athygli. Punktarnir byrja að dansa í skilaboðaglugganum okkar til að búa til eftirvæntingu hjá okkur gagnvart þeim skilaboðum sem við eigum von á. Síðan hætta þeir að dansa og þá kemur „seen“ til að segja okkur að viðkomandi las skilaboðin en ákvað að svara ekki strax. „Þvílíkur dónaskapur“, „gerði ég eitthvað rangt“, „erum við ekki lengur vinir“, „ætti ég að senda önnur skilaboð strax eða bíða?“,„hjálp!“, „plís ekki ghosta mig!“ 6. Allt er áríðandi Rauðar grípandi tilkynningar sem kalla á athygli. Liturinn er engin tilviljun. Rautt er til þess að segja okkur að tilkynningin sé áríðandi. En svo eru allar tilkynningarnar rauðar en samt vitum við innst inni að þær eru mis áríðandi. Það er bara engin leið að vita það nema opna og sjá. Ljós kemur á skjáinn til að minna okkur á að svara. Titringur og hljóð bætist við svo engin missi nú af neinu. Titringur í síma í vasa eða úri á handlegg eins og í ól á hundi þar sem markmiðið er að takmarka geltið. Af hverju ætti hundurinn að hafa eitthvað um þetta að segja? Titringur sem við stundum finnum fyrir í lærinu þótt síminn sé ekki í vasanum. Draugatilfinningin þegar að við gleymum honum. Best að finna hann áður en kvíðatilfinningin verður of mikil. Tökum stjórn á eigin notkun Síminn getur sannarlega verið frábært hjálpartæki sem getur aðstoðað okkur á ýmsa vegu í daglegum athöfnum. Sannarlega og þess vegna er markmiðið hér ekki að við losum okkur öll við síma. Markmiðið er að við stöldrum aðeins við og hugsum um okkar eigin símnotkun. Reynum að svara því fyrir okkur sjálf: Förum við í símann þegar að okkur hentar eða förum við líka í símann af því hann kallaði á athygli okkar og við erum skilyrt í að svara því kalli? Til að geta tekið stjórn á eigin símnotkun er mikilvægt að átta sig á því hvernig tækið er hannað til að grípa athygli okkar. Í því felst mikil valdefling. Aðstoðum börnin okkar að stilla tækið á ábyrgan og öruggan hátt Að lokum skulum við hafa í huga að það skiptir ekki máli hvort ég kaupi síma handa 5 ára eða 25 ára, ég fæ sama tækið í hendurnar og ábyrgðin um leið sett á mínar herðar sem foreldri að gera tækið öruggt. Þegar að við sækjum okkur nýtt app þá er tvennt í boði: Lesa langa og leiðinlega skilmála sem skrifaðir eru á þann hátt að nær ómögulegt er fyrir ólöglærðan einstakling að lesa sig í gegnum þá... eða ýta á „samþykkja“ og halda áfram. Það sem gerist þá er að við veitum appinu valdið til þess að ákveða leikreglurnar og við samþykkjum þær í blindni. Tilkynningaflóðið skellur á okkur og skilyrðingin hefst til að þjálfa okkur í skrefum í átt að aukinni notkun. Ætlum við sem foreldrar að taka málin í okkar hendur bæði sem fyrirmyndir og uppalendur eða erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið í staðinn? Höfundur er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Tækni Netöryggi Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Af hverju er svona erfitt að leggja frá sér símann? Er efnið sem þar er að finna alltaf svo mikilvægt og áríðandi að það gengur fyrir þau samskipti sem við erum að eiga við fólkið í kringum okkur? Förum við í símann þegar að við erum undir stýri? (Já það telst líka með að gera það á rauðu ljósi). Lengjum við klósettferðirnar okkar til að vera lengur í símanum? Leggjum við símann alltaf á borðið á fundum, í kaffitímanum eða við matarboðið og leyfum þannig tilkynningunum á skjánum að stela athygli okkar? Setjum við börnin okkar fyrir framan skjá til þess að kaupa okkur sjálfum skjátíma? Leitum við í símann alltaf þegar að okkur leiðist? Erum við hrædd við að vera vandræðaleg á almannafæri og förum í símann til að þykjast vera að sinna einhverju mikilvægu frekar en að líta upp og leyfa huganum að reika? Dettum við út í samtölum við annað fólk því við ætluðum að fletta einhverju eldsnöggt upp en rákumst svo á eitthvað annað sem greip athygli okkar? Getum við átt gæðastundir með fjölskyldunni án þess að láta símann trufla okkur? Skortir okkur sjálfsstjórn eða felst svarið mögulega að einhverju leyti í hönnun tækisins sem vekur okkur að morgni og heldur okkur frá því að fara að sofa að kvöldi? 1. Verðlaun og viðurkenning Þegar að við þjálfum hundinn okkar þá gefum við honum smá hundanammi í verðlaun fyrir hegðun sem við viljum styrkja. Smám saman lærir hundurinn að hlýða og fer að endurtaka þá hegðun sem hann fær verðlaun fyrir. Þetta kallast virk skilyrðing í sálfræðinni. Í símanum fáum við „like“ og „reactions“ eins og verðlaun í umbunarkerfi. Hegðun er á þennan hátt styrkt með ýmsum hætti þegar að við notum símann okkar. Við opnum tölvupóst eða app og losnum þar með við rauðu áberandi tilkynninguna sem að öskraði á athygli okkar. „Vel gert hjá þér!“ 2. Það er auðvelt að halda endalaust áfram Við klárum ekki efnið í símanum okkar. Þetta er ekki eins og bók sem við klárum að lesa eða þáttur sem hefur upphaf og endi. Við getum skrollað áfram alveg endalaust eftir nýju efni. Myndbönd byrja að spilast án þess að við þurfum að ýta á takka til að hefja spilun og algóritminn bíður átekta með næstu uppástungur að efni sem hann sérsníðir að okkar áhugasviði. Áður en ég hef tækifæri til að missa athyglina er ég kominn með meira efni til að halda mér við skjáinn. Mér þarf aldrei að leiðist því um leið og efnið verður óáhugavert get ég smellt á „refresh“ eða dregið skjáinn niður eins og sveif á spilakassa til að fá inn nýjan skammt af efni. 3. Árangur Fólk deilir efninu okkar, bregst við því og deilir áfram. Við fáum á tilfinninguna að við skiptum máli, að á okkur sé hlustað og það sem við segjum geti haft áhrif. Þetta er sterk upplifun og mikilvæg og það vita hönnuðir tækjanna sem við erum með í höndunum. Hversu marga „vini“ og „fylgjendur“ ertu með á samfélagsmiðlum? Leikurinn snýst um að láta okkur upplifa það að við séum að ná ákveðnu forskoti eða árangri með aukinni notkun. Ef við horfum á efnið sem við erum að skoða daginn út og inn í símunum okkar, kemur það frá fólkinu sem skiptir okkur máli í lífinu eða þeim sem eru duglegastir að trana sér fram? Raunverulegir vinir okkar og fjölskylda eru sett saman í pott með fólki sem við þekkjum lítið og jafnvel alls ekki neitt. Öllum er safnað saman í tölu til þess að gefa til kynna hversu vinsæl eða óvinsæl við erum. Við lendum í því að vera í stöðugri leit að viðurkenningu og byggjum sjálfsmynd okkar á áliti annarra. Hversu mikið innihald raunverulega er í fögrum loforðum samfélagsmiðla um að tengja okkur betur saman? Erum við betur tengd fólkinu í lífi okkar nú eftir tilkomu snjallsíma og samfélagsmiðla eða erum við sífellt að gera okkur aðgengilegri í samskiptum við allt og alla sama hversu náin við erum þeim á kostnað þess tíma sem við eyðum með okkar nánustu? 4. Fomo (útundanótti) Nýtt trend, einhver er „active“ eða „online“ núna! Það er bein útsending í gangi af einhverjum! Ekki viljum við missa af því! Þú hefur ekki opnað appið í dag og því bíða þín nokkrar tilkynningar sem freista þess að ná í þig, ekkert sérstakt að frétta, heldur bara appið að minna á sig. Ekki gleyma að senda öllum vinum þínum á Snapchat mynd í dag til að viðhalda vináttunni sem þið eruð búin að byggja upp þar (streak). Skiptir engu máli af hverju myndin er, gæði efnisins eru algjört aukaatriði, aðal málið er að við notum appið daglega. Ef við gerum þetta ekki þá eigum við á hættu að missa táknin sem við höfum fengið í verðlaun fyrir að halda okkar striki. 5. Spilar með tilfinningar Við erum líklegri til að bregðast við efni sem virkjar hjá okkur tilfinningaleg viðbrögð. Efni sem er sláandi, sniðugt eða særandi er þannig líklegra til að fara á flug á netinu í dreifingu manna á milli. Smellubeitur, skjáskot og „Meme“ sem kveikja í okkur eða ylja okkur um hjartarætur fá meiri athygli. Punktarnir byrja að dansa í skilaboðaglugganum okkar til að búa til eftirvæntingu hjá okkur gagnvart þeim skilaboðum sem við eigum von á. Síðan hætta þeir að dansa og þá kemur „seen“ til að segja okkur að viðkomandi las skilaboðin en ákvað að svara ekki strax. „Þvílíkur dónaskapur“, „gerði ég eitthvað rangt“, „erum við ekki lengur vinir“, „ætti ég að senda önnur skilaboð strax eða bíða?“,„hjálp!“, „plís ekki ghosta mig!“ 6. Allt er áríðandi Rauðar grípandi tilkynningar sem kalla á athygli. Liturinn er engin tilviljun. Rautt er til þess að segja okkur að tilkynningin sé áríðandi. En svo eru allar tilkynningarnar rauðar en samt vitum við innst inni að þær eru mis áríðandi. Það er bara engin leið að vita það nema opna og sjá. Ljós kemur á skjáinn til að minna okkur á að svara. Titringur og hljóð bætist við svo engin missi nú af neinu. Titringur í síma í vasa eða úri á handlegg eins og í ól á hundi þar sem markmiðið er að takmarka geltið. Af hverju ætti hundurinn að hafa eitthvað um þetta að segja? Titringur sem við stundum finnum fyrir í lærinu þótt síminn sé ekki í vasanum. Draugatilfinningin þegar að við gleymum honum. Best að finna hann áður en kvíðatilfinningin verður of mikil. Tökum stjórn á eigin notkun Síminn getur sannarlega verið frábært hjálpartæki sem getur aðstoðað okkur á ýmsa vegu í daglegum athöfnum. Sannarlega og þess vegna er markmiðið hér ekki að við losum okkur öll við síma. Markmiðið er að við stöldrum aðeins við og hugsum um okkar eigin símnotkun. Reynum að svara því fyrir okkur sjálf: Förum við í símann þegar að okkur hentar eða förum við líka í símann af því hann kallaði á athygli okkar og við erum skilyrt í að svara því kalli? Til að geta tekið stjórn á eigin símnotkun er mikilvægt að átta sig á því hvernig tækið er hannað til að grípa athygli okkar. Í því felst mikil valdefling. Aðstoðum börnin okkar að stilla tækið á ábyrgan og öruggan hátt Að lokum skulum við hafa í huga að það skiptir ekki máli hvort ég kaupi síma handa 5 ára eða 25 ára, ég fæ sama tækið í hendurnar og ábyrgðin um leið sett á mínar herðar sem foreldri að gera tækið öruggt. Þegar að við sækjum okkur nýtt app þá er tvennt í boði: Lesa langa og leiðinlega skilmála sem skrifaðir eru á þann hátt að nær ómögulegt er fyrir ólöglærðan einstakling að lesa sig í gegnum þá... eða ýta á „samþykkja“ og halda áfram. Það sem gerist þá er að við veitum appinu valdið til þess að ákveða leikreglurnar og við samþykkjum þær í blindni. Tilkynningaflóðið skellur á okkur og skilyrðingin hefst til að þjálfa okkur í skrefum í átt að aukinni notkun. Ætlum við sem foreldrar að taka málin í okkar hendur bæði sem fyrirmyndir og uppalendur eða erum við sátt við að algóritminn sjái um uppeldið í staðinn? Höfundur er sviðsstjóri SAFT – Netöryggismiðstöðvar Íslands.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar