Duda segir Pólverja reiðubúna til að geyma kjarnorkuvopn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. apríl 2024 09:10 Rússar hafa greint frá því að þeir hafi komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Getty Pólland er reiðubúið til að leyfa bandamönnum að koma fyrir kjarnorkuvopnum í landinu ef Atlantshafsbandalagið ákveður að koma vopnunum fyrir víðar til að bregðast við auknum viðbúnaði Rússa í Belarús og Kalíningrad. Þetta segir Andrzej Duda, forseti Póllands, í viðtali við dagblaðið Fakt sem birt var í morgun. Pólland deilir landamærum með bæði Belarús og Kalíningrad. Duda er nýkomin úr heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem hann fundaði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og ræddi stöðu mála í Úkraínu við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Duda segir í viðtalinu að viðræður um samvinnu Bandaríkjanna og Póllands í kjarnorkumálum hafa staðið yfir í nokkrun tíma. „Ég hef þegar rætt þetta nokkrum sinnum. Ég verð að viðurkenna að þegar þeir spurðu um þetta þá lýsti ég yfir vilja okkar,“ segir Duda. Rússar hafa greint frá því að hafa komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Á sama tíma saka þeir Vesturlönd um að auka áhættuna á stríði milli kjarnorkuvelda heims með stuðningi sínum við Úkraínu. Reuters hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið séu með það á heilanum að sigra Rússland en það skapaði aukna hættu á notkun kjarnorkuvopna. Lavrov sagði Vesturveldin komin fram á bjargbrúnina hvað þetta varðaði en mesta áhyggjuefnið væri stuðningur þríeykisins Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, kjarnorkuvelda vestursins, við „glæpsamleg“ stjórnvöld Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur áður varað við því að Rússar muni mögulega grípa til kjarnorkuvopna ef Atlantshafsbandalagið ákveður að senda hermenn inn í Úkraínu. Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Þetta segir Andrzej Duda, forseti Póllands, í viðtali við dagblaðið Fakt sem birt var í morgun. Pólland deilir landamærum með bæði Belarús og Kalíningrad. Duda er nýkomin úr heimsókn til Bandaríkjanna, þar sem hann fundaði í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og ræddi stöðu mála í Úkraínu við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda. Duda segir í viðtalinu að viðræður um samvinnu Bandaríkjanna og Póllands í kjarnorkumálum hafa staðið yfir í nokkrun tíma. „Ég hef þegar rætt þetta nokkrum sinnum. Ég verð að viðurkenna að þegar þeir spurðu um þetta þá lýsti ég yfir vilja okkar,“ segir Duda. Rússar hafa greint frá því að hafa komið kjarnorkuvopnum fyrir í Belarús. Á sama tíma saka þeir Vesturlönd um að auka áhættuna á stríði milli kjarnorkuvelda heims með stuðningi sínum við Úkraínu. Reuters hefur eftir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, að Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið séu með það á heilanum að sigra Rússland en það skapaði aukna hættu á notkun kjarnorkuvopna. Lavrov sagði Vesturveldin komin fram á bjargbrúnina hvað þetta varðaði en mesta áhyggjuefnið væri stuðningur þríeykisins Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, kjarnorkuvelda vestursins, við „glæpsamleg“ stjórnvöld Úkraínu. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur áður varað við því að Rússar muni mögulega grípa til kjarnorkuvopna ef Atlantshafsbandalagið ákveður að senda hermenn inn í Úkraínu.
Pólland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Kjarnorka Tengdar fréttir Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Ríki heims verja metupphæðum til hermála Þjóðir heims hafa aldrei varið meiri fjármunum til her- og varnarmála en útgjöldin á heimsvísu eru nú talin nema um 2.440 milljörðum Bandaríkjadollara. Útgjöldin jukust um 6,8 prósent milli áranna 2022 og 2023. 22. apríl 2024 07:14