„Mér finnst þetta fullmikið“ Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2024 11:31 Viðar Örn Hafsteinsson verður ekki með David Ramos til taks í kvöld þegar Höttur freistar þess að vinna Val öðru sinni, í sinni fyrstu úrslitakeppni. vísir/Hulda Margrét „Það er mikill missir að hann skuli missa af næstu þremur leikjum,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, um David Ramos sem nú er kominn í leikbann fyrir pungspark í leik gegn Val. Tímabilinu gæti verið lokið hjá Ramos sem verður ekki með á Egilsstöðum í kvöld, þegar Höttur freistar þess að jafna einvígið við Val í 2-2 í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Viðar er hins vegar sannfærður um að Ramos fái fleiri tækifæri til að spila í úrslitakeppninni, með því að Höttur komist í undanúrslit. „Hann verður bara klár í leik tvö í undanúrslitunum,“ sagði Viðar í samtali við Vísi. Um hámarksbann er að ræða án þess að Hetti gefist kostur á að áfrýja úrskurðinum, en í reglugerð KKÍ segir að aðeins megi áfrýja fjögurra leikja banni eða þyngri refsingu. Viðar og félagar hafa því ekki önnur ráð en að una dómnum: „Mér finnst þetta fullmikið. Ég er auðvitað litaður og hafði vonast eftir eins leiks banni en hefði skilið tveggja leikja bann. En það þýðir ekkert að pæla í því,“ sagði Viðar. Ramos ósáttur við sín viðbrögð Bannið fékk Ramos fyrir að sparka frá sér, beint í klof Franks Arons Booker, liggjandi á gólfinu eftir að sá síðarnefndi hafði veitt honum högg. Dómarar leiksins gátu hins vegar ekki skoðað atvikið aftur þar sem VAR-skjár var ekki í boði á þessum leik. „Það hefði klárlega átt að vera skoðað, en það er bara okkar að svara þessu inni á vellinum í kvöld,“ sagði Viðar, en hver voru viðbrögð Ramos eftir leik? „Hann er ósáttur við sín viðbrögð, gerði mistök, og það er bara búið,“ sagði Viðar. En hversu mikil áhrif hefur dómurinn á einvígið? „David er búinn að spila vel í þessu einvígi og það er vont að missa hann út, en það koma aðrir menn í staðinn sem eru klárir í að stíga upp,“ sagði Viðar. Subway-deild karla Höttur Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira
Tímabilinu gæti verið lokið hjá Ramos sem verður ekki með á Egilsstöðum í kvöld, þegar Höttur freistar þess að jafna einvígið við Val í 2-2 í 8-liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Viðar er hins vegar sannfærður um að Ramos fái fleiri tækifæri til að spila í úrslitakeppninni, með því að Höttur komist í undanúrslit. „Hann verður bara klár í leik tvö í undanúrslitunum,“ sagði Viðar í samtali við Vísi. Um hámarksbann er að ræða án þess að Hetti gefist kostur á að áfrýja úrskurðinum, en í reglugerð KKÍ segir að aðeins megi áfrýja fjögurra leikja banni eða þyngri refsingu. Viðar og félagar hafa því ekki önnur ráð en að una dómnum: „Mér finnst þetta fullmikið. Ég er auðvitað litaður og hafði vonast eftir eins leiks banni en hefði skilið tveggja leikja bann. En það þýðir ekkert að pæla í því,“ sagði Viðar. Ramos ósáttur við sín viðbrögð Bannið fékk Ramos fyrir að sparka frá sér, beint í klof Franks Arons Booker, liggjandi á gólfinu eftir að sá síðarnefndi hafði veitt honum högg. Dómarar leiksins gátu hins vegar ekki skoðað atvikið aftur þar sem VAR-skjár var ekki í boði á þessum leik. „Það hefði klárlega átt að vera skoðað, en það er bara okkar að svara þessu inni á vellinum í kvöld,“ sagði Viðar, en hver voru viðbrögð Ramos eftir leik? „Hann er ósáttur við sín viðbrögð, gerði mistök, og það er bara búið,“ sagði Viðar. En hversu mikil áhrif hefur dómurinn á einvígið? „David er búinn að spila vel í þessu einvígi og það er vont að missa hann út, en það koma aðrir menn í staðinn sem eru klárir í að stíga upp,“ sagði Viðar.
Subway-deild karla Höttur Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Fleiri fréttir Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Sjá meira