Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. apríl 2024 20:26 Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna gegnir mikilvægu hlutverki í mannúðaraðstoð á stríðshrjáðu Gasasvæðinu. AP/Fatima Shbair Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. Þetta kom fram í skýrslu sem Catherine Colonna, utanríkisráðherra Frakklands, stýrði og var gerð fyrir Sameinuðu þjóðirnar í kjölfar þess að ásakanir Ísraelsmanna í garð hóps starfsmanna litu dagsins ljós. Samkvæmt skýrslunni hefur Flóttamannaaðstoðin sinnt tilkynningarskyldu sinni gagnvart ísraelskum yfirvöldum samviskusamlega. Fram kemur að Ísraelsmenn hafi haft í höndunum lista yfir alla starfsmenn Flóttamannaaðstoðarinnar frá 2011. Ásakanir Ísraelsmanna í garð Flóttamannaaðstoðarinnar urðu til þess að fjöldi þjóða, þeirra á meðal Ísland, frysti greiðslur sínar til stofnunarinnar sem sinnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð á Gasasvæðinu og víðar. Í skýrslunni kemur mikilvægi Flóttamannaaðstoðarinnar í mannúðaraðstoð við Palestínumenn á vergangi vegna stríðsins skýrt fram. Milljónir eiga í erfiðleikum með að útvega sér mat, vatni, skjóli og læknisaðstoð. „Þar sem engin pólitísk lausn er á átökum Ísraela og Palestínumanna er UNRWA áfram lykilhluti þess að veita mannúðaraðstoð og nauðsynlega félagslega þjónustu, sérstaklega í heilbrigðis- og menntamálum, til palestínskra flóttamanna í Gasa, Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi og Vesturbakkanum,“ segir í skýrslunni. Skýrslan leggur til úrbætur í eftirliti með starfsmönnum en jafnframt er bent á að starfsfólk sætir þegar talsvert strangara eftirliti en á öðrum sambærilegum hjálparstofnunum. Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Þetta kom fram í skýrslu sem Catherine Colonna, utanríkisráðherra Frakklands, stýrði og var gerð fyrir Sameinuðu þjóðirnar í kjölfar þess að ásakanir Ísraelsmanna í garð hóps starfsmanna litu dagsins ljós. Samkvæmt skýrslunni hefur Flóttamannaaðstoðin sinnt tilkynningarskyldu sinni gagnvart ísraelskum yfirvöldum samviskusamlega. Fram kemur að Ísraelsmenn hafi haft í höndunum lista yfir alla starfsmenn Flóttamannaaðstoðarinnar frá 2011. Ásakanir Ísraelsmanna í garð Flóttamannaaðstoðarinnar urðu til þess að fjöldi þjóða, þeirra á meðal Ísland, frysti greiðslur sínar til stofnunarinnar sem sinnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð á Gasasvæðinu og víðar. Í skýrslunni kemur mikilvægi Flóttamannaaðstoðarinnar í mannúðaraðstoð við Palestínumenn á vergangi vegna stríðsins skýrt fram. Milljónir eiga í erfiðleikum með að útvega sér mat, vatni, skjóli og læknisaðstoð. „Þar sem engin pólitísk lausn er á átökum Ísraela og Palestínumanna er UNRWA áfram lykilhluti þess að veita mannúðaraðstoð og nauðsynlega félagslega þjónustu, sérstaklega í heilbrigðis- og menntamálum, til palestínskra flóttamanna í Gasa, Jórdaníu, Líbanon, Sýrlandi og Vesturbakkanum,“ segir í skýrslunni. Skýrslan leggur til úrbætur í eftirliti með starfsmönnum en jafnframt er bent á að starfsfólk sætir þegar talsvert strangara eftirliti en á öðrum sambærilegum hjálparstofnunum.
Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Flóttamannaaðstoðinni meinað að koma birgðum til hrjáðra Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hefur verið meinað af ísraelskum yfirvöldum að færa sveltandi fólki á norðanverðu Gazasvæðinu matvæli. Þar er mesta hættan á hungursneyð um þessar mundir. 24. mars 2024 23:54