Myndaði annan mann í sturtuklefanum Árni Sæberg skrifar 23. apríl 2024 09:30 Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm yfir manninum þann 17. apríl síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að taka ljósmyndir af öðrum manni í sturtuklefa. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot gegn kynferðislegri friðhelgi, með því að hafa í júlí árið 2022, í sturtuklefa ótilgreinds baðstaðs án samþykkis og vitneskju manns tekið tvær ljósmyndir af honum á farsíma sinn, þar sem maðurinn baðaði sig nakinn í sturtuklefanum. Játaði skýlaust og eyddi myndunum Í dóminum segir að maðurinn hafi játað háttsemi sína skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að miskabótakrafa brotaþola yrði lækkuð. Brotaþoli fór fram á eina milljón króna í miskabætur. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi. Hann hefði skýlaust játað brot sitt bæði fyrir dómi og á rannsóknarstigi málsins. Hann hafi sömuleiðis eytt þeim ljósmyndum sem um ræðir og því ekki um það að ræða að þær hafi verið birtar eða farið í dreifingu. Loks hafi hann lagt sig fram um að upplýsa málið. Með vísan til þess þótti refsing mannsins hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsisvist. Þá þótti rétt að fresta fullnustu refsingar og láta hana niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Kostaði rúma milljón Sem áður segir gerði brotaþoli í málinu miskabótakröfu upp á eina milljón króna. Í dóminum segir að með háttsemi sinni hafi maðurinn brotið gróflega gegn kynferðislegrir friðhelgi brotaþola. Aftur á móti hafi maðurinn, þegar hann var staðinn að verki, þá þegar eytt ljósmyndunum og þannig takmarkað það tjón sem af háttsemi hans hlaust. Með vísan til þess þætti rétt að maðurinn greiði brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá var manninum gert að greiða skipuðum verjanda sínum tæplega 500 þúsund krónur og réttargæslumanni9 brotaþola rúmlega 320 þúsund krónur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir brot gegn kynferðislegri friðhelgi, með því að hafa í júlí árið 2022, í sturtuklefa ótilgreinds baðstaðs án samþykkis og vitneskju manns tekið tvær ljósmyndir af honum á farsíma sinn, þar sem maðurinn baðaði sig nakinn í sturtuklefanum. Játaði skýlaust og eyddi myndunum Í dóminum segir að maðurinn hafi játað háttsemi sína skýlaust og krafist vægustu refsingar sem lög leyfa og að miskabótakrafa brotaþola yrði lækkuð. Brotaþoli fór fram á eina milljón króna í miskabætur. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að maðurinn hefði ekki áður gerst sekur um refsiverða háttsemi hér á landi. Hann hefði skýlaust játað brot sitt bæði fyrir dómi og á rannsóknarstigi málsins. Hann hafi sömuleiðis eytt þeim ljósmyndum sem um ræðir og því ekki um það að ræða að þær hafi verið birtar eða farið í dreifingu. Loks hafi hann lagt sig fram um að upplýsa málið. Með vísan til þess þótti refsing mannsins hæfilega ákveðin þrjátíu daga fangelsisvist. Þá þótti rétt að fresta fullnustu refsingar og láta hana niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Kostaði rúma milljón Sem áður segir gerði brotaþoli í málinu miskabótakröfu upp á eina milljón króna. Í dóminum segir að með háttsemi sinni hafi maðurinn brotið gróflega gegn kynferðislegrir friðhelgi brotaþola. Aftur á móti hafi maðurinn, þegar hann var staðinn að verki, þá þegar eytt ljósmyndunum og þannig takmarkað það tjón sem af háttsemi hans hlaust. Með vísan til þess þætti rétt að maðurinn greiði brotaþola 400 þúsund krónur í miskabætur. Þá var manninum gert að greiða skipuðum verjanda sínum tæplega 500 þúsund krónur og réttargæslumanni9 brotaþola rúmlega 320 þúsund krónur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira