Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Keflavík 85-114 | Sjóðheit Keflavíkursókn blés nýliðana burt Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. apríl 2024 21:00 VÍSIR/VILHELM Keflavík tryggði sig áfram í undanúrslit Subway deildar karla með stórsigri gegn Álftanesi. Lokatölur í Forsetahöllinni 85-114. Keflavík mætir Grindavík í næstu umferð. Fyrir Álftanes gekk eiginlega allt á afturfótunum frá upphafsflauti. Haukur Helgi vann uppkastið við Marek Dolazej en blakaði boltanum óvart til Keflavíkur sem komst strax yfir. Vond byrjun sem versnaði bara eftir því sem leið á leikhlutann. Álftanes var búið að brjóta fimm sinnum af sér eftir rétt rúmar fimm mínútur og endaði fyrsta leikhlutann fjórtán stigum undir, 14-28. Keflavík byrjaði annan leikhluta með glæsibrag. Eða, Marek Dolazej byrjaði annan leikhlutann með glæsibrag, réttara sagt. Setti þrist í fyrstu sókn og tók svo góða troðslu í þeirri næstu. Stigasöfnun Álftaness gekk öllu betur í öðrum leikhlutanum en liðið var enn í vandræðum varnarlega, þjálfarinn reyndi ýmsar útfærslur og skipti ört á mönnum, en ekkert virtist ganga. Rétt fyrir hálfleik náði Álftanes góðum varnarstoppum og tveimur góðum sóknum í röð, ákefð liðsins jókst og áhorfendur leyfðu sér að trúa. En í lokasókninni gáfu þeir boltann klaufalega frá sér og Keflavík refsaði með þriggja stiga skoti hinum megin. Hálfleikstölur 39-58. Álftanes hafði þá skotið 26% frá þriggja stiga línunni og 53% af vítalínunni. Til samanburðar: Keflavík var með 75% skotnýtingu í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 54% nýtingu frá þriggja stiga línunni og 87% af vítalínunni. Keflavík hélt uppteknum hætti, og bætti bara í ef eitthvað er, þegar komið var út í seinni hálfleikinn. Það er vissulega hörð gagnrýni að Álftanes hafi verið í vandræðum varnarlega, Keflavíkursóknin var einfaldlega sjóðheit og þegar hún hitnar eru eiginlega engar varnir við. Gestirnir juku sífellt við forskot sitt í þriðja leikhlutanum. Það virtist allt fara ofan í sem þeir hentu upp og gleðin dvínaði ört hjá heimamönnum. 60-91 var staðan eftir þriðja leikhluta og sá fjórði er því varla frásögu færandi. Leikurinn var svo gott sem búinn og áhorfendum var boðið upp á tíu heilar mínútur af rusltíma. Það lét ekkert undan hjá Keflavík og aðdáendur Álftanes létu sig nokkrir bara hverfa. Kenni þeim ekki um, liðið bauð áhorfendum ekki beint upp á leik sem hélt þeim í húsi. Lokatölur 85-114. Atvik leiksins Það er ofboðslega fátt sem stendur upp úr svo einhliða leik. Atvikið í upphafi leiks þegar Keflavík komst strax yfir setti kannski svolítið tóninn fyrir leikinn. Ofantöld atburðarás undir lok fyrri hálfleiks og byrjun seinni hálfleiks var líka mjög vond fyrir heimamenn og hafði mikil áhrif. Loksins þegar hlutirnir virtust vera að ganga upp hjá þeim var moldinni sparkað í augu þeirra og Keflavík brunaði fram úr. Stjörnur og skúrkar Álftanesliðið allt er skúrkur kvöldsins. Maður leyfði sér að vonast eftir spennandi leik til að fjalla um og aðdáendur liðsins áttu betra skilið en þessa frammistöðu. Það vantaði upp á alla leikgleði og baráttuanda hjá þeim í kvöld. Stjörnur Keflavíkurliðsins voru jafn margar og skúrkar Álftaness. Frábær frammistaða hjá liðinu öllu og lítið út á þeirra leik að setja. Remy Martin auðvitað einna helst góður, Jaka Brodnik og Marek Dolezaj fá einnig hrós. Jakob Magnússon líka fyrir sína innkomu undir lokin, fékk að stíga á gólf á ruslmínútunum og setti þrjá þrista. Stemning og umgjörð Það var öllu tjaldað til í Forsetahöllinni í kvöld. Heiðursstúkan stækkuð og áhorfendaskarinn umkringdi völlinn, skapaði gríðarlega stemningu, fyrst um sinn. Keflvíkingar komu í rútuförmum og kyntu vel undir sínu liði. Stuðningsmannasveitin tók smá tíma að trekkja sig í gang en maður lifandi lét hún í sér heyra þegar líða fór á leikinn. Dómarar Bjarki Davíðsson, Davíð Tómasson og Gunnlaugur Briem héldu utan um flauturnar í kvöld. Kannski full flautuglaðir á Álftnesinga í fyrsta leikhluta, misstu líka af skrefi og sóknarvillu Remy Martin. Eftir það var ekki mikið út á tríóið að setja, enda lítil spenna í leiknum og þó vafaatriði kæmu upp nennti bara enginn að pæla í þeim. Viðtöl Pétur eftir leik Pétur Ingvarsson sagði dómgæsluna hafa gert Keflavík kleift að vinna leikinn. Vísir/Vilhelm „Síðasti leikur hér var eitthvað sem við erum ekki vanir að gera. Ef menn ætla að fara að draga ályktinar af einum leik ætti kannski frekar að skoða heildarmyndina.“ Keflavík var með 75% skotnýtingu í fyrri hálfleik og hafði skorað jafnmörg stig og þeir gerðu í öllum síðasta leiknum í Forsetahöllinni. Hvað olli þessu og átti liðið auðvelt með að komast að hringnum? „Slakur varnarleikur held ég bara. Já og nei, við vorum að leggja meiri áherslu á önnur sóknaratriði en við höfum verið að gera og fengum það sem við leituðumst eftir að gera.“ Leikurinn fór hratt og vel af stað fyrir Keflavík. Fann Pétur strax fyrir því að þessi leikur myndi vinnast stórt? „Nei. Ég fann þetta eiginlega bara um leið og dómararnir fóru að dæma villur þegar það var brotið. Þá vissi maður að þessi leikur yrði eðlilegur og við ættum möguleika að spila okkar leik. Þeir eiga þá minni möguleika.“ Keflavík mætir nágrönnum sínum úr Grindavík í undanúrslitunum. Það hefur blásið köldu milli liðanna í vetur. „Ég á bara von á því að það verði hörkuleikur. Þeir pökkuðu okkur saman á heimavelli síðast og eru búnir að vera gríðarlega öflugir eftir áramót. Ég á bara von á hörkuleik gegn hörkuliði sem virðist skrifað í skýin að verði Íslandsmeistarar.“ Eftir leiki liðanna í vetur hafa skeyti borist milli Grindavíkur og Keflavíkur sem túlka mætti illa. Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur, sagði Pétur í sandkassaleik eftir fyrri leik liðanna. Þá var einnig gerð athugasemd við orðalag Keflvíkinga fyrir leikinn. „Þeir ráða því algjörlega hvernig þeir túlka hlutina. Við æltum að vinna Grindavíkurliðið, ekki Grindavíkurbæ. Ef þeir ætla að nota það áfram þá gera þeir það. Við munum gera okkar besta í seríunni, þeir með heimavallarrétt þannig að þetta verður gríðarlega erfitt“ Subway-deild karla UMF Álftanes Keflavík ÍF
Keflavík tryggði sig áfram í undanúrslit Subway deildar karla með stórsigri gegn Álftanesi. Lokatölur í Forsetahöllinni 85-114. Keflavík mætir Grindavík í næstu umferð. Fyrir Álftanes gekk eiginlega allt á afturfótunum frá upphafsflauti. Haukur Helgi vann uppkastið við Marek Dolazej en blakaði boltanum óvart til Keflavíkur sem komst strax yfir. Vond byrjun sem versnaði bara eftir því sem leið á leikhlutann. Álftanes var búið að brjóta fimm sinnum af sér eftir rétt rúmar fimm mínútur og endaði fyrsta leikhlutann fjórtán stigum undir, 14-28. Keflavík byrjaði annan leikhluta með glæsibrag. Eða, Marek Dolazej byrjaði annan leikhlutann með glæsibrag, réttara sagt. Setti þrist í fyrstu sókn og tók svo góða troðslu í þeirri næstu. Stigasöfnun Álftaness gekk öllu betur í öðrum leikhlutanum en liðið var enn í vandræðum varnarlega, þjálfarinn reyndi ýmsar útfærslur og skipti ört á mönnum, en ekkert virtist ganga. Rétt fyrir hálfleik náði Álftanes góðum varnarstoppum og tveimur góðum sóknum í röð, ákefð liðsins jókst og áhorfendur leyfðu sér að trúa. En í lokasókninni gáfu þeir boltann klaufalega frá sér og Keflavík refsaði með þriggja stiga skoti hinum megin. Hálfleikstölur 39-58. Álftanes hafði þá skotið 26% frá þriggja stiga línunni og 53% af vítalínunni. Til samanburðar: Keflavík var með 75% skotnýtingu í fyrri hálfleik og endaði leikinn með 54% nýtingu frá þriggja stiga línunni og 87% af vítalínunni. Keflavík hélt uppteknum hætti, og bætti bara í ef eitthvað er, þegar komið var út í seinni hálfleikinn. Það er vissulega hörð gagnrýni að Álftanes hafi verið í vandræðum varnarlega, Keflavíkursóknin var einfaldlega sjóðheit og þegar hún hitnar eru eiginlega engar varnir við. Gestirnir juku sífellt við forskot sitt í þriðja leikhlutanum. Það virtist allt fara ofan í sem þeir hentu upp og gleðin dvínaði ört hjá heimamönnum. 60-91 var staðan eftir þriðja leikhluta og sá fjórði er því varla frásögu færandi. Leikurinn var svo gott sem búinn og áhorfendum var boðið upp á tíu heilar mínútur af rusltíma. Það lét ekkert undan hjá Keflavík og aðdáendur Álftanes létu sig nokkrir bara hverfa. Kenni þeim ekki um, liðið bauð áhorfendum ekki beint upp á leik sem hélt þeim í húsi. Lokatölur 85-114. Atvik leiksins Það er ofboðslega fátt sem stendur upp úr svo einhliða leik. Atvikið í upphafi leiks þegar Keflavík komst strax yfir setti kannski svolítið tóninn fyrir leikinn. Ofantöld atburðarás undir lok fyrri hálfleiks og byrjun seinni hálfleiks var líka mjög vond fyrir heimamenn og hafði mikil áhrif. Loksins þegar hlutirnir virtust vera að ganga upp hjá þeim var moldinni sparkað í augu þeirra og Keflavík brunaði fram úr. Stjörnur og skúrkar Álftanesliðið allt er skúrkur kvöldsins. Maður leyfði sér að vonast eftir spennandi leik til að fjalla um og aðdáendur liðsins áttu betra skilið en þessa frammistöðu. Það vantaði upp á alla leikgleði og baráttuanda hjá þeim í kvöld. Stjörnur Keflavíkurliðsins voru jafn margar og skúrkar Álftaness. Frábær frammistaða hjá liðinu öllu og lítið út á þeirra leik að setja. Remy Martin auðvitað einna helst góður, Jaka Brodnik og Marek Dolezaj fá einnig hrós. Jakob Magnússon líka fyrir sína innkomu undir lokin, fékk að stíga á gólf á ruslmínútunum og setti þrjá þrista. Stemning og umgjörð Það var öllu tjaldað til í Forsetahöllinni í kvöld. Heiðursstúkan stækkuð og áhorfendaskarinn umkringdi völlinn, skapaði gríðarlega stemningu, fyrst um sinn. Keflvíkingar komu í rútuförmum og kyntu vel undir sínu liði. Stuðningsmannasveitin tók smá tíma að trekkja sig í gang en maður lifandi lét hún í sér heyra þegar líða fór á leikinn. Dómarar Bjarki Davíðsson, Davíð Tómasson og Gunnlaugur Briem héldu utan um flauturnar í kvöld. Kannski full flautuglaðir á Álftnesinga í fyrsta leikhluta, misstu líka af skrefi og sóknarvillu Remy Martin. Eftir það var ekki mikið út á tríóið að setja, enda lítil spenna í leiknum og þó vafaatriði kæmu upp nennti bara enginn að pæla í þeim. Viðtöl Pétur eftir leik Pétur Ingvarsson sagði dómgæsluna hafa gert Keflavík kleift að vinna leikinn. Vísir/Vilhelm „Síðasti leikur hér var eitthvað sem við erum ekki vanir að gera. Ef menn ætla að fara að draga ályktinar af einum leik ætti kannski frekar að skoða heildarmyndina.“ Keflavík var með 75% skotnýtingu í fyrri hálfleik og hafði skorað jafnmörg stig og þeir gerðu í öllum síðasta leiknum í Forsetahöllinni. Hvað olli þessu og átti liðið auðvelt með að komast að hringnum? „Slakur varnarleikur held ég bara. Já og nei, við vorum að leggja meiri áherslu á önnur sóknaratriði en við höfum verið að gera og fengum það sem við leituðumst eftir að gera.“ Leikurinn fór hratt og vel af stað fyrir Keflavík. Fann Pétur strax fyrir því að þessi leikur myndi vinnast stórt? „Nei. Ég fann þetta eiginlega bara um leið og dómararnir fóru að dæma villur þegar það var brotið. Þá vissi maður að þessi leikur yrði eðlilegur og við ættum möguleika að spila okkar leik. Þeir eiga þá minni möguleika.“ Keflavík mætir nágrönnum sínum úr Grindavík í undanúrslitunum. Það hefur blásið köldu milli liðanna í vetur. „Ég á bara von á því að það verði hörkuleikur. Þeir pökkuðu okkur saman á heimavelli síðast og eru búnir að vera gríðarlega öflugir eftir áramót. Ég á bara von á hörkuleik gegn hörkuliði sem virðist skrifað í skýin að verði Íslandsmeistarar.“ Eftir leiki liðanna í vetur hafa skeyti borist milli Grindavíkur og Keflavíkur sem túlka mætti illa. Jóhann Þór, þjálfari Grindavíkur, sagði Pétur í sandkassaleik eftir fyrri leik liðanna. Þá var einnig gerð athugasemd við orðalag Keflvíkinga fyrir leikinn. „Þeir ráða því algjörlega hvernig þeir túlka hlutina. Við æltum að vinna Grindavíkurliðið, ekki Grindavíkurbæ. Ef þeir ætla að nota það áfram þá gera þeir það. Við munum gera okkar besta í seríunni, þeir með heimavallarrétt þannig að þetta verður gríðarlega erfitt“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum