Lýsa yfir áhyggjum af fregnum af fjöldagröfum á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 23. apríl 2024 18:24 Fólk á ferli um Khan Younis á Gasaströndinni. EPA/MOHAMMED SABER Volker Türk, yfirmaður mannréttindamála hjá Sameinuðu þjóðunum, hefur lýst yfir miklum áhyggjum af fregnum af því að hundruð líka hafi fundist í fjöldagröfum við tvö stærstu sjúkrahús Gasastrandarinnar. Palestínskir embættismenn, sem lúta stjórn Hamas-samtakanna, segja að 310 lík hafi fundist í gröfum við Nasser-sjúkrahúsið í Khan Younis eftir að Ísraelar hörfuðu þaðan í síðustu viku. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af fundi fjöldagrafa við Shifa-sjúkrahúsið, eftir að Ísraelar hörfuðu einnig þaðan í kjölfar umsáturs. Guardian hefur eftir Ravinu Shamdasani, talskonu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, að tilefni hafi verið til að hringja viðvörunarbjöllum vegna þessara fregna. Lík hafi fundist grafin með rusli og meðal þeirra væru lík gamalmenna og kvenna og að einver líkin virtust með bundnar hendur. Það gæfi augljóslega til kynna að einhverskonar ódæði hefðu verið framin og segir Shamdasani að rannsaka verði málið. Verið sé að vinna í því að staðfesta frásagnir Palestínumanna. Forsvarsmenn ísraelska hersins segja ekki rétt að hermenn hafi grafið lík við sjúkrahúsin. Í einhverjum tilfellum hefðu lík sem starfsmenn sjúkrahúsanna höfðu grafið verið grafin upp aftur og skoðuð en Ísraelar segja að þau hafi verið grafin aftur. Í yfirlýsingu frá hernum sem Reuters vitnar í segir að í þessum tilfellum hafi verið að kanna hvort ísraelskir gíslar Hamas eða annarra vígahópa hefðu verið grafnir í umræddum gröfum. Blaðamenn Reuters segjast hafa séð lík grafin upp úr jörðinni við Nasser-sjúkrahúsið í gær. Myndefni sem birt hefur verið á undanförnum mánuðum gefur þó til kynna að lík hafi verið grafin við sjúkrahúsið löngu áður en Ísraelar gerðu áhlaup á það. Fátt hefur verið staðfest í þessum efnum, enn sem komið er. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að minnsta kosti 34,151 Palestínumann hafa fallið í árásum Ísraela frá því innrás þeirra á Gasaströndina hófst í október. Rúmlega 77 þúsund eru sagðir særðir og talið er að rúmlega sjö þúsund lík liggi enn í rústum húsa á svæðinu. Ofbeldi á Vesturbakkanum Ofbeldi hefur aukist á Vesturbakkanum á undanförnum mánuðum. Ísraelski herinn gerði áhlaup á Vesturbakkann um helgina og sögðu talsmenn hersins að nokkrir vígamenn hefðu verið felldir og aðrir handteknir. Heimastjórnin á Vesturbakkanum segir fjórtán Palestínumenn hafa fallið á laugardaginn en það er einhver mesti fjöldi látinna á svæðinu í nokkra mánuði. Shamdasani sagði í dag að Sameinuðu þjóðunum hefði borist fregnir af því að einhverjir hinna látnu virtust hafa verið teknir af lífi. Fjölmiðlar Hamas-samtakanna hafa þar að auki sakað Ísraela um að taka fólk af lífi en hefur ekki birt neinar sannanir fyrir slíkum ásökunum og Ísraelar hafna þeim. Fyrr í þessum mánuði gengi ísraelskir landtökumenn berserksgang á Vesturbakkanum eftir að lík fjórtán ára fjárhirðis sem talinn er hafa verið myrtur fannst. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47 Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26 Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Palestínskir embættismenn, sem lúta stjórn Hamas-samtakanna, segja að 310 lík hafi fundist í gröfum við Nasser-sjúkrahúsið í Khan Younis eftir að Ísraelar hörfuðu þaðan í síðustu viku. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af fundi fjöldagrafa við Shifa-sjúkrahúsið, eftir að Ísraelar hörfuðu einnig þaðan í kjölfar umsáturs. Guardian hefur eftir Ravinu Shamdasani, talskonu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna, að tilefni hafi verið til að hringja viðvörunarbjöllum vegna þessara fregna. Lík hafi fundist grafin með rusli og meðal þeirra væru lík gamalmenna og kvenna og að einver líkin virtust með bundnar hendur. Það gæfi augljóslega til kynna að einhverskonar ódæði hefðu verið framin og segir Shamdasani að rannsaka verði málið. Verið sé að vinna í því að staðfesta frásagnir Palestínumanna. Forsvarsmenn ísraelska hersins segja ekki rétt að hermenn hafi grafið lík við sjúkrahúsin. Í einhverjum tilfellum hefðu lík sem starfsmenn sjúkrahúsanna höfðu grafið verið grafin upp aftur og skoðuð en Ísraelar segja að þau hafi verið grafin aftur. Í yfirlýsingu frá hernum sem Reuters vitnar í segir að í þessum tilfellum hafi verið að kanna hvort ísraelskir gíslar Hamas eða annarra vígahópa hefðu verið grafnir í umræddum gröfum. Blaðamenn Reuters segjast hafa séð lík grafin upp úr jörðinni við Nasser-sjúkrahúsið í gær. Myndefni sem birt hefur verið á undanförnum mánuðum gefur þó til kynna að lík hafi verið grafin við sjúkrahúsið löngu áður en Ísraelar gerðu áhlaup á það. Fátt hefur verið staðfest í þessum efnum, enn sem komið er. Heilbrigðisráðuneyti Gasa segir að minnsta kosti 34,151 Palestínumann hafa fallið í árásum Ísraela frá því innrás þeirra á Gasaströndina hófst í október. Rúmlega 77 þúsund eru sagðir særðir og talið er að rúmlega sjö þúsund lík liggi enn í rústum húsa á svæðinu. Ofbeldi á Vesturbakkanum Ofbeldi hefur aukist á Vesturbakkanum á undanförnum mánuðum. Ísraelski herinn gerði áhlaup á Vesturbakkann um helgina og sögðu talsmenn hersins að nokkrir vígamenn hefðu verið felldir og aðrir handteknir. Heimastjórnin á Vesturbakkanum segir fjórtán Palestínumenn hafa fallið á laugardaginn en það er einhver mesti fjöldi látinna á svæðinu í nokkra mánuði. Shamdasani sagði í dag að Sameinuðu þjóðunum hefði borist fregnir af því að einhverjir hinna látnu virtust hafa verið teknir af lífi. Fjölmiðlar Hamas-samtakanna hafa þar að auki sakað Ísraela um að taka fólk af lífi en hefur ekki birt neinar sannanir fyrir slíkum ásökunum og Ísraelar hafna þeim. Fyrr í þessum mánuði gengi ísraelskir landtökumenn berserksgang á Vesturbakkanum eftir að lík fjórtán ára fjárhirðis sem talinn er hafa verið myrtur fannst.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47 Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26 Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Tugir handteknir á mótmælum háskólanema gegn aðgerðum Ísraels Tugir háskólanema voru handteknir á mótmælum gegn stríðsrekstri Ísraelsmanna á Gasa við Yale University í Connecticut og New York University á Manhattan í gær. Allir tímar við Columbia University fara nú fram um fjarfundabúnað vegna mótmæla. 23. apríl 2024 06:47
Engin sönnunargögn bendla UNRWA við árásina Ísraelsk yfirvöld hafa enn ekki komið fram með sönnunargögn sem bendla starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við aðild að áhlaupi Hamasliða á Ísrael þann sjöunda október síðasta árs. 22. apríl 2024 20:26
Segir af sér vegna mistaka í kringum árás Hamas Yfirmaður ísraelsku herleyniþjónustunnar sagði af sér í dag. Hann er fyrsti hátt setti embættismaðurinn sem lætur af starfi vegna afglapa leyniþjónustunnar sem gerðu vígamönnum Hamas kleift að ráðast á Ísrael 7. október. 22. apríl 2024 08:35