„Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. apríl 2024 21:42 Kjartan Atli Kjartansson átti engin svör við sjóðheitri sókn Keflvíkinga í kvöld. vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson var afskaplega svekktur með útgöngu Álftaness úr úrslitakeppni Subway deildar karla. Keflvíkingar unnu stórsigur í Forsetahöllinni í kvöld, lokatölur 85-114. „Það er erfitt að segja akkúrat núna. Þeir hittu vel og fundu taktinn, við ekki. Þeir eru erfitt lið að elta, þú reynir að bregðast við og þeir hitta bara meira. Þeir komu rússíbana sínum á teinana og við náðum ekki að klukka þá“ sagði Kjartan strax að leik loknum. Álftanes byrjaði algjörlega á afturfótunum og allt virtist ganga upp hjá Keflvíkingum. Það sást fljótt í hvað stefndi en Kjartan leyfði huganum ekki að reika þangað. „Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari. Maður reynir að finna einhverjar lausnir. Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar þeir byrja svona vel og reynir að bregðast við. Ég sat ekki bara á bekknum og hugsaði ‘leikurinn er búinn’ eftir fimm mínútur. Það var bara erfitt að ná þeim, alltaf þegar við hótuðum einhverjum vott af endurkomu áttu þeir svör. Þeim leið vel.“ Þetta var fyrsta tímabil Álftaness í efstu deild, fyrsta úrslitakeppni liðsins og fyrsta sinn sem Kjartan Atli þjálfar á þessu stigi. Hann tekur margt jákvætt út úr tímabilinu þó endirinn hafi verið vondur og sár. „Mikill skóli, fyrir alla, fyrir mig. Við erum að búa til kúltúr hérna sem vonandi sést. Maður er bara hrærður yfir stuðningnum sem maður fékk hérna, þrátt fyrir að við værum langt frá okkar besta. Þá stóð fólkið þétt við bakið á okkur, maður reynir að horfa í þessa hluti núna. Við látum þennan leik ekki skilgreina okkur og hvað við stöndum fyrir. Upp og niður [tímabil] en miklu meira upp. Við áttum ekki góðan leik í kvöld, þurfum að sætta okkur við það. Við ætlum að byggja á þessu, halda áfram að þróa og þroska okkar leikmenn, byggja á þessum kjarna sem við erum með. Taka réttu skrefin. [Að komast í úrslitakeppni] náði samfélaginu alveg með okkur. Við reynum að horfa á jákvæðu hliðarnar.“ Stóra spurningin er þá auðvitað hvort Kjartan verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. „Ég reikna fastlega með því. En það eru samtöl við marga sem ég verð að eiga, fyrst og fremst fjölskylduna en svo líka við sjálfan mig. Leggjast undir feld og sjá, en hugur minn er áfram hér, halda áfram að byggja þetta upp og ég vona að ég beri gæfu til að vera hér áfram. Það eru alls konar tilfinningar í þessu, leyfðu nokkrum dögum að líða og spurðu mig þá.“ Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Fleiri fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Sjá meira
„Það er erfitt að segja akkúrat núna. Þeir hittu vel og fundu taktinn, við ekki. Þeir eru erfitt lið að elta, þú reynir að bregðast við og þeir hitta bara meira. Þeir komu rússíbana sínum á teinana og við náðum ekki að klukka þá“ sagði Kjartan strax að leik loknum. Álftanes byrjaði algjörlega á afturfótunum og allt virtist ganga upp hjá Keflvíkingum. Það sást fljótt í hvað stefndi en Kjartan leyfði huganum ekki að reika þangað. „Maður hugsar ekki þannig sem þjálfari. Maður reynir að finna einhverjar lausnir. Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar þeir byrja svona vel og reynir að bregðast við. Ég sat ekki bara á bekknum og hugsaði ‘leikurinn er búinn’ eftir fimm mínútur. Það var bara erfitt að ná þeim, alltaf þegar við hótuðum einhverjum vott af endurkomu áttu þeir svör. Þeim leið vel.“ Þetta var fyrsta tímabil Álftaness í efstu deild, fyrsta úrslitakeppni liðsins og fyrsta sinn sem Kjartan Atli þjálfar á þessu stigi. Hann tekur margt jákvætt út úr tímabilinu þó endirinn hafi verið vondur og sár. „Mikill skóli, fyrir alla, fyrir mig. Við erum að búa til kúltúr hérna sem vonandi sést. Maður er bara hrærður yfir stuðningnum sem maður fékk hérna, þrátt fyrir að við værum langt frá okkar besta. Þá stóð fólkið þétt við bakið á okkur, maður reynir að horfa í þessa hluti núna. Við látum þennan leik ekki skilgreina okkur og hvað við stöndum fyrir. Upp og niður [tímabil] en miklu meira upp. Við áttum ekki góðan leik í kvöld, þurfum að sætta okkur við það. Við ætlum að byggja á þessu, halda áfram að þróa og þroska okkar leikmenn, byggja á þessum kjarna sem við erum með. Taka réttu skrefin. [Að komast í úrslitakeppni] náði samfélaginu alveg með okkur. Við reynum að horfa á jákvæðu hliðarnar.“ Stóra spurningin er þá auðvitað hvort Kjartan verði áfram þjálfari liðsins á næsta tímabili. „Ég reikna fastlega með því. En það eru samtöl við marga sem ég verð að eiga, fyrst og fremst fjölskylduna en svo líka við sjálfan mig. Leggjast undir feld og sjá, en hugur minn er áfram hér, halda áfram að byggja þetta upp og ég vona að ég beri gæfu til að vera hér áfram. Það eru alls konar tilfinningar í þessu, leyfðu nokkrum dögum að líða og spurðu mig þá.“
Subway-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Fleiri fréttir Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Sjá meira