Guðrún biskup – til heilla fyrir okkur öll! Arndís Steinþórsdóttir og Glóey Helgudótir Finnsdóttir skrifa 24. apríl 2024 10:30 Biskupskjör stendur nú yfir. Þjóðkirkjan velur sér nýjan leiðtoga og í fyrri umferð urðu þau Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju og Guðmundar Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju hlutskörpust. Seinni umferð fer fram dagana 2.-7. maí nk. Íslenskt samfélag einkennist í auknum mæli af mikilli skautun í samfélagsumræðunni. Áföll og áskoranir síðustu ára hér heima sem og átök og hörmungar á alþjóðavettvangi hafa tekið sinn toll. Mörgu fólki líður ekki nógu vel og er óvisst um framtíðina. Við slíkar aðstæður er hætta á aukinni skautun og sundrungu. Hætta er á að samfélagsumræðan þróist enn frekar í átt til aukinna kynja- og kynþáttafordóma, fordóma í garð kynsegin fólks, fólks með geðraskanir og annarra jaðarhópa. Það er því mikilvægt sem aldrei fyrr að í valda- og áhrifastöður veljist fólk sem hefur getu og vilja til að láta gott af sér leiða í þágu okkar samfélags. Fólk sem hlustar á ólík sjónarmið, fólk sem ber klæði á vopnin en brýnir þau ekki, fólk sem lætur kærleik, mannúð, samkennd og virðingu ráða för. Guðrún Karls Helgudóttir hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem prestur og sóknarprestur bæði í Svíþjóð og hér heima að hún er einmitt þannig manneskja. Hún er vel menntuð og víðsýn. Hún er sterkur leiðtogi sem skapar gott andrúmloft samvinnu og virðingar þar sem hún kemur. Hún er ekki átakasækin en hvikar þó aldrei undan í erfiðum málum. En fyrst og síðast hefur Guðrún ríkan vilja og getu til að láta gott af sér leiða bæði innan þjóðkirkjunnar og í víðara samhengi. Við höfum þekkt Guðrúnu frá unga aldri og vitum hvern mann hún hefur að geyma. Því vitum við að verði Guðrún kjörin biskup mun það ekki einungis verða til heilla fyrir þjóðkirkjuna heldur fyrir okkur öll. Höfundar eru áhugafólk um biskupskjör. Arndís er skólastjóri og Glóey skrifstofustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Biskupskjör 2024 Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Biskupskjör stendur nú yfir. Þjóðkirkjan velur sér nýjan leiðtoga og í fyrri umferð urðu þau Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogskirkju og Guðmundar Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju hlutskörpust. Seinni umferð fer fram dagana 2.-7. maí nk. Íslenskt samfélag einkennist í auknum mæli af mikilli skautun í samfélagsumræðunni. Áföll og áskoranir síðustu ára hér heima sem og átök og hörmungar á alþjóðavettvangi hafa tekið sinn toll. Mörgu fólki líður ekki nógu vel og er óvisst um framtíðina. Við slíkar aðstæður er hætta á aukinni skautun og sundrungu. Hætta er á að samfélagsumræðan þróist enn frekar í átt til aukinna kynja- og kynþáttafordóma, fordóma í garð kynsegin fólks, fólks með geðraskanir og annarra jaðarhópa. Það er því mikilvægt sem aldrei fyrr að í valda- og áhrifastöður veljist fólk sem hefur getu og vilja til að láta gott af sér leiða í þágu okkar samfélags. Fólk sem hlustar á ólík sjónarmið, fólk sem ber klæði á vopnin en brýnir þau ekki, fólk sem lætur kærleik, mannúð, samkennd og virðingu ráða för. Guðrún Karls Helgudóttir hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem prestur og sóknarprestur bæði í Svíþjóð og hér heima að hún er einmitt þannig manneskja. Hún er vel menntuð og víðsýn. Hún er sterkur leiðtogi sem skapar gott andrúmloft samvinnu og virðingar þar sem hún kemur. Hún er ekki átakasækin en hvikar þó aldrei undan í erfiðum málum. En fyrst og síðast hefur Guðrún ríkan vilja og getu til að láta gott af sér leiða bæði innan þjóðkirkjunnar og í víðara samhengi. Við höfum þekkt Guðrúnu frá unga aldri og vitum hvern mann hún hefur að geyma. Því vitum við að verði Guðrún kjörin biskup mun það ekki einungis verða til heilla fyrir þjóðkirkjuna heldur fyrir okkur öll. Höfundar eru áhugafólk um biskupskjör. Arndís er skólastjóri og Glóey skrifstofustjóri.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar