Ekki ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 08:41 Grant hefur þegar verið látin laus gegn tryggingu og líkur eru á að dómurinn yfir henni verði felldur úr gildi. Fyrrverandi kennari í Ástralíu sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa brotið á nemanda sínum hefur áfrýjað dómnum og vill fá hann felldan úr gildi þar sem hún er kona. Gaye Grant, sem er á áttræðisaldri, hlaut dóm árið 2022 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dreng sem hún kenndi á áttunda áratug síðustu aldar. Drengurinn, sem þá var tíu ára, leitaði til Grant og greindi henni frá því að hann væri lagður í einelti. Hún brást við með því að taka hann í fangið og lét hann strjúka sér innanklæða en seinna kyssti hún hann og nauðgaði honum ítrekað. Þá sagðist hún elska hann, keypti handa honum dýrar jólagjafir og sagði honum hvernig hann ætti að bregðast við ef eiginmaður hennar kæmi að þeim saman. Þolandinn leitaði til lögreglu mörgum árum seinna en meðal sönnunargagna í málinu voru símtöl sem áttu sér stað á milli þolandans og Grant árið 2021, þar sem hún játaði og baðst afsökunar. Lögregla tók símtölin upp og Grant var dæmd í allt að sex ára fangelsi. Nú hefur hún hins vegar krafist þess að dómurinn verið felldur úr gildi, þar sem hún var dæmd á grundvelli laga sem voru í gildi þegar brotin voru framin. Þau lög náðu aðeins yfir kynferðisbrot karla gegn körlum. Samkvæmt áströlskum miðlum virðist ákæruvaldið hafa gengist við því í kjölfar áfrýjunnar Grant að dómurinn standist ekki, jafnvel þótt hún hafi játað. Það má meðal annars rekja til þess að dómur yfir öðrum kennara sem misnotaði nemendur sína, Helgu Lam, hefur þegar verið snúið á sömu forsendum. Lam var dæmd fyrir að brjóta gegn fjórum drengjum, sömuleiðis á áttunda áratug síðustu aldar, en áfrýjunardómstóll í Nýju Suður-Wales komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að láta þyrfti Lam lausa þar sem það hefði tæknilega ekki verið ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum á þessum tíma. Umræddum lögum var breytt árið 1984. Ástralía Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira
Gaye Grant, sem er á áttræðisaldri, hlaut dóm árið 2022 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dreng sem hún kenndi á áttunda áratug síðustu aldar. Drengurinn, sem þá var tíu ára, leitaði til Grant og greindi henni frá því að hann væri lagður í einelti. Hún brást við með því að taka hann í fangið og lét hann strjúka sér innanklæða en seinna kyssti hún hann og nauðgaði honum ítrekað. Þá sagðist hún elska hann, keypti handa honum dýrar jólagjafir og sagði honum hvernig hann ætti að bregðast við ef eiginmaður hennar kæmi að þeim saman. Þolandinn leitaði til lögreglu mörgum árum seinna en meðal sönnunargagna í málinu voru símtöl sem áttu sér stað á milli þolandans og Grant árið 2021, þar sem hún játaði og baðst afsökunar. Lögregla tók símtölin upp og Grant var dæmd í allt að sex ára fangelsi. Nú hefur hún hins vegar krafist þess að dómurinn verið felldur úr gildi, þar sem hún var dæmd á grundvelli laga sem voru í gildi þegar brotin voru framin. Þau lög náðu aðeins yfir kynferðisbrot karla gegn körlum. Samkvæmt áströlskum miðlum virðist ákæruvaldið hafa gengist við því í kjölfar áfrýjunnar Grant að dómurinn standist ekki, jafnvel þótt hún hafi játað. Það má meðal annars rekja til þess að dómur yfir öðrum kennara sem misnotaði nemendur sína, Helgu Lam, hefur þegar verið snúið á sömu forsendum. Lam var dæmd fyrir að brjóta gegn fjórum drengjum, sömuleiðis á áttunda áratug síðustu aldar, en áfrýjunardómstóll í Nýju Suður-Wales komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að láta þyrfti Lam lausa þar sem það hefði tæknilega ekki verið ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum á þessum tíma. Umræddum lögum var breytt árið 1984.
Ástralía Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sjá meira