Ekki ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 08:41 Grant hefur þegar verið látin laus gegn tryggingu og líkur eru á að dómurinn yfir henni verði felldur úr gildi. Fyrrverandi kennari í Ástralíu sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa brotið á nemanda sínum hefur áfrýjað dómnum og vill fá hann felldan úr gildi þar sem hún er kona. Gaye Grant, sem er á áttræðisaldri, hlaut dóm árið 2022 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dreng sem hún kenndi á áttunda áratug síðustu aldar. Drengurinn, sem þá var tíu ára, leitaði til Grant og greindi henni frá því að hann væri lagður í einelti. Hún brást við með því að taka hann í fangið og lét hann strjúka sér innanklæða en seinna kyssti hún hann og nauðgaði honum ítrekað. Þá sagðist hún elska hann, keypti handa honum dýrar jólagjafir og sagði honum hvernig hann ætti að bregðast við ef eiginmaður hennar kæmi að þeim saman. Þolandinn leitaði til lögreglu mörgum árum seinna en meðal sönnunargagna í málinu voru símtöl sem áttu sér stað á milli þolandans og Grant árið 2021, þar sem hún játaði og baðst afsökunar. Lögregla tók símtölin upp og Grant var dæmd í allt að sex ára fangelsi. Nú hefur hún hins vegar krafist þess að dómurinn verið felldur úr gildi, þar sem hún var dæmd á grundvelli laga sem voru í gildi þegar brotin voru framin. Þau lög náðu aðeins yfir kynferðisbrot karla gegn körlum. Samkvæmt áströlskum miðlum virðist ákæruvaldið hafa gengist við því í kjölfar áfrýjunnar Grant að dómurinn standist ekki, jafnvel þótt hún hafi játað. Það má meðal annars rekja til þess að dómur yfir öðrum kennara sem misnotaði nemendur sína, Helgu Lam, hefur þegar verið snúið á sömu forsendum. Lam var dæmd fyrir að brjóta gegn fjórum drengjum, sömuleiðis á áttunda áratug síðustu aldar, en áfrýjunardómstóll í Nýju Suður-Wales komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að láta þyrfti Lam lausa þar sem það hefði tæknilega ekki verið ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum á þessum tíma. Umræddum lögum var breytt árið 1984. Ástralía Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Gaye Grant, sem er á áttræðisaldri, hlaut dóm árið 2022 fyrir að hafa brotið kynferðislega á dreng sem hún kenndi á áttunda áratug síðustu aldar. Drengurinn, sem þá var tíu ára, leitaði til Grant og greindi henni frá því að hann væri lagður í einelti. Hún brást við með því að taka hann í fangið og lét hann strjúka sér innanklæða en seinna kyssti hún hann og nauðgaði honum ítrekað. Þá sagðist hún elska hann, keypti handa honum dýrar jólagjafir og sagði honum hvernig hann ætti að bregðast við ef eiginmaður hennar kæmi að þeim saman. Þolandinn leitaði til lögreglu mörgum árum seinna en meðal sönnunargagna í málinu voru símtöl sem áttu sér stað á milli þolandans og Grant árið 2021, þar sem hún játaði og baðst afsökunar. Lögregla tók símtölin upp og Grant var dæmd í allt að sex ára fangelsi. Nú hefur hún hins vegar krafist þess að dómurinn verið felldur úr gildi, þar sem hún var dæmd á grundvelli laga sem voru í gildi þegar brotin voru framin. Þau lög náðu aðeins yfir kynferðisbrot karla gegn körlum. Samkvæmt áströlskum miðlum virðist ákæruvaldið hafa gengist við því í kjölfar áfrýjunnar Grant að dómurinn standist ekki, jafnvel þótt hún hafi játað. Það má meðal annars rekja til þess að dómur yfir öðrum kennara sem misnotaði nemendur sína, Helgu Lam, hefur þegar verið snúið á sömu forsendum. Lam var dæmd fyrir að brjóta gegn fjórum drengjum, sömuleiðis á áttunda áratug síðustu aldar, en áfrýjunardómstóll í Nýju Suður-Wales komst að þeirri niðurstöðu í febrúar að láta þyrfti Lam lausa þar sem það hefði tæknilega ekki verið ólöglegt fyrir konur að brjóta gegn körlum á þessum tíma. Umræddum lögum var breytt árið 1984.
Ástralía Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira