Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 12:11 Timur Ivanov hefur verið sakaður um að maka krókinn á uppbyggingu á hernámssvæði Rússa í Úkraínu. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. Meint brot Ivanov eru sögð tengjast framkvæmdum við viðhald á byggingum varnarmálaráðuneytisins. Ivanov sá um innviðamál ráðuneytisins. Hann gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi. Sergei Borodin, sem er sagður vinur Ivanov, kom einnig fyrir dómara sakaður um sambærilega glæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvæði laga sem lögregla vísaði til eiga við þegar grunur leikur á að mútur hafi numið meira en milljón rúblna, jafnvirði rúmrar einnar og hálfrar milljónar króna. Ivanov er talinn bandamaður Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra. Þeir hafa unnið saman um árabil, meðal annars í héraðsstjórn Moskvu á sínum tíma. Ivanov hefur starfað fyrir varnarmálaráðuneytið frá árinu 2016. Hann er einn tólf aðstoðarvarnarmálaráðherra, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagður lifa hátt og hagnast á framkvæmdum í Maríupol Ásakanir um mútuþægni á hendur Ivanov eru ekki nýjar af nálinni. Samtök Alexei Navalní heitins sökuðu Ivanov um spillingu í tengslum við framkvæmdir á hernumdum svæðum í Úkraínu árið 2022. Hann hafi meðal annars hagnast á byggingaframkvæmdum í hafnarborginni Maríupol sem Rússar svo gott sem lögðu í rúst með loftárásum. Þá var Ivanov sagður lifa hátt með lúxusferðum erlendis, íburðarmiklum veislum og glæsihýsum. Stjórnarandstæðingar hafa jafnframt haldið því fram að eiginkona Ivanov hafi skilið við hann sumarið 2022 og komist þannig undan refsiaðgerðum vestrænna ríkja gegn honum. Hún lifi enn í velllystingum. Dmitrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, hafnaði fréttum rússneskra fjölmiðla um að spillingarákærunni á hendur Ivanov sé ætlað að komast hjá stærra hneykslismáli vegna meintra landráða hans. „Það er mikið af flökkusögum. Við verðum að treysta á opinberar upplýsingar,“ sagði Peskov. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Meint brot Ivanov eru sögð tengjast framkvæmdum við viðhald á byggingum varnarmálaráðuneytisins. Ivanov sá um innviðamál ráðuneytisins. Hann gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi. Sergei Borodin, sem er sagður vinur Ivanov, kom einnig fyrir dómara sakaður um sambærilega glæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvæði laga sem lögregla vísaði til eiga við þegar grunur leikur á að mútur hafi numið meira en milljón rúblna, jafnvirði rúmrar einnar og hálfrar milljónar króna. Ivanov er talinn bandamaður Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra. Þeir hafa unnið saman um árabil, meðal annars í héraðsstjórn Moskvu á sínum tíma. Ivanov hefur starfað fyrir varnarmálaráðuneytið frá árinu 2016. Hann er einn tólf aðstoðarvarnarmálaráðherra, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagður lifa hátt og hagnast á framkvæmdum í Maríupol Ásakanir um mútuþægni á hendur Ivanov eru ekki nýjar af nálinni. Samtök Alexei Navalní heitins sökuðu Ivanov um spillingu í tengslum við framkvæmdir á hernumdum svæðum í Úkraínu árið 2022. Hann hafi meðal annars hagnast á byggingaframkvæmdum í hafnarborginni Maríupol sem Rússar svo gott sem lögðu í rúst með loftárásum. Þá var Ivanov sagður lifa hátt með lúxusferðum erlendis, íburðarmiklum veislum og glæsihýsum. Stjórnarandstæðingar hafa jafnframt haldið því fram að eiginkona Ivanov hafi skilið við hann sumarið 2022 og komist þannig undan refsiaðgerðum vestrænna ríkja gegn honum. Hún lifi enn í velllystingum. Dmitrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, hafnaði fréttum rússneskra fjölmiðla um að spillingarákærunni á hendur Ivanov sé ætlað að komast hjá stærra hneykslismáli vegna meintra landráða hans. „Það er mikið af flökkusögum. Við verðum að treysta á opinberar upplýsingar,“ sagði Peskov.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira