Aðstoðarvarnarmálaráðherra ákærður fyrir mútuþægni Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2024 12:11 Timur Ivanov hefur verið sakaður um að maka krókinn á uppbyggingu á hernámssvæði Rússa í Úkraínu. AP/rússneska varnarmálaráðuneytið Rússnesk yfirvöld handtóku Timur Ivanov, aðstoðarvarnarmálaráðherra, og sökuðu um stórfellda mútuþægni í gær. Ivanov neitar sök en var úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. Meint brot Ivanov eru sögð tengjast framkvæmdum við viðhald á byggingum varnarmálaráðuneytisins. Ivanov sá um innviðamál ráðuneytisins. Hann gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi. Sergei Borodin, sem er sagður vinur Ivanov, kom einnig fyrir dómara sakaður um sambærilega glæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvæði laga sem lögregla vísaði til eiga við þegar grunur leikur á að mútur hafi numið meira en milljón rúblna, jafnvirði rúmrar einnar og hálfrar milljónar króna. Ivanov er talinn bandamaður Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra. Þeir hafa unnið saman um árabil, meðal annars í héraðsstjórn Moskvu á sínum tíma. Ivanov hefur starfað fyrir varnarmálaráðuneytið frá árinu 2016. Hann er einn tólf aðstoðarvarnarmálaráðherra, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagður lifa hátt og hagnast á framkvæmdum í Maríupol Ásakanir um mútuþægni á hendur Ivanov eru ekki nýjar af nálinni. Samtök Alexei Navalní heitins sökuðu Ivanov um spillingu í tengslum við framkvæmdir á hernumdum svæðum í Úkraínu árið 2022. Hann hafi meðal annars hagnast á byggingaframkvæmdum í hafnarborginni Maríupol sem Rússar svo gott sem lögðu í rúst með loftárásum. Þá var Ivanov sagður lifa hátt með lúxusferðum erlendis, íburðarmiklum veislum og glæsihýsum. Stjórnarandstæðingar hafa jafnframt haldið því fram að eiginkona Ivanov hafi skilið við hann sumarið 2022 og komist þannig undan refsiaðgerðum vestrænna ríkja gegn honum. Hún lifi enn í velllystingum. Dmitrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, hafnaði fréttum rússneskra fjölmiðla um að spillingarákærunni á hendur Ivanov sé ætlað að komast hjá stærra hneykslismáli vegna meintra landráða hans. „Það er mikið af flökkusögum. Við verðum að treysta á opinberar upplýsingar,“ sagði Peskov. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Meint brot Ivanov eru sögð tengjast framkvæmdum við viðhald á byggingum varnarmálaráðuneytisins. Ivanov sá um innviðamál ráðuneytisins. Hann gæti átt yfir höfði sér fimmtán ára fangelsi. Sergei Borodin, sem er sagður vinur Ivanov, kom einnig fyrir dómara sakaður um sambærilega glæpi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ákvæði laga sem lögregla vísaði til eiga við þegar grunur leikur á að mútur hafi numið meira en milljón rúblna, jafnvirði rúmrar einnar og hálfrar milljónar króna. Ivanov er talinn bandamaður Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra. Þeir hafa unnið saman um árabil, meðal annars í héraðsstjórn Moskvu á sínum tíma. Ivanov hefur starfað fyrir varnarmálaráðuneytið frá árinu 2016. Hann er einn tólf aðstoðarvarnarmálaráðherra, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagður lifa hátt og hagnast á framkvæmdum í Maríupol Ásakanir um mútuþægni á hendur Ivanov eru ekki nýjar af nálinni. Samtök Alexei Navalní heitins sökuðu Ivanov um spillingu í tengslum við framkvæmdir á hernumdum svæðum í Úkraínu árið 2022. Hann hafi meðal annars hagnast á byggingaframkvæmdum í hafnarborginni Maríupol sem Rússar svo gott sem lögðu í rúst með loftárásum. Þá var Ivanov sagður lifa hátt með lúxusferðum erlendis, íburðarmiklum veislum og glæsihýsum. Stjórnarandstæðingar hafa jafnframt haldið því fram að eiginkona Ivanov hafi skilið við hann sumarið 2022 og komist þannig undan refsiaðgerðum vestrænna ríkja gegn honum. Hún lifi enn í velllystingum. Dmitrí Peskov, talsmaður ríkisstjórnarinnar, hafnaði fréttum rússneskra fjölmiðla um að spillingarákærunni á hendur Ivanov sé ætlað að komast hjá stærra hneykslismáli vegna meintra landráða hans. „Það er mikið af flökkusögum. Við verðum að treysta á opinberar upplýsingar,“ sagði Peskov.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira