Árangur gegn verðbólgu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar 24. apríl 2024 15:01 Ríkisstjórnin hefur einsett sér það markmið að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði til lækkunar vaxta. Fréttir morgunsins sýna að við séum á réttri leið: Verðbólga minnkaði úr 6,8% í 6% nú í apríl og hefur ekki verið minni í rúmlega tvö ár. Til samanburðar var verðbólgan 10% fyrir ári síðan. Þróun síðustu mánaða ber þess merki að verðbólga geti haldið áfram að hjaðna á næstunni – það sýna spár líka. Hjöðnun verðbólgunnar er jákvæð tíðindi en það eru ekki síður jákvæð tíðindi að samhliða minni verðbólgu sé hagkerfið á ágætri siglingu þó að hægt hafi töluvert á: Mun fleiri fyrirtæki vilja fjölga starfsfólki frekar en fækka og þá hafa væntingar fyrirtækja til næstu sex mánaða batnað mikið og eru almennt heldur jákvæðar. Aðhald í ríkisfjármálum Við megum þó ekki vera værukær og verðstöðugleikinn krefst þess að við vinnum að honum með raunverulegum aðgerðum. Verðbólgan getur komið úr óvæntum áttum, líkt og nær allur heimurinn hefur fundið undanfarin ár, en við höfum blessunarlega tæki og tól til að hafa afgerandi áhrif á þróun hennar. Í fjármálaáætlun 2025-29 er aðhald í ríkisfjármálum allt tímabilið og útgjaldavöxtur er minni en sem nemur vexti hagkerfisins sem mun að lokum skila sér í jákvæðri afkomu ríkissjóðs. Það segir sig þó sjálft að endurskoða þarf þær áætlanir sem aðrar ef horfur breytast til hins verra og ekki tekst að ná verðbólgu nærri 2,5% verðbólgumarkmiði. Ef við þurfum meira aðhald þá verður að vera meira aðhald. Síðasta púslið á vinnumarkaði Hóflegir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru líka afar mikilvægir til að við náum markmiðum okkar. Við samningana sem undirritaðir voru í mars skapast forsendur fyrir minnkandi verðbólgu á næstu mánuðum. Það eru mjög góð tíðindi því annað var uppi á teningnum þegar samningar voru undirritaðir í desember 2022 og verðbólga jókst í framhaldinu upp í nær 10% og vextir hækkuðu enn meira. Enn á þó eftir að semja hjá hinu opinbera þar sem ekki er í boði að semja á annan veg en á almennum markaði. Takist það ekki erum við aftur lent aftur á byrjunarreit, sem augljóslega gagnast engum. „Það þýðir ekki að keyra áfram einhverjir sérhópar upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu,“ sagði Guðmundur Jaki við undirritun þjóðarsáttarinnar árið 1990. Í okkar höndum Ef allt gengur hins vegar eftir blasir við að peningastefnunefnd Seðlabankans getur loks farið að lækka vexti. Það er ekki hlutverk mitt að spá fyrir eða segja hvenær og hversu hratt. Rétt er að hafa í huga að það tekur 12-18 mánuði fyrir vaxtatæki Seðlabankans að hafa tilætluð áhrif og því er enn hætt við að vextir hafi verið hækkaðir meira en þörf var á, og enn frekar að þeim verði haldið háum of lengi. Hvað sem þeirri óvissu líður er það alfarið undir okkur hinum komið að skapa skilyrði fyrir því að nefndin geti lækkað vexti myndarlega. Við eigum enn töluvert í land en með aga og þrautseigju að vopni munum við ná þangað. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Verðlag Íslenska krónan Alþingi Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur einsett sér það markmið að vinna bug á verðbólgunni og skapa skilyrði til lækkunar vaxta. Fréttir morgunsins sýna að við séum á réttri leið: Verðbólga minnkaði úr 6,8% í 6% nú í apríl og hefur ekki verið minni í rúmlega tvö ár. Til samanburðar var verðbólgan 10% fyrir ári síðan. Þróun síðustu mánaða ber þess merki að verðbólga geti haldið áfram að hjaðna á næstunni – það sýna spár líka. Hjöðnun verðbólgunnar er jákvæð tíðindi en það eru ekki síður jákvæð tíðindi að samhliða minni verðbólgu sé hagkerfið á ágætri siglingu þó að hægt hafi töluvert á: Mun fleiri fyrirtæki vilja fjölga starfsfólki frekar en fækka og þá hafa væntingar fyrirtækja til næstu sex mánaða batnað mikið og eru almennt heldur jákvæðar. Aðhald í ríkisfjármálum Við megum þó ekki vera værukær og verðstöðugleikinn krefst þess að við vinnum að honum með raunverulegum aðgerðum. Verðbólgan getur komið úr óvæntum áttum, líkt og nær allur heimurinn hefur fundið undanfarin ár, en við höfum blessunarlega tæki og tól til að hafa afgerandi áhrif á þróun hennar. Í fjármálaáætlun 2025-29 er aðhald í ríkisfjármálum allt tímabilið og útgjaldavöxtur er minni en sem nemur vexti hagkerfisins sem mun að lokum skila sér í jákvæðri afkomu ríkissjóðs. Það segir sig þó sjálft að endurskoða þarf þær áætlanir sem aðrar ef horfur breytast til hins verra og ekki tekst að ná verðbólgu nærri 2,5% verðbólgumarkmiði. Ef við þurfum meira aðhald þá verður að vera meira aðhald. Síðasta púslið á vinnumarkaði Hóflegir langtímakjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru líka afar mikilvægir til að við náum markmiðum okkar. Við samningana sem undirritaðir voru í mars skapast forsendur fyrir minnkandi verðbólgu á næstu mánuðum. Það eru mjög góð tíðindi því annað var uppi á teningnum þegar samningar voru undirritaðir í desember 2022 og verðbólga jókst í framhaldinu upp í nær 10% og vextir hækkuðu enn meira. Enn á þó eftir að semja hjá hinu opinbera þar sem ekki er í boði að semja á annan veg en á almennum markaði. Takist það ekki erum við aftur lent aftur á byrjunarreit, sem augljóslega gagnast engum. „Það þýðir ekki að keyra áfram einhverjir sérhópar upp yfir aðra. Þá er þetta hrunið og það hrynur yfir þá hina sömu,“ sagði Guðmundur Jaki við undirritun þjóðarsáttarinnar árið 1990. Í okkar höndum Ef allt gengur hins vegar eftir blasir við að peningastefnunefnd Seðlabankans getur loks farið að lækka vexti. Það er ekki hlutverk mitt að spá fyrir eða segja hvenær og hversu hratt. Rétt er að hafa í huga að það tekur 12-18 mánuði fyrir vaxtatæki Seðlabankans að hafa tilætluð áhrif og því er enn hætt við að vextir hafi verið hækkaðir meira en þörf var á, og enn frekar að þeim verði haldið háum of lengi. Hvað sem þeirri óvissu líður er það alfarið undir okkur hinum komið að skapa skilyrði fyrir því að nefndin geti lækkað vexti myndarlega. Við eigum enn töluvert í land en með aga og þrautseigju að vopni munum við ná þangað. Höfundur er utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun