Hann var 92 ára en stundaði enn búskap, og þó að það hægði á líkamanum var hugurinn enn skarpur og lundin létt. Þegar Ragnar vildi klifra framan á brettið á jeppanum hans Eiríks til þess að ná mynd af honum að keyra ákvað Eiríkur að stríða Ragnari og keyrði svo geyst með hann hangandi á frambrettinu að Ragnar taldi sig sjaldan eða aldrei hafa verið í meiri lífshættu.
Söguna um bílferð Ragnars með Eiríki má sjá í nýjasta þættinum af RAX Augnablik, í spilaranum hér að neðan.
Fleiri þætti úr smiðju RAX má sjá á sjónvarpsvef Vísis.