Óttast að saga slökkviliða á Íslandi glatist Bjarki Sigurðsson skrifar 28. apríl 2024 22:06 Sigurður Lárus Fossberg (t.v.) og Ingvar Georg Georgsson hafa séð um Slökkviliðsminjasafn Íslands síðastliðin tíu ár. Vísir/Einar Slökkviliðsminjasafn Íslands verður tæmt á næstu vikum eftir tíu ára rekstur. Umsjónarmenn safnsins óttast að saga slökkviliðsmanna á Íslandi muni glatast að einhverju leyti við brotthvarfið. Slökkviliðsminjasafn Íslands hefur verið rekið í Reykjanesbæ í tíu ár. Tveir slökkviliðsmenn, Sigurður Lárus Fossberg og Ingvar Georg Georgsson, hafa unnið hörðum höndum að því að sanka að sér allskonar minjum um slökkvistarf á Íslandi en um er að ræða eina slíka safnið á landinu. Safnið hefur verið lokað síðan í haust og í maí verður það tæmt þar sem bærinn hefur selt húsnæðið. Klippa: Óttast að saga slökkviliðsmanna glatist „Við þurfum að skila þessum munum til sinna eigenda og koma þeim þá fyrir því sem er umfram,“ segir Sigurður. Búið er að gera upp einhverja þeirra bíla sem eru á safninu.Vísir/Einar Hér er fjöldi muna og þeir munu þá allir fara annað? „Já, þeir fara til síns heima, hvar sem það er. Margir af þessum hlutum voru geymdir í köldum, lekum geymslum þar sem sagan okkar var að glatast. Við náum að endurheimta hana en nú fer hún bara aftur í glötun,“ segir Ingvar. Bíllinn til hægri var notaður af varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Einar Á safninu má finna tugi slökkviliðsbíla, búninga, og annað tengt slökkviliðum um land allt. Meðal gripa safnsins er elsta dæla landsins frá árinu 1881 og notuð var á Ísafirði. Asbest-galli sem slökkviliðsmenn notuðu til að verja sig frá eldinum.Vísir/Einar Þeir segja að án aðkomu annars sveitarfélags eða ríkisins muni saga mannanna sem mæta ávallt fyrstir á svæðið þegar voðinn er vís, glatast að miklu leyti. Að þurfa að kveðja þetta, það er sárt. Virkilega sárt,“ segir Ingvar. Slökkvibíll sem notaður var í Reykjavík.Vísir/Einar Slökkviliðsbíll sem notaður var í Keflavík.Vísir/Einar Ein af dælum safnsins.Vísir/Einar Dæla sem notuð var í Keflavík.Vísir/Einar Söfn Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira
Slökkviliðsminjasafn Íslands hefur verið rekið í Reykjanesbæ í tíu ár. Tveir slökkviliðsmenn, Sigurður Lárus Fossberg og Ingvar Georg Georgsson, hafa unnið hörðum höndum að því að sanka að sér allskonar minjum um slökkvistarf á Íslandi en um er að ræða eina slíka safnið á landinu. Safnið hefur verið lokað síðan í haust og í maí verður það tæmt þar sem bærinn hefur selt húsnæðið. Klippa: Óttast að saga slökkviliðsmanna glatist „Við þurfum að skila þessum munum til sinna eigenda og koma þeim þá fyrir því sem er umfram,“ segir Sigurður. Búið er að gera upp einhverja þeirra bíla sem eru á safninu.Vísir/Einar Hér er fjöldi muna og þeir munu þá allir fara annað? „Já, þeir fara til síns heima, hvar sem það er. Margir af þessum hlutum voru geymdir í köldum, lekum geymslum þar sem sagan okkar var að glatast. Við náum að endurheimta hana en nú fer hún bara aftur í glötun,“ segir Ingvar. Bíllinn til hægri var notaður af varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Einar Á safninu má finna tugi slökkviliðsbíla, búninga, og annað tengt slökkviliðum um land allt. Meðal gripa safnsins er elsta dæla landsins frá árinu 1881 og notuð var á Ísafirði. Asbest-galli sem slökkviliðsmenn notuðu til að verja sig frá eldinum.Vísir/Einar Þeir segja að án aðkomu annars sveitarfélags eða ríkisins muni saga mannanna sem mæta ávallt fyrstir á svæðið þegar voðinn er vís, glatast að miklu leyti. Að þurfa að kveðja þetta, það er sárt. Virkilega sárt,“ segir Ingvar. Slökkvibíll sem notaður var í Reykjavík.Vísir/Einar Slökkviliðsbíll sem notaður var í Keflavík.Vísir/Einar Ein af dælum safnsins.Vísir/Einar Dæla sem notuð var í Keflavík.Vísir/Einar
Söfn Slökkvilið Reykjanesbær Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Sjá meira