Sjokkeruðu Celtics menn með þriggja stiga skotsýningu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2024 14:00 Tyler Herro og félagar í Miami Heat skutu Boston Celtics liðið í kaf í nótt. Getty/Winslow Townson Miami Heat sló Boston Celtics óvænt úr úr úrslitakeppni NBA deildarinnar i körfubolta í fyrra og þeir ætla einnig að stríða þeim í ár. Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austurdeildinni í vetur og endaði með langbesta árangurinn. Verðlaunin voru að mæta liði Miami Heat annað árið í röð. Það fór ekki vel í fyrra en núna mætir Miami liðið til leiks án bæði stórstjörnunnar Jimmy Butler og byrjunarliðsmannsins Terry Rozier. Það bjuggust því flestir við auðveldu sópi hjá Boston og það benti líka allt til þess eftir stórsigur í leik eitt þar sem Boston var um tíma 34 stigum yfir. Miami menn tókst hins vegar að jafna metin í nótt með 111-101 sigri í leik sem fór fram í Boston alveg eins og leikur eitt. Næstu tveir leikir verða aftur á móti í Miami. Í raun má segja að Miami Heat hafi staðið undir nafni fyrir utan þriggja stiga línuna því liði bætti félagsmetið með því að setja niður 23 þriggja stiga skot í leiknum. Boston strákarnir voru skotnir í kaf og þurfa nú að passa sig ef þeir ætla ekki að klúðra úrslitakeppninni í fyrstu umferð annað árið í röð. Miami hitti úr 53,5 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna sem er frábær hittni. Tyler Herro var allt í öllu hjá Miami með 24 stig og 14 stoðsendingar en hann skoraði sex af þessum fyrrnefndu þristum. Bam Adebayo bætti við 21 stigi og 10 fráköstum og Caleb Martin skoraði 21 stig en hann var með fimm þrista úr aðeins sex tilraunum. Stórstjörnur Boston voru að skila, Jaylen Brown skoraði 33 stig og Jayson Tatum var með 28 stig. Næsti maður var aftur á móti bara með 13 stig (Derrick White) og enginn annar skoraði meira en níu stig. Staðan er því 1-1 í einvíginu. Oklahoma City Thunder er aftur á móti komið í 2-0 á móti New Orleans Pelicans eftir 124-92 stórsigur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 33 stig, nýliðinn Chet Holmgren var með 26 stig og Jalen Williams skoraði 21 stig. Jonas Valanciunas var atkvæðamestur hjá Pelicans með 19 stig. NBA Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Celtics hefur verið yfirburðarlið í Austurdeildinni í vetur og endaði með langbesta árangurinn. Verðlaunin voru að mæta liði Miami Heat annað árið í röð. Það fór ekki vel í fyrra en núna mætir Miami liðið til leiks án bæði stórstjörnunnar Jimmy Butler og byrjunarliðsmannsins Terry Rozier. Það bjuggust því flestir við auðveldu sópi hjá Boston og það benti líka allt til þess eftir stórsigur í leik eitt þar sem Boston var um tíma 34 stigum yfir. Miami menn tókst hins vegar að jafna metin í nótt með 111-101 sigri í leik sem fór fram í Boston alveg eins og leikur eitt. Næstu tveir leikir verða aftur á móti í Miami. Í raun má segja að Miami Heat hafi staðið undir nafni fyrir utan þriggja stiga línuna því liði bætti félagsmetið með því að setja niður 23 þriggja stiga skot í leiknum. Boston strákarnir voru skotnir í kaf og þurfa nú að passa sig ef þeir ætla ekki að klúðra úrslitakeppninni í fyrstu umferð annað árið í röð. Miami hitti úr 53,5 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna sem er frábær hittni. Tyler Herro var allt í öllu hjá Miami með 24 stig og 14 stoðsendingar en hann skoraði sex af þessum fyrrnefndu þristum. Bam Adebayo bætti við 21 stigi og 10 fráköstum og Caleb Martin skoraði 21 stig en hann var með fimm þrista úr aðeins sex tilraunum. Stórstjörnur Boston voru að skila, Jaylen Brown skoraði 33 stig og Jayson Tatum var með 28 stig. Næsti maður var aftur á móti bara með 13 stig (Derrick White) og enginn annar skoraði meira en níu stig. Staðan er því 1-1 í einvíginu. Oklahoma City Thunder er aftur á móti komið í 2-0 á móti New Orleans Pelicans eftir 124-92 stórsigur. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 33 stig, nýliðinn Chet Holmgren var með 26 stig og Jalen Williams skoraði 21 stig. Jonas Valanciunas var atkvæðamestur hjá Pelicans með 19 stig.
NBA Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn