Útlagar spreyjaðir gylltir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. apríl 2024 16:52 Aðeins stallurinn er enn óspreyjaður. Benedikt Stefánsson Útlagar, stytta Einars Jónssonar myndhöggvara, á horni Suðurgötu og Hringbrautar hefur orðið fyrir óvæntum breytingum. Einhver óprúttinn aðili hefur málað styttuna gyllta með málningu eða spreybrúsa. Benedikt Stefánsson átti leið hjá styttunni og vakti athygli á ástandi hennar. „Það er eins og einhver hafi málað styttuna, sennilega er þetta spreyjað. Nánast öll eða níutíu prósent af henni myndi ég segja. Ég hélt að þetta hefði verið fyrir einhverjum dögum en ég snerti undir höndum mannsins á myndinni þar sem sólin hafði ekki skinið og þá var það enn þá blautt. Það voru engin ummerki, engar spreydósir eða neitt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr í skipulagsráði og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og hann segir engar breytingar á styttunni hafa komið á sitt borð. „Ég hef ekkert heyrt um þetta,“ segir hann. Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmars staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að gjörningurinn sé ekki á þeirra vegum. „En það er greinilega mikil sköpunargleði í gangi í borginni í dag,“ segir Álfrún. Meiriháttar skemmdarverk Sigurður Trausti Truastason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur tók ekki eins vel í fréttirnar. Blaðamaður náði sambandi við hann þar sem hann ók á vettvang til að taka út skemmdirnar. „Þetta er skemmdarverk. Mér skilst að þetta hafi gerst í nótt eða í morgun. Í fyrramálið fæ ég forvörð og tæknimenn safnsins til að skoða þetta með mér og við reynum að hreinsa verkið. En þetta er meiriháttar skemmdarverk,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir viðgerð geta tekið nokkra daga þar sem verkið er stórt. Einnig þarf sérhæft starfsfólk að koma að vinnunni þar sem að um menningarverðmæti sé að ræða. „Við munum tilkynna þetta til lögreglu og þetta verður skoðað í samstarfi við hana,“ segir Sigurður. Tímamótaverk í íslenskri höggmyndagerð Útlagar er höggmynd sem var fyrst sýnd á Charlottenborgarsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og segir á síðu Listasafns Reykjavíkur að með verkinu hafi Einar haslað sér völl sem myndhöggvari. Myndefnið sótti hann í útilegumannasögur úr íslenskum þjóðsögum. Verkið sýnir karlmann sem ber líflausa konu á bakinu og barn á handlegg og er áhersla lögð á þreytulegt göngulag mannsins og sorgmætt andlit. „Formrænt séð er verkið natúralískt þar sem lögð er áhersla á að gera öllum atriðum nákvæm skil. Í heild kallar það fram tilfinningaleg viðbrögð áhorfandans og má túlka sem táknmynd einsemdar og útskúfunar þess sem dæmdur hefur verið,“ segir á síðu safnsins. Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Benedikt Stefánsson átti leið hjá styttunni og vakti athygli á ástandi hennar. „Það er eins og einhver hafi málað styttuna, sennilega er þetta spreyjað. Nánast öll eða níutíu prósent af henni myndi ég segja. Ég hélt að þetta hefði verið fyrir einhverjum dögum en ég snerti undir höndum mannsins á myndinni þar sem sólin hafði ekki skinið og þá var það enn þá blautt. Það voru engin ummerki, engar spreydósir eða neitt,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, situr í skipulagsráði og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og hann segir engar breytingar á styttunni hafa komið á sitt borð. „Ég hef ekkert heyrt um þetta,“ segir hann. Álfrún Pálsdóttir kynningarstjóri Hönnunarmars staðfestir einnig í samtali við fréttastofu að gjörningurinn sé ekki á þeirra vegum. „En það er greinilega mikil sköpunargleði í gangi í borginni í dag,“ segir Álfrún. Meiriháttar skemmdarverk Sigurður Trausti Truastason, deildarstjóri safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur tók ekki eins vel í fréttirnar. Blaðamaður náði sambandi við hann þar sem hann ók á vettvang til að taka út skemmdirnar. „Þetta er skemmdarverk. Mér skilst að þetta hafi gerst í nótt eða í morgun. Í fyrramálið fæ ég forvörð og tæknimenn safnsins til að skoða þetta með mér og við reynum að hreinsa verkið. En þetta er meiriháttar skemmdarverk,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann segir viðgerð geta tekið nokkra daga þar sem verkið er stórt. Einnig þarf sérhæft starfsfólk að koma að vinnunni þar sem að um menningarverðmæti sé að ræða. „Við munum tilkynna þetta til lögreglu og þetta verður skoðað í samstarfi við hana,“ segir Sigurður. Tímamótaverk í íslenskri höggmyndagerð Útlagar er höggmynd sem var fyrst sýnd á Charlottenborgarsýningunni í Kaupmannahöfn árið 1901 og segir á síðu Listasafns Reykjavíkur að með verkinu hafi Einar haslað sér völl sem myndhöggvari. Myndefnið sótti hann í útilegumannasögur úr íslenskum þjóðsögum. Verkið sýnir karlmann sem ber líflausa konu á bakinu og barn á handlegg og er áhersla lögð á þreytulegt göngulag mannsins og sorgmætt andlit. „Formrænt séð er verkið natúralískt þar sem lögð er áhersla á að gera öllum atriðum nákvæm skil. Í heild kallar það fram tilfinningaleg viðbrögð áhorfandans og má túlka sem táknmynd einsemdar og útskúfunar þess sem dæmdur hefur verið,“ segir á síðu safnsins.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira