Stjarnan skellti tvisvar á Belichick: „Það er eins gott að þetta sé ekki grín“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. apríl 2024 23:00 Bill Belichick, þjálfari Patriots, gerir alla jafna allt til þess að vinna. vísir/getty Mikil hátíð er í Detroit í Michigan þessa dagana þar sem nýliðavalið í NFL-deilinni í Bandaríkjunum fer fram. Fyrsta umferðin fór fram í gærkvöld og önnur og þriðja eru í kvöld. Bill Belichick, fyrrum þjálfari New England Patriots, sagði skemmtilega sögu á fyrsta kvöldinu. Belichick var gestur í þætti Pat McAfee í gær og verður áfram um helgina. Þar var hann spurður út í stærstu skiptin sem hann hefði gert á nýliðavali. Það hafi án efa verið þegar hann fékk Randy Moss til Patriots árið 2007. Þáverandi lið Moss, Oakland Raiders, vildi losna við hann og Belichick stökk á tækifærið. Hann hringdi í Moss um miðja nótt á meðan nýliðavalinu stóð. "The most interesting trade was the Randy Moss trade..We had been trying to trade for him for two months..The first two times I called him to say we got him he hung up the phone because he thought it was a prank" 😂😂 ~ Bill Belichick#PMSDraftSpectacular pic.twitter.com/ov13j9L7Xg— Pat McAfee (@PatMcAfeeShow) April 26, 2024 „Við höfðum reynt að fá hann í tvo mánuði, þetta var erfið fæðing. Eftir fyrsta dag nýliðavalsins talaði ég við Hr. Davis (hjá Raiders) og hann sagðist taka því fyrir val í fjórðu umferð,“ segir Belichick. Tíminn var þá naumur, enda þurfti að ganga frá skiptunum áður en kæmi að valréttinum daginn eftir. „Við þurftum að koma honum í læknisskoðun og endursemja um samninginn hans,“ sagði Belichick þá við Davis. „Það er þitt vandamál,“ svaraði Al Davis, sem var stjórnandi hjá Raidersliðinu. Belichick hringdi þá í Moss ítrekað en stjarnan skellti á hann þar sem hann hélt að um símaat væri að ræða þegar þjálfarinn kynnti sig í símann. „Hver er þetta? Hver er að gera at í mér?“ á Moss að hafa sagt í símann. „Er þetta grín? Það er eins gott að þetta sé ekki grín.“ Moss og Patriots áttu sögulega leiktíð árið 2007 en hrösuðu á síðustu hindrun.Getty Söguleg, stórkostleg en sorgleg leiktíð Moss reddaði sér næsta flugi og tólf tímum síðar hafði hann gengið frá læknisskoðun og samningi. Tímabilið 2007 var í kjölfarið hans besta leiktíð á ferlinum og má færa rök fyrir því að það hafi verið besta leiktíð nokkurs grípara í sögu deildarinnar. Moss naut sín hjá liðinu og greip fyrir 23 snertimörkum á fyrstu leiktíð, eitthvað sem enginn útherji hefur gert fyrr né síðar á einu og sama tímabilinu. Þrátt fyrir að ráða yfir gríðarsterku liði leiddu af Brady og Moss tókst útherjanum aldrei að vinna meistaratitil með félaginu. Leiktíðina 2007 vann Patriots liðið alla 16 leiki sína í deildarkeppninni, tvo í úrslitakeppninni en missteig sig í Ofurskálinni gegn Eli Manning og félögum í New York Giants sem unnu magnaðan 17-14 sigur í einum frægasta Super Bowl leik sögunnar. Sjá má skemmtilega frásögn Belichick í spilaranum að ofan. Sýnt verður frá nýliðavalinu í NFL á Stöð 2 Sport 2 í kvöld frá klukkan 23:00 og stendur útsending yfir fram eftir nóttu. Valið heldur áfram á morgun frá klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport 3. NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Sjá meira
Belichick var gestur í þætti Pat McAfee í gær og verður áfram um helgina. Þar var hann spurður út í stærstu skiptin sem hann hefði gert á nýliðavali. Það hafi án efa verið þegar hann fékk Randy Moss til Patriots árið 2007. Þáverandi lið Moss, Oakland Raiders, vildi losna við hann og Belichick stökk á tækifærið. Hann hringdi í Moss um miðja nótt á meðan nýliðavalinu stóð. "The most interesting trade was the Randy Moss trade..We had been trying to trade for him for two months..The first two times I called him to say we got him he hung up the phone because he thought it was a prank" 😂😂 ~ Bill Belichick#PMSDraftSpectacular pic.twitter.com/ov13j9L7Xg— Pat McAfee (@PatMcAfeeShow) April 26, 2024 „Við höfðum reynt að fá hann í tvo mánuði, þetta var erfið fæðing. Eftir fyrsta dag nýliðavalsins talaði ég við Hr. Davis (hjá Raiders) og hann sagðist taka því fyrir val í fjórðu umferð,“ segir Belichick. Tíminn var þá naumur, enda þurfti að ganga frá skiptunum áður en kæmi að valréttinum daginn eftir. „Við þurftum að koma honum í læknisskoðun og endursemja um samninginn hans,“ sagði Belichick þá við Davis. „Það er þitt vandamál,“ svaraði Al Davis, sem var stjórnandi hjá Raidersliðinu. Belichick hringdi þá í Moss ítrekað en stjarnan skellti á hann þar sem hann hélt að um símaat væri að ræða þegar þjálfarinn kynnti sig í símann. „Hver er þetta? Hver er að gera at í mér?“ á Moss að hafa sagt í símann. „Er þetta grín? Það er eins gott að þetta sé ekki grín.“ Moss og Patriots áttu sögulega leiktíð árið 2007 en hrösuðu á síðustu hindrun.Getty Söguleg, stórkostleg en sorgleg leiktíð Moss reddaði sér næsta flugi og tólf tímum síðar hafði hann gengið frá læknisskoðun og samningi. Tímabilið 2007 var í kjölfarið hans besta leiktíð á ferlinum og má færa rök fyrir því að það hafi verið besta leiktíð nokkurs grípara í sögu deildarinnar. Moss naut sín hjá liðinu og greip fyrir 23 snertimörkum á fyrstu leiktíð, eitthvað sem enginn útherji hefur gert fyrr né síðar á einu og sama tímabilinu. Þrátt fyrir að ráða yfir gríðarsterku liði leiddu af Brady og Moss tókst útherjanum aldrei að vinna meistaratitil með félaginu. Leiktíðina 2007 vann Patriots liðið alla 16 leiki sína í deildarkeppninni, tvo í úrslitakeppninni en missteig sig í Ofurskálinni gegn Eli Manning og félögum í New York Giants sem unnu magnaðan 17-14 sigur í einum frægasta Super Bowl leik sögunnar. Sjá má skemmtilega frásögn Belichick í spilaranum að ofan. Sýnt verður frá nýliðavalinu í NFL á Stöð 2 Sport 2 í kvöld frá klukkan 23:00 og stendur útsending yfir fram eftir nóttu. Valið heldur áfram á morgun frá klukkan 16:00 á Stöð 2 Sport 3.
NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Hjartavandamál halda Reyni frá keppni „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Sjá meira